Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 13:03 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í leikhúsi í síðasta mánuði. Bólusetningar hafa gert ríkisstjórn landsins kleift að draga töluvert úr samkomutakmörkunum í Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. Netanjahú tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að senda bóluefni til annarra ríkja, án þess að nefna þau. Fjölmiðlar í landinu hafa sagt að þar sé um að ræða ríki sem hafi stutt kröfu Ísraels um að hin umdeilda borg Jerúsalem væri höfuðborg ríkisins. Sú yfirlýsing olli miklu fjaðrafoki í Ísrael. Áætlunin var stöðvuð en þá höfðu þúsundir skammta verið sendir til Hondúras og jafnvel Tékklands, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels.AP/Ariel Schalit Mandelblit sendi bréf í dag til þjóðaröryggisráðgjafa Ísraels um að forsætisráðherrann hefði átt að ráðfæra sig við aðra ráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bréfið var opinberað af dómsmálaráðuneytinu. Þar segir dómsmálaráðherrann að hann hafi ekki verið spurður um það hvort að Netanjahú gæti samkvæmt lögum sent skammta úr landi og að hann hefði ekki fengið neinar áætlanir varðandi þessar sendingar varðandi það hverjir tækju við þeim, hvað Ísrael fengi fyrir þær og svo framvegis. Mandelblit sagði að um ríkiseigur væri að ræða og því þyrfti að fylgja lögum varðandi sölu þeirra, samkvæmt frétt Times of Israel. Lögum yrði að fylgja frá upphafi til enda og málið yrði að ræða innan utanríkis- og fjármálaráðuneyta fyrst. Netanjahú gerði samkomulag við lyfjafyrirtækið Pfizer í fyrra, sem er ekki ósvipað því að Íslendingar reyndu að gera. Það tryggði Ísraelum næga skammta af bóluefni til að bólusetja alla íbúa, eldri en sextán ára, og hét Netanjahú að bólusetningum yrði lokið fyrir lok marsmánaðar. 4,7 milljónir íbúa, af 9,3 milljónum, hafa fengið fyrri skammt bóluefnisins og 3,4 milljónir þann seinni. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Netanjahú tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að senda bóluefni til annarra ríkja, án þess að nefna þau. Fjölmiðlar í landinu hafa sagt að þar sé um að ræða ríki sem hafi stutt kröfu Ísraels um að hin umdeilda borg Jerúsalem væri höfuðborg ríkisins. Sú yfirlýsing olli miklu fjaðrafoki í Ísrael. Áætlunin var stöðvuð en þá höfðu þúsundir skammta verið sendir til Hondúras og jafnvel Tékklands, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels.AP/Ariel Schalit Mandelblit sendi bréf í dag til þjóðaröryggisráðgjafa Ísraels um að forsætisráðherrann hefði átt að ráðfæra sig við aðra ráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bréfið var opinberað af dómsmálaráðuneytinu. Þar segir dómsmálaráðherrann að hann hafi ekki verið spurður um það hvort að Netanjahú gæti samkvæmt lögum sent skammta úr landi og að hann hefði ekki fengið neinar áætlanir varðandi þessar sendingar varðandi það hverjir tækju við þeim, hvað Ísrael fengi fyrir þær og svo framvegis. Mandelblit sagði að um ríkiseigur væri að ræða og því þyrfti að fylgja lögum varðandi sölu þeirra, samkvæmt frétt Times of Israel. Lögum yrði að fylgja frá upphafi til enda og málið yrði að ræða innan utanríkis- og fjármálaráðuneyta fyrst. Netanjahú gerði samkomulag við lyfjafyrirtækið Pfizer í fyrra, sem er ekki ósvipað því að Íslendingar reyndu að gera. Það tryggði Ísraelum næga skammta af bóluefni til að bólusetja alla íbúa, eldri en sextán ára, og hét Netanjahú að bólusetningum yrði lokið fyrir lok marsmánaðar. 4,7 milljónir íbúa, af 9,3 milljónum, hafa fengið fyrri skammt bóluefnisins og 3,4 milljónir þann seinni.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43
Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02
Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50