„Manchester United er með besta liðið í Evrópudeildinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. febrúar 2021 20:31 Leikmenn United fagna marki gegn Newcastle í ensku deildinni. EPA-EFE/Stu Forster Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir kúltúrinn hjá félaginu vera að batna og menn séu tilbúnir að vaða eld og brennistein fyrir hvorn annan. Paul Scholes segir United einnig líklegasta liðið til þess að vinna Evrópudeildina. Solskjær og lærisveinar hans eru komnir í sextán liða úrslit keppninnar eftir samnlagt 4-0 sigur á Real Sociedad. Fyrrum leiknum lauk með 4-0 sigri United á Spáni en niðurstaðan var svo markalaus á Old Trafford í gær. Þrívegis hefur United farið í undanúrslit undir stjórn Norðmannsins en aldrei hefur þeim tekist að vinna bikar undir hans stjórn. Nú eygir hann von á sínum fyrsta titli. „Þú mannst eftir ósigrunum meira en sigrunum sjálfum. Að komast í undanúrslitin þá ertu kominn svo nálægt þessu. Við höfum lent í því þrisvar og tapað svo þessi hópur veit hvernig það er,“ sagði Solskjær í samtali við BT Sport. „Við erum hópur sem er ansi þéttur. Þú kemur inn, leggur mikið á þig, við lendum í áföllum og erfiðleikum. En við viljum fara lengra og þegar þér hefur mistekist viltu gera enn betur en áður. Það er framþróun á kúlturnum.“ „Við erum með frábæra leikmenn og frábæra þjálfara,“ sagði Solskjær. Fyrrum samherji Solskjær hjá Man. United, Paul Scholes, var í settinu hjá BT Sports í gær og fjallaði um möguleika United á að fara alla leið. „Manchester United getur unnið Evrópudeildina en ég er ekki viss um hin ensku liðin. Manchester United er með besta liðið í keppninni. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá að vinna eitthvað,“ sagði Scholes. „Hin ensku liðin eru í góðum möguleika en Man. United er mun betra en Arsenla og Tottenham. Ítalski og spænski boltinn er ekki nærri því eins góður og hann var.“ Ole Gunnar Solskjaer insists 'the culture IS improving' at Manchester United https://t.co/bXRxfPfchh— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Fleiri fréttir Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Solskjær og lærisveinar hans eru komnir í sextán liða úrslit keppninnar eftir samnlagt 4-0 sigur á Real Sociedad. Fyrrum leiknum lauk með 4-0 sigri United á Spáni en niðurstaðan var svo markalaus á Old Trafford í gær. Þrívegis hefur United farið í undanúrslit undir stjórn Norðmannsins en aldrei hefur þeim tekist að vinna bikar undir hans stjórn. Nú eygir hann von á sínum fyrsta titli. „Þú mannst eftir ósigrunum meira en sigrunum sjálfum. Að komast í undanúrslitin þá ertu kominn svo nálægt þessu. Við höfum lent í því þrisvar og tapað svo þessi hópur veit hvernig það er,“ sagði Solskjær í samtali við BT Sport. „Við erum hópur sem er ansi þéttur. Þú kemur inn, leggur mikið á þig, við lendum í áföllum og erfiðleikum. En við viljum fara lengra og þegar þér hefur mistekist viltu gera enn betur en áður. Það er framþróun á kúlturnum.“ „Við erum með frábæra leikmenn og frábæra þjálfara,“ sagði Solskjær. Fyrrum samherji Solskjær hjá Man. United, Paul Scholes, var í settinu hjá BT Sports í gær og fjallaði um möguleika United á að fara alla leið. „Manchester United getur unnið Evrópudeildina en ég er ekki viss um hin ensku liðin. Manchester United er með besta liðið í keppninni. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá að vinna eitthvað,“ sagði Scholes. „Hin ensku liðin eru í góðum möguleika en Man. United er mun betra en Arsenla og Tottenham. Ítalski og spænski boltinn er ekki nærri því eins góður og hann var.“ Ole Gunnar Solskjaer insists 'the culture IS improving' at Manchester United https://t.co/bXRxfPfchh— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Fleiri fréttir Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira