Dauðsföll ná nýjum hæðum og Bolsonaro segir fólki að hætta að væla Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 10:34 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldurs nýju kórónuveirunnar. EPA/Joedson Alves Dauðsföll vegna Covid-19 hafa náð nýjum hæðum í Brasilíu. Undanfarna tvo daga hefur metfjöldi fólks dáið vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur og í gærkvöldi sagði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fólki að hætta að væla. Þegar kemur að dauðsföllum í Brasilíu hafa rúmlega 260 þúsund manns dáið, svo vitað sé. Í gær var opinberað að 1.910 hefðu dáið á milli daga í Brasilíu en ekki höfðu fleiri dáið á einum degi síðan í júlí. Eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, þar sem talan er rúmlega 520 þúsund, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans en þær byggja á opinberum tölum. Gífurlegt álag á sjúkrahúsum Faraldurinn er þó í rénum í Bandaríkjunum og hefur smituðum farið fækkandi dag frá dagi. Staðan er ekki þannig í Brasilíu og samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn orðið gífurlega mikið. Heilbrigðisráðherrar einstakra ríkja Brasilíu hafa kallað eftir og beitt umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum þar sem þeir geta. Fólk á götum Sao Paulo þar sem búið er að grípa til hertra sóttvarna.EPA/Sebastiao Moreira Ráðamenn í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, Sao Paulo og Rio de Janeiro hafa tilkynnt samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn hafa sérstakar áhyggjur af nýju afbrigði veirunnar sem virðist smitast auðveldar á milli fólks og jafnvel geta smitað fólk sem hefur smitast áður, samkvæmt frétt Reuters frá því í gær. Brást pirraður við Bolsonaro brást pirraður við þeim aðgerðum í ræðu í gær þar sem hann sagði fólki að hætta að væla. „Hversu lengi mun þetta væl halda áfram? Hversu lengi er hægt að vera heima hjá sér og loka öllu? Það þolir þetta enginn lengur,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann bætti við að hann væri sorgmæddur yfir dauðsföllum en þörf væri á lausnum. Fjöldi þeirra sem deyja vegna Covid-19 hefur fverið að aukast í Brasilíu.EPA/RAPHAEL ALVES Ríkisstjórar og læknar í Brasilíu hafa ítrekað sakað alríkisstjórn Bolsonaro um slæm viðbrögð við faraldrinum og að hafa ekki haldið rétt á spöðunum. Sjálfur hefur forsetinn ítrekað dregið úr alvarleika faraldursins og staðið gegn sóttvarnaraðgerðum. Þrátt fyrir það er Bolsonaro tiltölulega vinsæll í Brasilíu og hefur það að miklu leyti verið rakið til neyðarpakka sem samþykktur var í fyrra. Sá pakki sneri að því að almenningur fékk greiðslur úr ríkissjóði og stendur til að framlengja þær greiðslur á þessu ári. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Þegar kemur að dauðsföllum í Brasilíu hafa rúmlega 260 þúsund manns dáið, svo vitað sé. Í gær var opinberað að 1.910 hefðu dáið á milli daga í Brasilíu en ekki höfðu fleiri dáið á einum degi síðan í júlí. Eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, þar sem talan er rúmlega 520 þúsund, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans en þær byggja á opinberum tölum. Gífurlegt álag á sjúkrahúsum Faraldurinn er þó í rénum í Bandaríkjunum og hefur smituðum farið fækkandi dag frá dagi. Staðan er ekki þannig í Brasilíu og samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn orðið gífurlega mikið. Heilbrigðisráðherrar einstakra ríkja Brasilíu hafa kallað eftir og beitt umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum þar sem þeir geta. Fólk á götum Sao Paulo þar sem búið er að grípa til hertra sóttvarna.EPA/Sebastiao Moreira Ráðamenn í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, Sao Paulo og Rio de Janeiro hafa tilkynnt samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn hafa sérstakar áhyggjur af nýju afbrigði veirunnar sem virðist smitast auðveldar á milli fólks og jafnvel geta smitað fólk sem hefur smitast áður, samkvæmt frétt Reuters frá því í gær. Brást pirraður við Bolsonaro brást pirraður við þeim aðgerðum í ræðu í gær þar sem hann sagði fólki að hætta að væla. „Hversu lengi mun þetta væl halda áfram? Hversu lengi er hægt að vera heima hjá sér og loka öllu? Það þolir þetta enginn lengur,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann bætti við að hann væri sorgmæddur yfir dauðsföllum en þörf væri á lausnum. Fjöldi þeirra sem deyja vegna Covid-19 hefur fverið að aukast í Brasilíu.EPA/RAPHAEL ALVES Ríkisstjórar og læknar í Brasilíu hafa ítrekað sakað alríkisstjórn Bolsonaro um slæm viðbrögð við faraldrinum og að hafa ekki haldið rétt á spöðunum. Sjálfur hefur forsetinn ítrekað dregið úr alvarleika faraldursins og staðið gegn sóttvarnaraðgerðum. Þrátt fyrir það er Bolsonaro tiltölulega vinsæll í Brasilíu og hefur það að miklu leyti verið rakið til neyðarpakka sem samþykktur var í fyrra. Sá pakki sneri að því að almenningur fékk greiðslur úr ríkissjóði og stendur til að framlengja þær greiðslur á þessu ári.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19