Ár frá því kórónuveiran nam land á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2021 07:01 Hér má sjá þau Víði Reynisson yfirlögregluþjón, Ölmu Möller landlækni, Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala á fyrsta blaðamannafundinum sem boðaður var vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir ári síðan sem fréttin var sögð af fyrsta greinda tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim frá Norður Ítalíu þar sem hann hafði verið í skíðaferð ásamt fjölskyldu og vinum. Boðað var til blaðamannafundar í kjölfarið þar sem meðal annars Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvaranlæknir sátu fyrir svörum. Sjá má þennan blaðamannafund hér fyrir neðan: Brýnt var fyrir þjóðinni að halda ró sinni, meirihluti þeirra sem smituðust fengju væg einkenni og farið var yfir hvernig veiran smitaðist á milli fólks. Greint var frá því að heil þrjú lögregluembætti höfðu verið virkjuð til að rekja ferðir mannsins en líkt og margir þekkja nú var smitrakningateymi myndað skömmu síðar. Forseti Íslands steig fram og brýndi fyrir landsmönnum að vera forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Skelfing myndi enga vanda leysa. Ekki skorti grínið frá fólki á samfélagsmiðlum sem sumt hvað reyndist seinna meira reyndist ekki of fjarri þeim veruleika sem Íslendingar þurftu að kljást við í kjölfarið. Síðan þá hafa rúm 6.000 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi í þremur bylgjum. Tæp fimmtíu þúsund hafa farið í sóttkví, rúm 277 þúsund sýni hafa verið tekin, 327 hafa lagst inn á sjúkrahús og 53 á gjörgæslu. 29 hafa látist. Fyrir ári virtist bóluefni við veirunni óljós draumur en í dag hafa rúmlega 12.500 verið fullbólusettir við veirunni og búast stjórnvöld við að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 af þessu fyrsta greinda tilfelli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim frá Norður Ítalíu þar sem hann hafði verið í skíðaferð ásamt fjölskyldu og vinum. Boðað var til blaðamannafundar í kjölfarið þar sem meðal annars Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvaranlæknir sátu fyrir svörum. Sjá má þennan blaðamannafund hér fyrir neðan: Brýnt var fyrir þjóðinni að halda ró sinni, meirihluti þeirra sem smituðust fengju væg einkenni og farið var yfir hvernig veiran smitaðist á milli fólks. Greint var frá því að heil þrjú lögregluembætti höfðu verið virkjuð til að rekja ferðir mannsins en líkt og margir þekkja nú var smitrakningateymi myndað skömmu síðar. Forseti Íslands steig fram og brýndi fyrir landsmönnum að vera forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Skelfing myndi enga vanda leysa. Ekki skorti grínið frá fólki á samfélagsmiðlum sem sumt hvað reyndist seinna meira reyndist ekki of fjarri þeim veruleika sem Íslendingar þurftu að kljást við í kjölfarið. Síðan þá hafa rúm 6.000 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi í þremur bylgjum. Tæp fimmtíu þúsund hafa farið í sóttkví, rúm 277 þúsund sýni hafa verið tekin, 327 hafa lagst inn á sjúkrahús og 53 á gjörgæslu. 29 hafa látist. Fyrir ári virtist bóluefni við veirunni óljós draumur en í dag hafa rúmlega 12.500 verið fullbólusettir við veirunni og búast stjórnvöld við að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 af þessu fyrsta greinda tilfelli
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira