Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 20:00 Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir hefur áhyggjur af aukinni Fentanýl notkun. Vísir/Einar Árnason Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. Forðalyfið Fentanýl er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum og er hundrað sinnum sterkara en morfín. Fentanýl er í plástraformi en þeir sem misnota lyfið leysa plásturinn oftast upp og sprauta efninu í sig. Lyfið getur verið lífshættulegt og til að setja það í samhengi er það talið um fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Við höfum orðið óþægilega vör við það að það hafi verið aukinn fjöldi ofskammtana í neyðarskýlunum og utan neyðarskýlanna líka. Þetta eru allavega fimm tilvik frá áramótunum. Við teljum það frekar alvarlega stöðu,” segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Hún segir ofskammtanirnar tengjast notkun á notuðum Fentanýlplástrum. Notkunin hafi verið óvenju mikil að undanförnu og útlit fyrir að mikið magn af plástrunum séu í umferð þessi dægrin. „Ég hef ekki séð svona mikla aukningu á svona skömmum tíma en auðvitað hefur þetta gerst í lotum,” segir Hrafnhildur, aðspurð hvort Fentanýl sé í meiri umferð nú en áður. Neyðarlyfið Naloxon getur reynst fólki sem tekur of stóran skammt af ópíóðum á borð við Fentanýl lífsbjörg. Það fæst hins vegar aðeins gegn lyfseðli og því aðeins lítið magn af lyfinu í gistiskýlum, hjá Frú Ragnheiði og lögreglunni, svo dæmi séu tekin. „Við höfum getað reddað okkur í gegnum kennitölur einstaklinga og með aðstoð frá kerfinu, en við hjá Reykjavíkurborg getum ekki fengið uppáskrifaðan lyfseðil því við erum ekki heilbrigðisstofnun,” segir hún. „Þetta er lífsnauðsynlegt,” bætir Hrafnhildur við. Hún kallar eftir því að lyfið verði lausasölulyf líkt og víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum. „Auðvitað ætti þetta að vera lausasölulyf eins og pillan. Foreldrar ættu að geta farið í apótek fyrir bornin sín, þó þau séu orðin fullorðin, og keypt þetta og notendur eiga líka að geta sótt sér þennan búnað.” Fíkn Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forðalyfið Fentanýl er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum og er hundrað sinnum sterkara en morfín. Fentanýl er í plástraformi en þeir sem misnota lyfið leysa plásturinn oftast upp og sprauta efninu í sig. Lyfið getur verið lífshættulegt og til að setja það í samhengi er það talið um fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Við höfum orðið óþægilega vör við það að það hafi verið aukinn fjöldi ofskammtana í neyðarskýlunum og utan neyðarskýlanna líka. Þetta eru allavega fimm tilvik frá áramótunum. Við teljum það frekar alvarlega stöðu,” segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Hún segir ofskammtanirnar tengjast notkun á notuðum Fentanýlplástrum. Notkunin hafi verið óvenju mikil að undanförnu og útlit fyrir að mikið magn af plástrunum séu í umferð þessi dægrin. „Ég hef ekki séð svona mikla aukningu á svona skömmum tíma en auðvitað hefur þetta gerst í lotum,” segir Hrafnhildur, aðspurð hvort Fentanýl sé í meiri umferð nú en áður. Neyðarlyfið Naloxon getur reynst fólki sem tekur of stóran skammt af ópíóðum á borð við Fentanýl lífsbjörg. Það fæst hins vegar aðeins gegn lyfseðli og því aðeins lítið magn af lyfinu í gistiskýlum, hjá Frú Ragnheiði og lögreglunni, svo dæmi séu tekin. „Við höfum getað reddað okkur í gegnum kennitölur einstaklinga og með aðstoð frá kerfinu, en við hjá Reykjavíkurborg getum ekki fengið uppáskrifaðan lyfseðil því við erum ekki heilbrigðisstofnun,” segir hún. „Þetta er lífsnauðsynlegt,” bætir Hrafnhildur við. Hún kallar eftir því að lyfið verði lausasölulyf líkt og víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum. „Auðvitað ætti þetta að vera lausasölulyf eins og pillan. Foreldrar ættu að geta farið í apótek fyrir bornin sín, þó þau séu orðin fullorðin, og keypt þetta og notendur eiga líka að geta sótt sér þennan búnað.”
Fíkn Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira