Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 18:30 Alvarleg mistök hjá HSS eru til skoðunar. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í framkvæmdastjórn stofnunarinnar - án árangurs. Vísir/Egill Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Líkt og fréttastofa hefur greint frá komst embætti landlæknis nýverið að þeirri niðurstöðu að læknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefði gert alvarleg mistök í störfum sínum. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa sett konu á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því. Fjölskylda konunnar sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem segir að konan, sem var 73 ára, hafi ekki verið upplýst um að um væri að ræða lífslokameðferð. Í yfirlýsingunni segir að þegar hún hafi reynt að hafna meðferð hafi verið litið á það sem hegðunarvandamál. Sýkingar hafi ekki verið meðhöndlaðar og þegar fór að draga svo af henni að hún hætti að bera sig eftir næringu og vökva hafi ekkert verið gert í því. Í skriflegu svari landlæknis segir að öryggismenning hjá stofnuninni verði skoðuð sérstaklega. Þá verði skoðuð ábyrgð læknanema sem starfi á grundvelli tímabundins læknaleyfis og samvinna heilsugæslu, sjúkrahúss og heimaþjónustu. Þá var óskað eftir upplýsingum um hvort verið sé að rannsaka dauðsföll yfir lengra tímabil og segir að eðli alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu sé oftast um að ræða ýmsa samverkandi þætti, bæði mannlega og kerfislega. Því sé mikilvægt að skoða tilurð atvika í víðu samhengi svo hægt sé að koma í veg fyrir að sambærileg atvik endurtaki sig. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í framkvæmdastjórn HSS - án árangurs. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að stjórnendur muni ekki veita viðtöl vegna málsins. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28 Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Fórnarlamb „mistaka og vanrækslu“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja „Ef að hjúkrunarfræðingur hefði verið á vakt þá hefði það bjargað mér; hún hefði stixað puttann... próf sem tekur 60 sekúndur.“ Þetta segir Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir. Hún er ein þeirra sem hafa kvartað til landlæknis vegna heilbrigðisþjónustunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 25. febrúar 2021 19:34 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Líkt og fréttastofa hefur greint frá komst embætti landlæknis nýverið að þeirri niðurstöðu að læknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefði gert alvarleg mistök í störfum sínum. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa sett konu á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því. Fjölskylda konunnar sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem segir að konan, sem var 73 ára, hafi ekki verið upplýst um að um væri að ræða lífslokameðferð. Í yfirlýsingunni segir að þegar hún hafi reynt að hafna meðferð hafi verið litið á það sem hegðunarvandamál. Sýkingar hafi ekki verið meðhöndlaðar og þegar fór að draga svo af henni að hún hætti að bera sig eftir næringu og vökva hafi ekkert verið gert í því. Í skriflegu svari landlæknis segir að öryggismenning hjá stofnuninni verði skoðuð sérstaklega. Þá verði skoðuð ábyrgð læknanema sem starfi á grundvelli tímabundins læknaleyfis og samvinna heilsugæslu, sjúkrahúss og heimaþjónustu. Þá var óskað eftir upplýsingum um hvort verið sé að rannsaka dauðsföll yfir lengra tímabil og segir að eðli alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu sé oftast um að ræða ýmsa samverkandi þætti, bæði mannlega og kerfislega. Því sé mikilvægt að skoða tilurð atvika í víðu samhengi svo hægt sé að koma í veg fyrir að sambærileg atvik endurtaki sig. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í framkvæmdastjórn HSS - án árangurs. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að stjórnendur muni ekki veita viðtöl vegna málsins.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28 Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Fórnarlamb „mistaka og vanrækslu“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja „Ef að hjúkrunarfræðingur hefði verið á vakt þá hefði það bjargað mér; hún hefði stixað puttann... próf sem tekur 60 sekúndur.“ Þetta segir Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir. Hún er ein þeirra sem hafa kvartað til landlæknis vegna heilbrigðisþjónustunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 25. febrúar 2021 19:34 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28
Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37
Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49
Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51
Fórnarlamb „mistaka og vanrækslu“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja „Ef að hjúkrunarfræðingur hefði verið á vakt þá hefði það bjargað mér; hún hefði stixað puttann... próf sem tekur 60 sekúndur.“ Þetta segir Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir. Hún er ein þeirra sem hafa kvartað til landlæknis vegna heilbrigðisþjónustunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 25. febrúar 2021 19:34