Ár frá því kórónuveiran nam land á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2021 07:01 Hér má sjá þau Víði Reynisson yfirlögregluþjón, Ölmu Möller landlækni, Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala á fyrsta blaðamannafundinum sem boðaður var vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir ári síðan sem fréttin var sögð af fyrsta greinda tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim frá Norður Ítalíu þar sem hann hafði verið í skíðaferð ásamt fjölskyldu og vinum. Boðað var til blaðamannafundar í kjölfarið þar sem meðal annars Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvaranlæknir sátu fyrir svörum. Sjá má þennan blaðamannafund hér fyrir neðan: Brýnt var fyrir þjóðinni að halda ró sinni, meirihluti þeirra sem smituðust fengju væg einkenni og farið var yfir hvernig veiran smitaðist á milli fólks. Greint var frá því að heil þrjú lögregluembætti höfðu verið virkjuð til að rekja ferðir mannsins en líkt og margir þekkja nú var smitrakningateymi myndað skömmu síðar. Forseti Íslands steig fram og brýndi fyrir landsmönnum að vera forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Skelfing myndi enga vanda leysa. Ekki skorti grínið frá fólki á samfélagsmiðlum sem sumt hvað reyndist seinna meira reyndist ekki of fjarri þeim veruleika sem Íslendingar þurftu að kljást við í kjölfarið. Síðan þá hafa rúm 6.000 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi í þremur bylgjum. Tæp fimmtíu þúsund hafa farið í sóttkví, rúm 277 þúsund sýni hafa verið tekin, 327 hafa lagst inn á sjúkrahús og 53 á gjörgæslu. 29 hafa látist. Fyrir ári virtist bóluefni við veirunni óljós draumur en í dag hafa rúmlega 12.500 verið fullbólusettir við veirunni og búast stjórnvöld við að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 af þessu fyrsta greinda tilfelli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim frá Norður Ítalíu þar sem hann hafði verið í skíðaferð ásamt fjölskyldu og vinum. Boðað var til blaðamannafundar í kjölfarið þar sem meðal annars Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvaranlæknir sátu fyrir svörum. Sjá má þennan blaðamannafund hér fyrir neðan: Brýnt var fyrir þjóðinni að halda ró sinni, meirihluti þeirra sem smituðust fengju væg einkenni og farið var yfir hvernig veiran smitaðist á milli fólks. Greint var frá því að heil þrjú lögregluembætti höfðu verið virkjuð til að rekja ferðir mannsins en líkt og margir þekkja nú var smitrakningateymi myndað skömmu síðar. Forseti Íslands steig fram og brýndi fyrir landsmönnum að vera forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Skelfing myndi enga vanda leysa. Ekki skorti grínið frá fólki á samfélagsmiðlum sem sumt hvað reyndist seinna meira reyndist ekki of fjarri þeim veruleika sem Íslendingar þurftu að kljást við í kjölfarið. Síðan þá hafa rúm 6.000 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi í þremur bylgjum. Tæp fimmtíu þúsund hafa farið í sóttkví, rúm 277 þúsund sýni hafa verið tekin, 327 hafa lagst inn á sjúkrahús og 53 á gjörgæslu. 29 hafa látist. Fyrir ári virtist bóluefni við veirunni óljós draumur en í dag hafa rúmlega 12.500 verið fullbólusettir við veirunni og búast stjórnvöld við að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 af þessu fyrsta greinda tilfelli
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira