Yfirmaður Íslendingaliðsins fór hamförum í viðtali eftir stórleikinn en sá svo að sér Anton Ingi Leifsson skrifar 2. mars 2021 07:00 Jacob Nielsen er framkvæmdastjóri AGF. Hann var ansi pirraður eftir stórleikinn gegn FCK á sunnudag. Lars Ronbog/Getty Jón Dagur Þorsteinsson og samherjar hans í AGF voru allt annað en sáttir við hvernig leikur þeirra gegn FCK endaði á sunnudaginn. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir VAR-atvik, eftir að leikurinn var blásinn af. AGF var 3-1 yfir í hálfleik en Mohamed Daramy minnkaði muninn í síðari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af, áður en VAR kíkti á mögulega vítaspyrnu. Það endaði með því að FCK fékk víti, Jonas Wind jafnaði og leik lokið. Árósarmenn voru ekki sáttir með þetta og umkringdu dómara leiksins ansi ósáttir við þetta en þessu var ekki breytt. Jacob Nielsen, framkvæmdastjóri AGF, blés út í viðtali við Canal 9 eftir leikinn. „Þetta er það sem maður getur búist við hérna. Núna höfum við prufað þettan nokkrum sinnum og þetta er ekki spurning hvort að það sé víti eða ekki,“ sagði hann og hélt áfram. „Hann er búinn að flauta leikinn af og núna hljóta einhverjir að skoða þetta og sjá hvort að þetta sé eftir reglunum.“ „Þeir eru góðir að hafa áhrif á dómarann og setja pressu á hann. Ég skil ekki af hverju það voru sex mínútur í uppbótartíma og svo spilum við sjö mínútur.“ Jacob Nielsen var ikke tilfreds med håndteringen af den kontroversielle VAR-episode i kampen mellem FCK og AGF's sidste minut 😬https://t.co/N0GGbjdkHh— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) February 28, 2021 „Við verðum bara viðurkenna að FCK eru góðir að fá dómarana með sér í lið og það er mjög pirrandi. Ég er ekki fyrsti sem segir þetta og við verðum bara læra að tækla þetta betur,“ sagði Jacob á sunnudaginn. Daginn eftir sá hann hins vegar að sér og bað FCK afsökunar. Hann sagði AGF myndi ekki ganga lengra í málinu og kæra leikinn eins og kom til tals strax eftir leikinn. FCK tók við afsökunarbeiðninni en bað þó menn að gæta orða sinna. „Við höfum samþykkt afsökunarbeiðnina og munum ekki ganga lengra með málið. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona er talað af fólki í Superligunni og okkur finnst þetta óafsakanlegt og ekki í boði. Þetta er skaðlegt fyrir deildina, leikina sem og dómarana,“ sagði FCK í yfirlýsingu. Kommentar til AGF-direktør Jacob Nielsens udtalelser efter søndagens opgør #fckagf #fcklive https://t.co/laGLfiOxZ6— F.C. København (@FCKobenhavn) March 1, 2021 Eins og áður segir lauk leiknum með 3-3 jafntefli. Jón Dagur spilaði í 68 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan FCK sem er í fjórða sætinu. AGF hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Jón Dagur leikur eins og áður segir með liðinu nú en Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson og fleiri hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina. Danski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
AGF var 3-1 yfir í hálfleik en Mohamed Daramy minnkaði muninn í síðari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af, áður en VAR kíkti á mögulega vítaspyrnu. Það endaði með því að FCK fékk víti, Jonas Wind jafnaði og leik lokið. Árósarmenn voru ekki sáttir með þetta og umkringdu dómara leiksins ansi ósáttir við þetta en þessu var ekki breytt. Jacob Nielsen, framkvæmdastjóri AGF, blés út í viðtali við Canal 9 eftir leikinn. „Þetta er það sem maður getur búist við hérna. Núna höfum við prufað þettan nokkrum sinnum og þetta er ekki spurning hvort að það sé víti eða ekki,“ sagði hann og hélt áfram. „Hann er búinn að flauta leikinn af og núna hljóta einhverjir að skoða þetta og sjá hvort að þetta sé eftir reglunum.“ „Þeir eru góðir að hafa áhrif á dómarann og setja pressu á hann. Ég skil ekki af hverju það voru sex mínútur í uppbótartíma og svo spilum við sjö mínútur.“ Jacob Nielsen var ikke tilfreds med håndteringen af den kontroversielle VAR-episode i kampen mellem FCK og AGF's sidste minut 😬https://t.co/N0GGbjdkHh— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) February 28, 2021 „Við verðum bara viðurkenna að FCK eru góðir að fá dómarana með sér í lið og það er mjög pirrandi. Ég er ekki fyrsti sem segir þetta og við verðum bara læra að tækla þetta betur,“ sagði Jacob á sunnudaginn. Daginn eftir sá hann hins vegar að sér og bað FCK afsökunar. Hann sagði AGF myndi ekki ganga lengra í málinu og kæra leikinn eins og kom til tals strax eftir leikinn. FCK tók við afsökunarbeiðninni en bað þó menn að gæta orða sinna. „Við höfum samþykkt afsökunarbeiðnina og munum ekki ganga lengra með málið. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona er talað af fólki í Superligunni og okkur finnst þetta óafsakanlegt og ekki í boði. Þetta er skaðlegt fyrir deildina, leikina sem og dómarana,“ sagði FCK í yfirlýsingu. Kommentar til AGF-direktør Jacob Nielsens udtalelser efter søndagens opgør #fckagf #fcklive https://t.co/laGLfiOxZ6— F.C. København (@FCKobenhavn) March 1, 2021 Eins og áður segir lauk leiknum með 3-3 jafntefli. Jón Dagur spilaði í 68 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan FCK sem er í fjórða sætinu. AGF hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Jón Dagur leikur eins og áður segir með liðinu nú en Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson og fleiri hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina.
Danski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira