RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. febrúar 2021 07:01 Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. „Það var ausandi rigning, ausandi. Ég ætlaði að mynda og það var maður þarna að ganga hjá bátahúsunum. Það var ekki séns að mynda hann því að linsurnar blotnuðu allar. Þannig að ég fór inn í bíl og tek mynd af honum í gegnum framrúðuna.“ Mynd af Ólafi í Sandey tekin í gegnum regnbarða framrúðuna á bíl. RAX Maðurinn bauð Ragnari inn til sín í kaffi þar sem þeir spjölluðu saman um heima og geima. RAX tók nokkrar myndir af honum og meðal annars eina mynd þar sem hann sést vera að raka sig. „27 árum seinna kom ég þarna aftur og ætlaði að skoða mig um. Ég fór að keyra þarna um húsið sem hann átti heima. Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi,“ segir RAX. „Því þarna áður var hann svolítið lasinn og gekk um með staf. Svo þegar ég er að fara kemur þarna bíll rennandi í hlað. Ég hinkra aðeins til að sjá hver kæmi út úr bílnum.“ Þá var það hann sjálfur og ég var mjög hissa. Hann var ekki lengur með einn staf heldur tvo. Maðurinn brosti þegar hann þekkti RAX aftur og bauð honum inn til sín í kaffi þar sem hann sagði honum ýmsar sögur. „Komdu inn í kaffi og þú getur tekið aftur mynd af mér þegar ég raka mig.“ Frásögnina alla má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og er þátturinn Ólafur í Sandey um þrjár mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Ólafur í Sandey gengur aftur Rax hefur fangað mannlífið í Færeyjum í fjölmörgum ferðum sínum þangað í gegnum árin. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af fyrri þáttum þar sem manneskjan í allri sinni dýrð er í aðalhlutverki. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Færeyjar Tengdar fréttir RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01 RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02 RAX Augnablik: „Sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann“ „Á ákveðnu svæði gekk maður yfir hálfgert sprengjusvæði þar sem að skúmurinn, sem er dálítið grimmur að verja unga sína, ræðst á mann og þeir eru mis grimmir,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um daga sína í sveit sem barn, þar sem hann hafði það hlutverk að reka beljurnar heim. 7. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Það var ausandi rigning, ausandi. Ég ætlaði að mynda og það var maður þarna að ganga hjá bátahúsunum. Það var ekki séns að mynda hann því að linsurnar blotnuðu allar. Þannig að ég fór inn í bíl og tek mynd af honum í gegnum framrúðuna.“ Mynd af Ólafi í Sandey tekin í gegnum regnbarða framrúðuna á bíl. RAX Maðurinn bauð Ragnari inn til sín í kaffi þar sem þeir spjölluðu saman um heima og geima. RAX tók nokkrar myndir af honum og meðal annars eina mynd þar sem hann sést vera að raka sig. „27 árum seinna kom ég þarna aftur og ætlaði að skoða mig um. Ég fór að keyra þarna um húsið sem hann átti heima. Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi,“ segir RAX. „Því þarna áður var hann svolítið lasinn og gekk um með staf. Svo þegar ég er að fara kemur þarna bíll rennandi í hlað. Ég hinkra aðeins til að sjá hver kæmi út úr bílnum.“ Þá var það hann sjálfur og ég var mjög hissa. Hann var ekki lengur með einn staf heldur tvo. Maðurinn brosti þegar hann þekkti RAX aftur og bauð honum inn til sín í kaffi þar sem hann sagði honum ýmsar sögur. „Komdu inn í kaffi og þú getur tekið aftur mynd af mér þegar ég raka mig.“ Frásögnina alla má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og er þátturinn Ólafur í Sandey um þrjár mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Ólafur í Sandey gengur aftur Rax hefur fangað mannlífið í Færeyjum í fjölmörgum ferðum sínum þangað í gegnum árin. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af fyrri þáttum þar sem manneskjan í allri sinni dýrð er í aðalhlutverki. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Færeyjar Tengdar fréttir RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01 RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02 RAX Augnablik: „Sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann“ „Á ákveðnu svæði gekk maður yfir hálfgert sprengjusvæði þar sem að skúmurinn, sem er dálítið grimmur að verja unga sína, ræðst á mann og þeir eru mis grimmir,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um daga sína í sveit sem barn, þar sem hann hafði það hlutverk að reka beljurnar heim. 7. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01
RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02
RAX Augnablik: „Sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann“ „Á ákveðnu svæði gekk maður yfir hálfgert sprengjusvæði þar sem að skúmurinn, sem er dálítið grimmur að verja unga sína, ræðst á mann og þeir eru mis grimmir,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um daga sína í sveit sem barn, þar sem hann hafði það hlutverk að reka beljurnar heim. 7. febrúar 2021 07:01