Jarðskjálfti 8 að stærð á Nýja-Sjáland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 20:39 Upptök skjálftans voru úti fyrir ströndum Nýja-Sjálands. Getty/Matthew Williams-Ellis/Universal Images Group Jarðskjálfti sem mældist 8 að stærð reið yfir úti fyrir norðurströndum Nýja-Sjálands nú fyrir stundu, eða að morgni föstudags að staðartíma. Þetta er þriðji stóri skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í dag en sá fyrsti mældist 7,2 að stærð um klukkan hálf þrjú að nóttu að staðartíma. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftanna. Íbúar sem búa nærri strandlengjunni á Norður-Eyju Nýja-Sjálands eru hvattir til að forða sér hið snarasta hærra upp á land og rýming hefur verið fyrirskipuð á skilgreindum hættusvæðum vegna flóðbylgju. Enn sem komið er hafa ekki borist tilkynningar um tjón eða slys á fólki vegna jarðskjálftanna að því er fram kemur í frétt Guardian. Fyrsti skjálftinn vakti þúsundir íbúa Nýja-Sjálands upp af værum svefni og fannst mörgum sem skjálftinn hafi varað í um eina mínútu að því er fram kemur í umfjöllun nýsjálenska miðilsins New Zealand Herald. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. „Þetta er sá stærsti sem ég hef nokkurn tímann fundið. Hann hélt endalaust áfram. Ég bý gömlu steinhúsi og ég vissi ekki hvar ég ætti að standa vegna þess að það er allt úr grjóti,“ er haft eftir Helen Bint, íbúa á Chatham-eyju. TSUNAMI WARNING issued following Kermadecs earthquake. People near coast from the BAY OF ISLANDS to WHANGAREI, from MATATA to TOLAGA BAY, and GREAT BARRIER ISLAND must MOVE IMMEDIATELY to nearest high ground, out of all tsunami evacuation zones, or as far inland as possible— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) March 4, 2021 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tjáir sig um skjálftana á Instagram þar sem hún segist vona að allir séu heilir á húfi. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) Fréttin hefur verið uppfærð. Nýja-Sjáland Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Íbúar sem búa nærri strandlengjunni á Norður-Eyju Nýja-Sjálands eru hvattir til að forða sér hið snarasta hærra upp á land og rýming hefur verið fyrirskipuð á skilgreindum hættusvæðum vegna flóðbylgju. Enn sem komið er hafa ekki borist tilkynningar um tjón eða slys á fólki vegna jarðskjálftanna að því er fram kemur í frétt Guardian. Fyrsti skjálftinn vakti þúsundir íbúa Nýja-Sjálands upp af værum svefni og fannst mörgum sem skjálftinn hafi varað í um eina mínútu að því er fram kemur í umfjöllun nýsjálenska miðilsins New Zealand Herald. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. „Þetta er sá stærsti sem ég hef nokkurn tímann fundið. Hann hélt endalaust áfram. Ég bý gömlu steinhúsi og ég vissi ekki hvar ég ætti að standa vegna þess að það er allt úr grjóti,“ er haft eftir Helen Bint, íbúa á Chatham-eyju. TSUNAMI WARNING issued following Kermadecs earthquake. People near coast from the BAY OF ISLANDS to WHANGAREI, from MATATA to TOLAGA BAY, and GREAT BARRIER ISLAND must MOVE IMMEDIATELY to nearest high ground, out of all tsunami evacuation zones, or as far inland as possible— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) March 4, 2021 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tjáir sig um skjálftana á Instagram þar sem hún segist vona að allir séu heilir á húfi. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) Fréttin hefur verið uppfærð.
Nýja-Sjáland Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira