Gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 14:01 Styrmir Snær Þrastarson hefur spilað vel með Þórsliðinu og sést hér skora á móti Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Þórsarar úr Þorlákshöfn hafa verið að gera frábæra hluti í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé. Þórsarar fá Njarðvík í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Þórsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og alls sex af síðustu sjö leikjum sínum. Eina tap liðsins frá og með 22. janúar síðastliðinn var í framlengingu á heimavelli á móti Tindastól. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna og fyrrverandi þjálfari Þórsliðsins, sótti þá tvö stig í sína heimabyggð. Sá leikur var enn eitt dæmið um það að Þórsurum gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína þegar þeir eru farnir til starfa annars staðar. Leikurinn á móti Tindastól á síðasta degi janúarmánaðar var sjötti leikurinn í röð í deildarkeppninni þar sem Þórsarar tapa á móti liði undir stjórn gamals þjálfara. Í kvöld eru Þórsarar í sömu slóðum því nú fá þeir Njarðvíkinga í heimsókn í Þorlákshöfn. Þjálfari Njarðvíkurliðsins er einmitt Einar Árni Jóhannsson sem þjálfaði Þórsarar í þrjú tímabil frá 2015 til 2018. Í viðbót við það er Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í vetur en hann var þjálfari Þórsara á síðasta tímabili. Einar Árni hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína á móti Þór síðan að hann hætti að þjálfa í Þorlákshöfn. Þórsarar hafa einu sinni unnið sinn gamla þjálfara í efstu deild en það var þegar þeir mættu Þórsurum frá Akureyri á heimavelli sínum tímabilið 2016-17. Benedikt Guðmundsson var þá þjálfari Akureyrar-Þórsara en hafði áður þjálfar í Þorlákshöfn í fimm tímabil þar af fjögur í efstu deild. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld því klukkan 20.15 verður sýnt beint frá leik Stjörnunnar og Tindastóls í Garðabænum. Útsendingin hefst klukkan 20.05. Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Þórsarar fá Njarðvík í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Þórsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og alls sex af síðustu sjö leikjum sínum. Eina tap liðsins frá og með 22. janúar síðastliðinn var í framlengingu á heimavelli á móti Tindastól. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna og fyrrverandi þjálfari Þórsliðsins, sótti þá tvö stig í sína heimabyggð. Sá leikur var enn eitt dæmið um það að Þórsurum gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína þegar þeir eru farnir til starfa annars staðar. Leikurinn á móti Tindastól á síðasta degi janúarmánaðar var sjötti leikurinn í röð í deildarkeppninni þar sem Þórsarar tapa á móti liði undir stjórn gamals þjálfara. Í kvöld eru Þórsarar í sömu slóðum því nú fá þeir Njarðvíkinga í heimsókn í Þorlákshöfn. Þjálfari Njarðvíkurliðsins er einmitt Einar Árni Jóhannsson sem þjálfaði Þórsarar í þrjú tímabil frá 2015 til 2018. Í viðbót við það er Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í vetur en hann var þjálfari Þórsara á síðasta tímabili. Einar Árni hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína á móti Þór síðan að hann hætti að þjálfa í Þorlákshöfn. Þórsarar hafa einu sinni unnið sinn gamla þjálfara í efstu deild en það var þegar þeir mættu Þórsurum frá Akureyri á heimavelli sínum tímabilið 2016-17. Benedikt Guðmundsson var þá þjálfari Akureyrar-Þórsara en hafði áður þjálfar í Þorlákshöfn í fimm tímabil þar af fjögur í efstu deild. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld því klukkan 20.15 verður sýnt beint frá leik Stjörnunnar og Tindastóls í Garðabænum. Útsendingin hefst klukkan 20.05. Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68)
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira