Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2021 16:02 Gabríel var í samskiptum við konuna á Snapchat í lengri tíma. Vísir Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. Landsréttur staðfest í dag fjögurra ára dóm sem Gabríel hlaut í Héraðsdómi Reykjaness í maí 2019. Hann var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Maðurinn beitti blekkingum á samfélagsmiðlum en þar þóttist hann vera annar ungur karlmaður sem konan þekkti. Þannig fékk hann konuna til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig og braut gegn henni. Samskipti Gabríels við ungu konuna fóru fram í gegnum Snapchat. Þar stofnaði hann reikning í nafni hins unga mannsins sem konan kannaðist við, og stóðu fölsku samskiptin þar í langan tíma. Leitaði til Bjarkarhlíðar Í gegnum þennan falska Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli í Kópavogi þar sem hann fór fram á hún yrði bundin og með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera að hitta unga manninn en ekki hinn dæmda. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum. Hann neyddi hana til að taka þau upp og senda sér myndir, myndupptökur eða hljóðupptökur af þeim samskiptum. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann konunni í gíslingu. Konan leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið af hálfu unga mannsins sem hún taldi sig hafa verið í samskiptum við og hitt í tvígang á hótelinu. Við rannsókn málsins kom hins vegar hið sanna í ljós. Hinn dæmdi hafði villt á sér heimildir og þóst vera ungi maðurinn sem var ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið. Einarður ásetningur og sératkvæði Gabríel var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar og horfði Landsréttur sérstaklega til þess hve framganga og háttsemi hans hefði verið þann langa tíma sem um ræddi og brot hans áttu sér stað. Hann hefði leikið tveimur skjöldum í samskiptum sínum við konuna í lengri tíma. Ásetningur hans var því metinn einarður og brot hans bæði alvarleg og óvenjuleg. Var hann dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen voru sammála niðurstöðunni en Hildur Briem, settur landsréttardómari í málinu, skilaði sératkvæði í málinu. Taldi hún að dæma ætti Gabríel til vægari refsingar og til greiðslu lægri miskabóta. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30 Bubbi hefur reynt að leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar í tvö ár Bubbi Morthens hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga vegna auðkennisþjófnaðar en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. 28. maí 2019 19:00 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Landsréttur staðfest í dag fjögurra ára dóm sem Gabríel hlaut í Héraðsdómi Reykjaness í maí 2019. Hann var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Maðurinn beitti blekkingum á samfélagsmiðlum en þar þóttist hann vera annar ungur karlmaður sem konan þekkti. Þannig fékk hann konuna til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig og braut gegn henni. Samskipti Gabríels við ungu konuna fóru fram í gegnum Snapchat. Þar stofnaði hann reikning í nafni hins unga mannsins sem konan kannaðist við, og stóðu fölsku samskiptin þar í langan tíma. Leitaði til Bjarkarhlíðar Í gegnum þennan falska Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli í Kópavogi þar sem hann fór fram á hún yrði bundin og með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera að hitta unga manninn en ekki hinn dæmda. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum. Hann neyddi hana til að taka þau upp og senda sér myndir, myndupptökur eða hljóðupptökur af þeim samskiptum. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann konunni í gíslingu. Konan leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið af hálfu unga mannsins sem hún taldi sig hafa verið í samskiptum við og hitt í tvígang á hótelinu. Við rannsókn málsins kom hins vegar hið sanna í ljós. Hinn dæmdi hafði villt á sér heimildir og þóst vera ungi maðurinn sem var ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið. Einarður ásetningur og sératkvæði Gabríel var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar og horfði Landsréttur sérstaklega til þess hve framganga og háttsemi hans hefði verið þann langa tíma sem um ræddi og brot hans áttu sér stað. Hann hefði leikið tveimur skjöldum í samskiptum sínum við konuna í lengri tíma. Ásetningur hans var því metinn einarður og brot hans bæði alvarleg og óvenjuleg. Var hann dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen voru sammála niðurstöðunni en Hildur Briem, settur landsréttardómari í málinu, skilaði sératkvæði í málinu. Taldi hún að dæma ætti Gabríel til vægari refsingar og til greiðslu lægri miskabóta.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30 Bubbi hefur reynt að leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar í tvö ár Bubbi Morthens hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga vegna auðkennisþjófnaðar en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. 28. maí 2019 19:00 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30
Bubbi hefur reynt að leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar í tvö ár Bubbi Morthens hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga vegna auðkennisþjófnaðar en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. 28. maí 2019 19:00
Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45
Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15