Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 19:30 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir ekkert benda til þess að eldgos sé í vændum. Vísir/Vilhelm Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. „Hún er kannski álíka og sú sem kom árið 1933 og svo ekki ósvipuð þeirri sem kom um 1970,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jarðskjálftavirknin í dag hefur að mestu verið bundin við svæðið í kring um Fagradalsfjalla á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Vísindaráði almannavarna sem fundaði síðdegis í dag. Fram kemur í tilkynningunni að miðað við þær mælingar og gögn sem liggja fyrir bendi ekkert til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þetta tekur Magnús Tumi undir. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé að fara að gerast,“ segir Magnús. Hann segir þó að ef gjósi á næstu vikum eða mánuðum sé það varla áhyggjuefni. Eldgos á Reykjanesskaga séu frekar lítil en þau geti hins vegar verið nálægt byggð. „Þetta eru flest hraungos en eru ekki stór. Þannig að lífshætta er varla fyrir hendi, ekki nema fólk fari of nálægt hrauninu. Við getum alveg ráðið við þetta og það byggir á því að við séum viðbúin og að kerfin séu í lagi. Þá getum við haldið áfram að gera það sem við þurfum að gera dags daglega,“ segir Magnús Tumi. Skjálfti að stærð 6,5 yrðu engar hamfarir Samkvæmt tilkynningu vísindaráðs er nú verið að horfa á tvær sviðsmyndir hvað framhaldið varðar. Annars vegar muni draga úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur eða hins vegar muni hrinan færast í aukana með stærri skjálftum sem geti orðið allt að 5,5-6,5 að stærð. „Sá möguleiki er fyrir hendi að það verði skjálftar á þessu svæði sem engir skjálftar hafa verið á í töluvert langan tíma og er kennt við Brennisteinsfjöll. Ef það gerðist gæti það verið skjálfti sem næði stærðinni 6 til 6,5 og fólk þarf að vera undir það búið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir þó að skjálfti af slíkri stærð yrðu engar hamfarir. „Þó að sá skjálfti kæmi væru það engar hamfarar. Hann yrði sterkari en sá sem við fengum í morgun og á miðvikudaginn en við erum ekki að horfa á nein stórslys. Húsin okkar þola þetta en við þurfum bara að vera búin undir þetta sjálf.“ Hann segir mikilvægast að fólk tryggi að innanstokksmunir séu öruggir og stórir og þungir skápar festir við vegg. Þá eigi fólk að passa að hafa ekki þunga hluti uppi á hillum, sérstaklega fyrir ofan rúm. „Langflest hús á Íslandi eru byggð þannig að þau eigi að standast þá hrinu sem nú gengur yfir. Lausir munir, hillur, skápar o.s.frv. geta farið af stað og valdið hættu ef ekki er rétt frá þeim gengið. Því er mikilvægt að huga að innanstokksmunum á heimilum og á vinnustöðum svo þeir valdi ekki slysum,“ segir í tilkynningu vísindaráðs. Þar kemur fram að áfram verði fylgst með framvindu mála og vísindaráð muni funda aftur í næstu viku. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55 Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Hún er kannski álíka og sú sem kom árið 1933 og svo ekki ósvipuð þeirri sem kom um 1970,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jarðskjálftavirknin í dag hefur að mestu verið bundin við svæðið í kring um Fagradalsfjalla á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Vísindaráði almannavarna sem fundaði síðdegis í dag. Fram kemur í tilkynningunni að miðað við þær mælingar og gögn sem liggja fyrir bendi ekkert til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þetta tekur Magnús Tumi undir. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé að fara að gerast,“ segir Magnús. Hann segir þó að ef gjósi á næstu vikum eða mánuðum sé það varla áhyggjuefni. Eldgos á Reykjanesskaga séu frekar lítil en þau geti hins vegar verið nálægt byggð. „Þetta eru flest hraungos en eru ekki stór. Þannig að lífshætta er varla fyrir hendi, ekki nema fólk fari of nálægt hrauninu. Við getum alveg ráðið við þetta og það byggir á því að við séum viðbúin og að kerfin séu í lagi. Þá getum við haldið áfram að gera það sem við þurfum að gera dags daglega,“ segir Magnús Tumi. Skjálfti að stærð 6,5 yrðu engar hamfarir Samkvæmt tilkynningu vísindaráðs er nú verið að horfa á tvær sviðsmyndir hvað framhaldið varðar. Annars vegar muni draga úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur eða hins vegar muni hrinan færast í aukana með stærri skjálftum sem geti orðið allt að 5,5-6,5 að stærð. „Sá möguleiki er fyrir hendi að það verði skjálftar á þessu svæði sem engir skjálftar hafa verið á í töluvert langan tíma og er kennt við Brennisteinsfjöll. Ef það gerðist gæti það verið skjálfti sem næði stærðinni 6 til 6,5 og fólk þarf að vera undir það búið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir þó að skjálfti af slíkri stærð yrðu engar hamfarir. „Þó að sá skjálfti kæmi væru það engar hamfarar. Hann yrði sterkari en sá sem við fengum í morgun og á miðvikudaginn en við erum ekki að horfa á nein stórslys. Húsin okkar þola þetta en við þurfum bara að vera búin undir þetta sjálf.“ Hann segir mikilvægast að fólk tryggi að innanstokksmunir séu öruggir og stórir og þungir skápar festir við vegg. Þá eigi fólk að passa að hafa ekki þunga hluti uppi á hillum, sérstaklega fyrir ofan rúm. „Langflest hús á Íslandi eru byggð þannig að þau eigi að standast þá hrinu sem nú gengur yfir. Lausir munir, hillur, skápar o.s.frv. geta farið af stað og valdið hættu ef ekki er rétt frá þeim gengið. Því er mikilvægt að huga að innanstokksmunum á heimilum og á vinnustöðum svo þeir valdi ekki slysum,“ segir í tilkynningu vísindaráðs. Þar kemur fram að áfram verði fylgst með framvindu mála og vísindaráð muni funda aftur í næstu viku.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55 Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28
Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19
Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55
Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent