Fyrrverandi stjóri Newcastle og West Ham látinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 14:30 Glenn Roeder átti langan feril í fótboltanum. getty/Laurence Griffiths Glenn Roeder, fyrrverandi knattspyrnustjóri Newcastle United og West Ham United, lést í gær, 65 ára að aldri. Roader, sem var vel spilandi miðvörður, lék lengst af með QPR og Newcastle og var fyrirliði beggja liða. Hann var í liði QPR sem komst í úrslit ensku bikarkeppninnar 1982 en tapaði fyrir Tottenham í endurteknum leik. Roader lék sjö leiki fyrir enska B-landsliðið. Þjálfaraferilinn hófst hjá Gillingham þar sem hann var spilandi þjálfari. Roeder stýrði svo Watford í þrjú ár (1993-96) og var svo í þjálfaraliði Glenns Hoddle með enska landsliðið. Roeder tók við West Ham 2001 og undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001-02. Næsta tímabilið gekk ekki jafn vel og West Ham féll. Vorið 2003 greindist Roeder með heilaæxli og stýrði West Ham ekki í síðustu þremur leikjum tímabilsins. Hann var rekinn frá West Ham um haustið. We are deeply saddened to learn of the passing of our former manager Glenn Roeder at the age of 65. The thoughts of everyone at the Club are with Glenn s family and friends.Rest in peace, Glenn pic.twitter.com/hmlnzYkWtI— West Ham United (@WestHam) February 28, 2021 Roeder stýrði Newcastle á árunum 2006-07 og undir hans stjórn vann liðið InterToto bikarinn 2006. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player and manager, Glenn Roeder at the age of 65.The thoughts of everybody at #NUFC are with his family and friends. Rest in peace, Glenn. pic.twitter.com/Oo8JWIOhao— Newcastle United FC (@NUFC) February 28, 2021 Hann stýrði Norwich City í ensku B-deildinni 2007-09. Síðasta starf hans í fótboltanum var ráðgjafi knattspyrnustjóra hjá Stevenage. „Glenn var frábær náungi sem elskaði fótbolta og var mikill fjölskyldumaður,“ sagði Chris Waddle sem lék með Roeder hjá Newcastle. „Þú sérð á að viðbrögðunum hvað öllum fannst um hann. Hann var mikill fagmaður en hafði góðan húmor. Hann var einn af fyrstu vel spilandi miðvörðunum, ekki ósvipaður Rio Ferdinand. Hann vildi ekki bara standa í vörninni og skalla og hreinsa boltann í burtu. Hann vildi spila.“ Alan Shearer minntist líka Roeders í Match of the Day á BBC í gær. „Ég var heppinn að vinna með honum hjá Newcastle. Frábær leikmaður, fyrirliði og stjóri Newcastle. Umhyggjusamur og indæll. Frábær manneskja og mikill fagmaður sem verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur,“ sagði Shearer. "Caring, kind, considerate. A brilliant person."@alanshearer's tribute to Glenn Roeder. pic.twitter.com/7zuFcoTLHC— Match of the Day (@BBCMOTD) March 1, 2021 Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Roader, sem var vel spilandi miðvörður, lék lengst af með QPR og Newcastle og var fyrirliði beggja liða. Hann var í liði QPR sem komst í úrslit ensku bikarkeppninnar 1982 en tapaði fyrir Tottenham í endurteknum leik. Roader lék sjö leiki fyrir enska B-landsliðið. Þjálfaraferilinn hófst hjá Gillingham þar sem hann var spilandi þjálfari. Roeder stýrði svo Watford í þrjú ár (1993-96) og var svo í þjálfaraliði Glenns Hoddle með enska landsliðið. Roeder tók við West Ham 2001 og undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001-02. Næsta tímabilið gekk ekki jafn vel og West Ham féll. Vorið 2003 greindist Roeder með heilaæxli og stýrði West Ham ekki í síðustu þremur leikjum tímabilsins. Hann var rekinn frá West Ham um haustið. We are deeply saddened to learn of the passing of our former manager Glenn Roeder at the age of 65. The thoughts of everyone at the Club are with Glenn s family and friends.Rest in peace, Glenn pic.twitter.com/hmlnzYkWtI— West Ham United (@WestHam) February 28, 2021 Roeder stýrði Newcastle á árunum 2006-07 og undir hans stjórn vann liðið InterToto bikarinn 2006. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player and manager, Glenn Roeder at the age of 65.The thoughts of everybody at #NUFC are with his family and friends. Rest in peace, Glenn. pic.twitter.com/Oo8JWIOhao— Newcastle United FC (@NUFC) February 28, 2021 Hann stýrði Norwich City í ensku B-deildinni 2007-09. Síðasta starf hans í fótboltanum var ráðgjafi knattspyrnustjóra hjá Stevenage. „Glenn var frábær náungi sem elskaði fótbolta og var mikill fjölskyldumaður,“ sagði Chris Waddle sem lék með Roeder hjá Newcastle. „Þú sérð á að viðbrögðunum hvað öllum fannst um hann. Hann var mikill fagmaður en hafði góðan húmor. Hann var einn af fyrstu vel spilandi miðvörðunum, ekki ósvipaður Rio Ferdinand. Hann vildi ekki bara standa í vörninni og skalla og hreinsa boltann í burtu. Hann vildi spila.“ Alan Shearer minntist líka Roeders í Match of the Day á BBC í gær. „Ég var heppinn að vinna með honum hjá Newcastle. Frábær leikmaður, fyrirliði og stjóri Newcastle. Umhyggjusamur og indæll. Frábær manneskja og mikill fagmaður sem verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur,“ sagði Shearer. "Caring, kind, considerate. A brilliant person."@alanshearer's tribute to Glenn Roeder. pic.twitter.com/7zuFcoTLHC— Match of the Day (@BBCMOTD) March 1, 2021
Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira