Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 12:36 Látrabjarg er ein af Boeing MAX vélum Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. Félagið gerir þannig ráð fyrir að nýta allar flugvélategundir sínar í áætlunar- og fraktflugi framvegis, þ.e. Boeing 737 MAX, Boeing 757 og Boeing 767. Fyrst um sinn verða MAX vélarnar einungis tvær en gert er ráð fyrir að TF-ICO eða Búlandstindur fari einnig í loftið fljótlega. Vélunum tveimur var nýlega flogið hingað til lands eftir að hafa verið í geymslu á Spáni. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og víðar hafa nú aflétt kyrrsetningu vélanna eftir yfirgripsmikið endursamþykktarferli sem stóð yfir í á annað ár í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem rekja mátti til galla í stýrikerfi þeirra. Að ferlinu komu flugmálayfirvöld um allan heim, sérfræðingar frá Boeing og fjölmörgum flugfélögum, sem og óháðir sérfræðingar, svo sem frá NASA og bandaríska flughernum. „Gerðar hafa verið uppfærslur á vélunum sem tryggja öryggi þeirra, auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til þjálfunar flugmanna,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þar segir að mörg flugfélög hafi þegar tekið MAX vélarnar í notkun og flogið hátt í átta þúsund flug í áætlunarflugi síðan kyrrsetningu þeirra var aflétt. Flugfélög vestanhafs tóku vélarnar í notkun í lok síðasta árs en evrópsk flugfélög um miðjan febrúar á þessu ári. „Á liðnum vikum hefur verið unnið að undirbúningi hjá Icelandair fyrir endurkomu vélanna í flota félagsins. Flugvirkjar Icelandair vinna nú að uppfærslu vélanna í samræmi við kröfur flugmálayfirvalda. Þá stendur þjálfun flugmanna yfir í þjálfunarsetri félagsins í Hafnarfirði. Þjálfunin er bæði bókleg og í flughermi en Icelandair er eitt fárra flugfélaga í heiminum sem býr svo vel að eiga sérstakan Boeing 737 MAX flughermi. Að þessu loknu fara vélarnar í reynsluflug án farþega áður en þær verða formlega teknar í rekstur,“ segir í tilkynningunni. „Félagið leggur áherslu á góða upplýsingagjöf til viðskiptavina og gagnsæi og kemur gerð vélar sem flogið er með skýrt fram í bókunarferlinu fyrir hvert flug. Þeir sem þegar eiga bókun geta fundið þessar upplýsingar undir „Ferðin mín“ á vefsíðu félagsins. Icelandair mun sýna þeim farþegum skilning sem kjósa að ferðast með öðrum vélum fyrst um sinn með sveigjanlegum bókunarskilmálum sem verða í boði tímabundið. Hægt er að gera breytingar á bókun án auka kostnaðar séu viðkomandi skilmálar uppfylltir eða fá ferðainneign. Nánari upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar og það ferli sem hefur átt sér stað á liðnum mánuðum má finna á sérstakri upplýsingasíðu Icelandair um MAX vélarnar.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ánægjulegt að komið sé að því að taka 737 MAX vélarnar í notkun á ný. „Okkar færustu sérfræðingar, flugvirkjar og flugmenn, leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir áætlunarflug. Engin flugvélategund í sögunni hefur farið í gegnum jafn ítarlegt rannsóknar- og umbótaferli og við munum leggja okkur fram við að upplýsa farþega um öryggi vélanna. Ég bind miklar vonir við MAX vélarnar – þær eru hagkvæmari og umhverfisvænni kostur og koma til með að efla leiðakerfi Icelandair, viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“ Icelandair Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Félagið gerir þannig ráð fyrir að nýta allar flugvélategundir sínar í áætlunar- og fraktflugi framvegis, þ.e. Boeing 737 MAX, Boeing 757 og Boeing 767. Fyrst um sinn verða MAX vélarnar einungis tvær en gert er ráð fyrir að TF-ICO eða Búlandstindur fari einnig í loftið fljótlega. Vélunum tveimur var nýlega flogið hingað til lands eftir að hafa verið í geymslu á Spáni. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og víðar hafa nú aflétt kyrrsetningu vélanna eftir yfirgripsmikið endursamþykktarferli sem stóð yfir í á annað ár í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem rekja mátti til galla í stýrikerfi þeirra. Að ferlinu komu flugmálayfirvöld um allan heim, sérfræðingar frá Boeing og fjölmörgum flugfélögum, sem og óháðir sérfræðingar, svo sem frá NASA og bandaríska flughernum. „Gerðar hafa verið uppfærslur á vélunum sem tryggja öryggi þeirra, auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til þjálfunar flugmanna,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þar segir að mörg flugfélög hafi þegar tekið MAX vélarnar í notkun og flogið hátt í átta þúsund flug í áætlunarflugi síðan kyrrsetningu þeirra var aflétt. Flugfélög vestanhafs tóku vélarnar í notkun í lok síðasta árs en evrópsk flugfélög um miðjan febrúar á þessu ári. „Á liðnum vikum hefur verið unnið að undirbúningi hjá Icelandair fyrir endurkomu vélanna í flota félagsins. Flugvirkjar Icelandair vinna nú að uppfærslu vélanna í samræmi við kröfur flugmálayfirvalda. Þá stendur þjálfun flugmanna yfir í þjálfunarsetri félagsins í Hafnarfirði. Þjálfunin er bæði bókleg og í flughermi en Icelandair er eitt fárra flugfélaga í heiminum sem býr svo vel að eiga sérstakan Boeing 737 MAX flughermi. Að þessu loknu fara vélarnar í reynsluflug án farþega áður en þær verða formlega teknar í rekstur,“ segir í tilkynningunni. „Félagið leggur áherslu á góða upplýsingagjöf til viðskiptavina og gagnsæi og kemur gerð vélar sem flogið er með skýrt fram í bókunarferlinu fyrir hvert flug. Þeir sem þegar eiga bókun geta fundið þessar upplýsingar undir „Ferðin mín“ á vefsíðu félagsins. Icelandair mun sýna þeim farþegum skilning sem kjósa að ferðast með öðrum vélum fyrst um sinn með sveigjanlegum bókunarskilmálum sem verða í boði tímabundið. Hægt er að gera breytingar á bókun án auka kostnaðar séu viðkomandi skilmálar uppfylltir eða fá ferðainneign. Nánari upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar og það ferli sem hefur átt sér stað á liðnum mánuðum má finna á sérstakri upplýsingasíðu Icelandair um MAX vélarnar.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ánægjulegt að komið sé að því að taka 737 MAX vélarnar í notkun á ný. „Okkar færustu sérfræðingar, flugvirkjar og flugmenn, leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir áætlunarflug. Engin flugvélategund í sögunni hefur farið í gegnum jafn ítarlegt rannsóknar- og umbótaferli og við munum leggja okkur fram við að upplýsa farþega um öryggi vélanna. Ég bind miklar vonir við MAX vélarnar – þær eru hagkvæmari og umhverfisvænni kostur og koma til með að efla leiðakerfi Icelandair, viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira