„Fótboltaáhugamenn á Íslandi halda með Rúnari Alex“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 12:30 Rúnar Alex Rúnarsson með Ainsley Maitland-Niles fyrir leik Arsenal á móti Manchester City í enska deildabikarnum í vetur. Getty/David Price Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þeir ræddu meðal annars íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og þá sérstaklega markmannsstöðuna. Næsta undankeppni, fyrir HM 2022, hefst seinna í þessum mánuði þar sem íslensku strákarnir spila þrjá útileiki á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Nú er ein af spurningunum hver verði í marki íslenska liðsins í þessum leikjum. Mun Hannes Þór Halldórsson halda áfram og halda sæti sínu í byrjunarliðinu eða er kannski kominn tími á Rúnar Alex Rúnarsson sem spilar með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Kjartan Atli Kjartansson er mikill Rúnars Alex maður og finnst hann jafnvel fá ósanngjarna gagnrýni eins langt og það þær hjá íslenskum landsliðsmönnum. „Mér finnst vera minni vikmörk fyrir Rúnari að gera mistök. Við fyrirgefum Hannesi meira, bara svona inn í hjarta okkar, af því að við höfum séð hvað hann hefur gert. Ég er mjög spenntur fyrir Rúnari Alex,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Rúnar Alex er ofboðslega spennandi markvörður og hann er að æfa með Arsenal þótt að hann sé ekki alltaf að spila. Hann hefur spilað nokkra leiki á þessu tímabili og þetta er Arsenal,“ sagði Kjartan Atli. „Finnst þér vera lítil þolinmæði gagnvart honum og finnst þér hann fá á baukinn ef hann gerir eitthvað,“ spurði þá Atli Viðar Björnsson. Kjartan Atli kom með dæmi um mistök hjá Hannesi þar sem Rúnar Alex hefði fengið harðari gagnrýni. „Ég upplifi það eins og að Rúnar megi gera færri mistök,“ sagði Kjartan Atli. „Ég er ekki alveg sammála. Mér finnst fótboltaáhugamenn á Íslandi halda rosalega með Rúnari Alex og séu að bíða eftir honum. Mér finnst því menn vera tilbúnir að sýna honum smá þolinmæði, gefa honum leiki og gefa honum leyfi til að gera örfá mistök,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst menn vera dálítið að bíða eftir því að Rúnar Alex taki skrefið, verði tilbúinn og verði síðan markmaður liðsins næstu tíu árin,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Næsta undankeppni, fyrir HM 2022, hefst seinna í þessum mánuði þar sem íslensku strákarnir spila þrjá útileiki á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Nú er ein af spurningunum hver verði í marki íslenska liðsins í þessum leikjum. Mun Hannes Þór Halldórsson halda áfram og halda sæti sínu í byrjunarliðinu eða er kannski kominn tími á Rúnar Alex Rúnarsson sem spilar með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Kjartan Atli Kjartansson er mikill Rúnars Alex maður og finnst hann jafnvel fá ósanngjarna gagnrýni eins langt og það þær hjá íslenskum landsliðsmönnum. „Mér finnst vera minni vikmörk fyrir Rúnari að gera mistök. Við fyrirgefum Hannesi meira, bara svona inn í hjarta okkar, af því að við höfum séð hvað hann hefur gert. Ég er mjög spenntur fyrir Rúnari Alex,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Rúnar Alex er ofboðslega spennandi markvörður og hann er að æfa með Arsenal þótt að hann sé ekki alltaf að spila. Hann hefur spilað nokkra leiki á þessu tímabili og þetta er Arsenal,“ sagði Kjartan Atli. „Finnst þér vera lítil þolinmæði gagnvart honum og finnst þér hann fá á baukinn ef hann gerir eitthvað,“ spurði þá Atli Viðar Björnsson. Kjartan Atli kom með dæmi um mistök hjá Hannesi þar sem Rúnar Alex hefði fengið harðari gagnrýni. „Ég upplifi það eins og að Rúnar megi gera færri mistök,“ sagði Kjartan Atli. „Ég er ekki alveg sammála. Mér finnst fótboltaáhugamenn á Íslandi halda rosalega með Rúnari Alex og séu að bíða eftir honum. Mér finnst því menn vera tilbúnir að sýna honum smá þolinmæði, gefa honum leiki og gefa honum leyfi til að gera örfá mistök,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst menn vera dálítið að bíða eftir því að Rúnar Alex taki skrefið, verði tilbúinn og verði síðan markmaður liðsins næstu tíu árin,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti