Segir allt vera galopið í baráttunni um Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 13:30 Youri Tielemans og félagar í Leicester er í góðum málum í þriðja sætinu eins og er en hópurinn er þunnur og má ekki mikið við meiðslum. Getty/Michael Regan Englandsmeistarar Liverpool löguðu aðeins stöðu sína í ensku úrvalsdeildinni með sigri í gærkvöldi en þeir eru enn talsvert frá einu af „góðu sætunum“ í deildinni. Danny Murphy, sérfræðingur í Match of the day þættinum í breska ríkisútvarpinu, sér fyrir sér mikla spennu í baráttunni um farseðlana í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Murphy yfir stöðuna á toppi deildarinnar eftir leiki helgarinnar þar sem Manchester City jók forystu sína þar sem bæði Manchester United, Leicster City og West Ham töpuðu öll stigum. „Það er eins og titilbaráttan hafi klárast fyrir nokkrum vikum enda vinnur City alla leiki sína á meðan hin liðin eru að tapa stigum. City þurfti ekki einu sinni að spila vel til að vinna West Ham á laugardaginn. Nú eru þeir með tólf stiga forystu þegar bara tólf leikir eru eftir. Baráttan er því aðeins um hvaða þrjú lið fylgja City í Meistaradeildina,“ skrifaði Danny Murphy. "It would be a brilliant achievement if they were to stay inside that top four."@alanshearer and Danny Murphy discuss Leicester's injury problems... Watch #MOTD2 on @BBCOne and @BBCiPlayer: https://t.co/nWwetNiMnq pic.twitter.com/sudLYF5fyD— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2021 „Endspretturinn í deildinni verður mjög áhugaverður og allt er galopið þar,“ skrifaði Murphy. „Manchester United fékk á sig gagnrýni fyrir að sýna ekki nógu mikið hugrekki í leiknum á móti Chelsea en þökk sé stiginu á Brúnni þá er liðið hans Ole Gunnars Solskjær með sex stiga forskot á liðið í fimmta sæti. Þeir eru langlíklegastir til að taka annað sætið,“ skrifaði Murphy. „Ég held líka að Chelsea nái einu af fjórum efstu sætunum af því að þeir hafa mikla breidd og það er mjög erfitt að vinna þá síðan að Thomas Tuchel tók við. Þeir tapa bara ekki leikjum,“ skrifaði Murphy. „Fyrir utan þetta er erfitt að sjá fyrir sér hvernig þetta þróast. Leicester, Liverpool, West Ham og Everton telja sig öll eiga möguleika og þá eru Arsenal og Tottenham að nálgast þau eftir góð úrslit um helgina,“ skrifaði Murphy. „Á síðasta tímabili réðst það ekki fyrr en á lokadeginum hvaða lið enduðu í þriðja og fjórða sæti þar sem Manchester United og Chelsea höfðu betur í baráttunni við Leicester. Það lítur út fyrir að þetta verði alveg eins jafnt í ár,“ skrifaði Murphy. Það má lesa allan pistil Danny Murphy með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira
Danny Murphy, sérfræðingur í Match of the day þættinum í breska ríkisútvarpinu, sér fyrir sér mikla spennu í baráttunni um farseðlana í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Murphy yfir stöðuna á toppi deildarinnar eftir leiki helgarinnar þar sem Manchester City jók forystu sína þar sem bæði Manchester United, Leicster City og West Ham töpuðu öll stigum. „Það er eins og titilbaráttan hafi klárast fyrir nokkrum vikum enda vinnur City alla leiki sína á meðan hin liðin eru að tapa stigum. City þurfti ekki einu sinni að spila vel til að vinna West Ham á laugardaginn. Nú eru þeir með tólf stiga forystu þegar bara tólf leikir eru eftir. Baráttan er því aðeins um hvaða þrjú lið fylgja City í Meistaradeildina,“ skrifaði Danny Murphy. "It would be a brilliant achievement if they were to stay inside that top four."@alanshearer and Danny Murphy discuss Leicester's injury problems... Watch #MOTD2 on @BBCOne and @BBCiPlayer: https://t.co/nWwetNiMnq pic.twitter.com/sudLYF5fyD— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2021 „Endspretturinn í deildinni verður mjög áhugaverður og allt er galopið þar,“ skrifaði Murphy. „Manchester United fékk á sig gagnrýni fyrir að sýna ekki nógu mikið hugrekki í leiknum á móti Chelsea en þökk sé stiginu á Brúnni þá er liðið hans Ole Gunnars Solskjær með sex stiga forskot á liðið í fimmta sæti. Þeir eru langlíklegastir til að taka annað sætið,“ skrifaði Murphy. „Ég held líka að Chelsea nái einu af fjórum efstu sætunum af því að þeir hafa mikla breidd og það er mjög erfitt að vinna þá síðan að Thomas Tuchel tók við. Þeir tapa bara ekki leikjum,“ skrifaði Murphy. „Fyrir utan þetta er erfitt að sjá fyrir sér hvernig þetta þróast. Leicester, Liverpool, West Ham og Everton telja sig öll eiga möguleika og þá eru Arsenal og Tottenham að nálgast þau eftir góð úrslit um helgina,“ skrifaði Murphy. „Á síðasta tímabili réðst það ekki fyrr en á lokadeginum hvaða lið enduðu í þriðja og fjórða sæti þar sem Manchester United og Chelsea höfðu betur í baráttunni við Leicester. Það lítur út fyrir að þetta verði alveg eins jafnt í ár,“ skrifaði Murphy. Það má lesa allan pistil Danny Murphy með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira