„Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. febrúar 2021 11:04 Gunnar Jóhann Gunnarsson (neðri mynd til hægri) banaði Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, í norska bænum Mehamn í apríl 2019. Gunnar Jóhann hlaut þrettán ára fangelsisdóm í október síðastliðinn. getty „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ Þetta hefur norski staðarfjölmiðillinn iFinnmark eftir Elenu Undeland, fyrrverandi kærustu Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést eftir að hafa verið skotinn af hálfbróður sínum, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, í norska bænum Mehamn í apríl 2019. Gunnar Jóhann hlaut þrettán ára fangelsisdóm í málinu í október síðastliðinn, en málið er nú til meðferðar í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø eftir að málinu var áfrýjað. Erfitt að svara spurningum í dómsal Elena, sem er barnsmóðir Gunnars Jóhanns en hafði tekið upp ástarsamband við Gísla Þór nokkru fyrir manndrápið, bar vitni í dómsal á þriðjudaginn og ræddi að því loknu við iFinnmark. Þar ræðir hún meðal annars um tímann eftir andlát Gísla. „Ég var líka búin að missa kærasta minn, og sömuleiðis fyrrverandi manninn minn sem getur þá ekki hjálpað til með börnin. Ég varð að taka allt á mínar herðar. Ég lagði áherslu á að hlúa að börnunum,“ segir hún. Konan segir það hafa verið mjög erfitt að svara spurningum í dómsal um mjög persónuleg málefni. Þá bætir Mette Yvonne Larsen, lögmaður konunnar, því við að margar þeirra erfiðu spurninga sem skjólstæðingur hennar hafi þurft að svara hafi verið ónauðsynlegar. „Ég glímdi mikið við sektarkennd eftir drápið, hvort eitthvað af því sem gerðist hafi verið mér að kenna. Mér líður líka þannig núna eins og fulltrúar sakborningsins séu saka mig um eitthvað, bæði í héraðsdómi og svo aftur hérna í lögmannsréttinum,“ segir Elena. Telur það sama hafa getað gerst, sama hver kærastinn hefði verið Hún heldur áfram og segir að lífið hafi verið kaflaskipt eftir andlát Gísla Þórs, en að það fari batnandi. Hún segir að samband þeirra Gísla hafi verið nýtt af nálinni og að þau hafi ætlað sér að byrja að búa í júní, sumarið 2019. „Ég held að það sé alveg sama hver hefði orðið kærasti minn eftir að sambandi mínu og míns fyrrverandi lauk. Þetta sama hefði getað gerst. [Gunnar Jóhann] rauf nálgunarbann, hélt heim til Gísla og þar var Gísli drepinn.“ Elena segir það ekki hafa verið ætlunina að þau Gísli Þór myndu byrja saman. „Það átti aldrei að koma til sambands milli mín og Gísla, en við urðum ástfangin. Það er alveg satt sem þeir segja – þegar maður verður ástfanginn þá breytist allt. Við höfðum bæði slæma reynslu úr fyrri samböndum. Ég með mínum fyrrverandi manni og svo Gísli í sínu fyrra sambandi. Við höfðum því gagnkvæman skilning.“ Fann einhverja ró Konan segir að mánuðirnir eftir andlát Gísla hafi verið mjög erfiðir. Um haustið 2019 hafi hún þó fundið fyrir einhverri ró sem hafi komið yfir sig. „Ég var þá búin að flytja og það hafði reynst erfitt. En skyndilega gerði ég mér grein fyrir því að það var enginn að fara að banka á hurðina, eða hringja í mig um miðja nótt, eða senda mér hræðileg skilaboð. Það var mjög undarlegt en frekar góð tilfinning.“ Hún segist í grunninn vera mjög félagslynd manneskja, en að nú þurfi hún að læra að verða það aftur. „Ég fékk mér vinnu í sumar, vinnu þar sem mér var þrýst út í samfélagið á ný. En það var gott fyrir mig að hugsa um eitthvað annað en bara húsið og börnin.“ Hún sé sömuleiðis með góða vini í Mehamn sem séu duglegir að bjóða fram hjálp. „Ég er bara með gott fólk í kringum mig,“ segir hún í samtali við iFinnmark. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00 Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Þetta hefur norski staðarfjölmiðillinn iFinnmark eftir Elenu Undeland, fyrrverandi kærustu Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést eftir að hafa verið skotinn af hálfbróður sínum, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, í norska bænum Mehamn í apríl 2019. Gunnar Jóhann hlaut þrettán ára fangelsisdóm í málinu í október síðastliðinn, en málið er nú til meðferðar í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø eftir að málinu var áfrýjað. Erfitt að svara spurningum í dómsal Elena, sem er barnsmóðir Gunnars Jóhanns en hafði tekið upp ástarsamband við Gísla Þór nokkru fyrir manndrápið, bar vitni í dómsal á þriðjudaginn og ræddi að því loknu við iFinnmark. Þar ræðir hún meðal annars um tímann eftir andlát Gísla. „Ég var líka búin að missa kærasta minn, og sömuleiðis fyrrverandi manninn minn sem getur þá ekki hjálpað til með börnin. Ég varð að taka allt á mínar herðar. Ég lagði áherslu á að hlúa að börnunum,“ segir hún. Konan segir það hafa verið mjög erfitt að svara spurningum í dómsal um mjög persónuleg málefni. Þá bætir Mette Yvonne Larsen, lögmaður konunnar, því við að margar þeirra erfiðu spurninga sem skjólstæðingur hennar hafi þurft að svara hafi verið ónauðsynlegar. „Ég glímdi mikið við sektarkennd eftir drápið, hvort eitthvað af því sem gerðist hafi verið mér að kenna. Mér líður líka þannig núna eins og fulltrúar sakborningsins séu saka mig um eitthvað, bæði í héraðsdómi og svo aftur hérna í lögmannsréttinum,“ segir Elena. Telur það sama hafa getað gerst, sama hver kærastinn hefði verið Hún heldur áfram og segir að lífið hafi verið kaflaskipt eftir andlát Gísla Þórs, en að það fari batnandi. Hún segir að samband þeirra Gísla hafi verið nýtt af nálinni og að þau hafi ætlað sér að byrja að búa í júní, sumarið 2019. „Ég held að það sé alveg sama hver hefði orðið kærasti minn eftir að sambandi mínu og míns fyrrverandi lauk. Þetta sama hefði getað gerst. [Gunnar Jóhann] rauf nálgunarbann, hélt heim til Gísla og þar var Gísli drepinn.“ Elena segir það ekki hafa verið ætlunina að þau Gísli Þór myndu byrja saman. „Það átti aldrei að koma til sambands milli mín og Gísla, en við urðum ástfangin. Það er alveg satt sem þeir segja – þegar maður verður ástfanginn þá breytist allt. Við höfðum bæði slæma reynslu úr fyrri samböndum. Ég með mínum fyrrverandi manni og svo Gísli í sínu fyrra sambandi. Við höfðum því gagnkvæman skilning.“ Fann einhverja ró Konan segir að mánuðirnir eftir andlát Gísla hafi verið mjög erfiðir. Um haustið 2019 hafi hún þó fundið fyrir einhverri ró sem hafi komið yfir sig. „Ég var þá búin að flytja og það hafði reynst erfitt. En skyndilega gerði ég mér grein fyrir því að það var enginn að fara að banka á hurðina, eða hringja í mig um miðja nótt, eða senda mér hræðileg skilaboð. Það var mjög undarlegt en frekar góð tilfinning.“ Hún segist í grunninn vera mjög félagslynd manneskja, en að nú þurfi hún að læra að verða það aftur. „Ég fékk mér vinnu í sumar, vinnu þar sem mér var þrýst út í samfélagið á ný. En það var gott fyrir mig að hugsa um eitthvað annað en bara húsið og börnin.“ Hún sé sömuleiðis með góða vini í Mehamn sem séu duglegir að bjóða fram hjálp. „Ég er bara með gott fólk í kringum mig,“ segir hún í samtali við iFinnmark.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00 Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00
Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59
Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30