„Þetta lúrir alltaf yfir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 10:29 Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi á dögunum. Fundirnir hafa undanfarna mánuði verið tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, en verða nú framvegis aðeins á fimmtudögum. Það er því enginn upplýsingafundur í dag. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi á hverjum tíma sífellt í endurskoðun. Núverandi reglur tóku gildi í liðinni viku og gilda til og með 17. mars. Afar fáir hafa greinst með kórónuveiruna undanfarið og þarf að fara mánuð aftur í tímann, eða til 1. febrúar, til að finna innanlandssmit utan sóttkvíar. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var hann spurður hvort hann væri farinn að velta fyrir sér frekari tilslökunum. Reglurnar kveða á um 50 manna fjöldatakmörkun, tveggja metra reglu og grímunotkun, til dæmis í verslunum og almenningssamgöngum, en allt að 200 manns mega koma saman á viðburðum á borð við tónleika og leikrit auk þess sem áhorfendur eru leyfðir á íþróttakappleikjum. Þórólfur sagði ekki til neitt rétt eða rangt svar í því hvort og þá hvenær eigi að slaka á aðgerðum eða herða. Alltaf væri um mat að ræða en hann benti á að verið væri að greina einstaklinga með veiruna sem hefðu ekki veikst. „Það kom upp núna tvívegis að fólk sem er að fá sér vottorð til að fara erlendis það greinist með veiruna, þá er það spurningin er það ný eða gömul sýking og svo framvegis. Þannig að þetta lúrir alltaf yfir, að það sé eitthvað þarna inni sem að getur blossað upp með miklum tilslökunum. Það sáum við þegar önnur og sérstaklega þriðja bylgjan byrjaði. Þetta byrjaði mjög hægt og svo eftir viku var þetta komið bara upp í tugina. Við reynum að láta þá reynslu aðeins okkur að kenningu verða. Þannig að við erum að reyna að fara varlega en við erum alltaf að endurskoða þetta og þetta er í sífelldri endurskoðun. Núverandi reglugerð gildir í þrjár vikur þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverjum mjög miklu,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað það þýddi að vera annað hvort með gamla eða nýja sýkingu sagði Þórólfur veiruna geta verið í nefkokinu og nefinu á manni í nokkrar vikur þótt maður væri orðinn ónæmur og kannski hættur að smita, búinn að mynda mótefni og svo framvegis. Prófið greinir veiruna hins vegar áfram og er þá til að mynda gerð mótefnamæling til að skera úr um hvort er um að ræða nýja eða gamla sýkingu. Skilur sjónarmið Icelandair en spyr hverjir eigi þá að fara aftar í röðina Þá var Þórólfur einnig spurður út málefni flugliða Icelandair sem fjallað var um í Morgunblaðinu í morgun. Fram kom í blaðinu að flugfélagið hefði sótt um að framlínustarfsfólk þeirra, til dæmis flugfreyjur og flugmenn, fengi að fara framar í forgangsröðina varðandi bólusetningu gegn Covid-19. Beiðninni hefði hins vegar verið synjað hjá embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytinu. Þórólfur sagði fjölmarga aðila hafa bent á að þeir ættu að vera framar en aðrir í forgangsröðuninni. „Og þá höfum við sagt „En hverjir eiga þá að fara neðar á listann?“ Ef allir ætla að troða sér framar á listann hverjir eiga þá að fara niður? Núna erum við að reyna að klára þessa elstu aldurshópa sem fara langverst út úr þessari sýkingu, dánartölurnar eru langsamlega hæstar hjá þessum hópum og þessu fólki sem er í kringum þessa veiku einstaklinga, í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, þannig að við erum að reyna að vernda þessa hópa. Það eru margir sem eru að fara erlendis. það eru ekki bara þeir sem eru að vinna í fluginu, það er fullt af öðrum hópum, fólki, sem er að vinna erlendis sem telur sig eiga að vera framar þannig að þetta er þessi eilífðarbarátta fyrir því að reyna að hafa hlutina í fókus. Auðvitað skil ég þeirra sjónarmið en smit hjá þessu fólki hefur mjög fátítt þannig að þetta er ekki stór áhættuhópur,“ sagði Þórólfur í Bítinu en hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Afar fáir hafa greinst með kórónuveiruna undanfarið og þarf að fara mánuð aftur í tímann, eða til 1. febrúar, til að finna innanlandssmit utan sóttkvíar. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var hann spurður hvort hann væri farinn að velta fyrir sér frekari tilslökunum. Reglurnar kveða á um 50 manna fjöldatakmörkun, tveggja metra reglu og grímunotkun, til dæmis í verslunum og almenningssamgöngum, en allt að 200 manns mega koma saman á viðburðum á borð við tónleika og leikrit auk þess sem áhorfendur eru leyfðir á íþróttakappleikjum. Þórólfur sagði ekki til neitt rétt eða rangt svar í því hvort og þá hvenær eigi að slaka á aðgerðum eða herða. Alltaf væri um mat að ræða en hann benti á að verið væri að greina einstaklinga með veiruna sem hefðu ekki veikst. „Það kom upp núna tvívegis að fólk sem er að fá sér vottorð til að fara erlendis það greinist með veiruna, þá er það spurningin er það ný eða gömul sýking og svo framvegis. Þannig að þetta lúrir alltaf yfir, að það sé eitthvað þarna inni sem að getur blossað upp með miklum tilslökunum. Það sáum við þegar önnur og sérstaklega þriðja bylgjan byrjaði. Þetta byrjaði mjög hægt og svo eftir viku var þetta komið bara upp í tugina. Við reynum að láta þá reynslu aðeins okkur að kenningu verða. Þannig að við erum að reyna að fara varlega en við erum alltaf að endurskoða þetta og þetta er í sífelldri endurskoðun. Núverandi reglugerð gildir í þrjár vikur þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverjum mjög miklu,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað það þýddi að vera annað hvort með gamla eða nýja sýkingu sagði Þórólfur veiruna geta verið í nefkokinu og nefinu á manni í nokkrar vikur þótt maður væri orðinn ónæmur og kannski hættur að smita, búinn að mynda mótefni og svo framvegis. Prófið greinir veiruna hins vegar áfram og er þá til að mynda gerð mótefnamæling til að skera úr um hvort er um að ræða nýja eða gamla sýkingu. Skilur sjónarmið Icelandair en spyr hverjir eigi þá að fara aftar í röðina Þá var Þórólfur einnig spurður út málefni flugliða Icelandair sem fjallað var um í Morgunblaðinu í morgun. Fram kom í blaðinu að flugfélagið hefði sótt um að framlínustarfsfólk þeirra, til dæmis flugfreyjur og flugmenn, fengi að fara framar í forgangsröðina varðandi bólusetningu gegn Covid-19. Beiðninni hefði hins vegar verið synjað hjá embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytinu. Þórólfur sagði fjölmarga aðila hafa bent á að þeir ættu að vera framar en aðrir í forgangsröðuninni. „Og þá höfum við sagt „En hverjir eiga þá að fara neðar á listann?“ Ef allir ætla að troða sér framar á listann hverjir eiga þá að fara niður? Núna erum við að reyna að klára þessa elstu aldurshópa sem fara langverst út úr þessari sýkingu, dánartölurnar eru langsamlega hæstar hjá þessum hópum og þessu fólki sem er í kringum þessa veiku einstaklinga, í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, þannig að við erum að reyna að vernda þessa hópa. Það eru margir sem eru að fara erlendis. það eru ekki bara þeir sem eru að vinna í fluginu, það er fullt af öðrum hópum, fólki, sem er að vinna erlendis sem telur sig eiga að vera framar þannig að þetta er þessi eilífðarbarátta fyrir því að reyna að hafa hlutina í fókus. Auðvitað skil ég þeirra sjónarmið en smit hjá þessu fólki hefur mjög fátítt þannig að þetta er ekki stór áhættuhópur,“ sagði Þórólfur í Bítinu en hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira