Komu upp varaafli fyrir fjarskipti í Grindavík Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 20:33 Varaaflstöð við húsnæði björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík í rafmagnsleysi föstudaginn 5. mars 2021. Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur unnið með fleiri aðilum að því að koma varaafli á mikilvæga staði í bænum, þar á meðal fjarskiptainnviði, eftir að rafmagn fór af bænum um miðjan daginn. Rafmagn fór af öllum bænum klukkan 13:40 í dag. HS Veitur sögðu að rafmagn væri komið á helming bæjarins skömmu eftir klukkan sjö í kvöld en frekari fregnir hafa ekki borist af ástandi mála. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitin hafi verið kölluð út skömmu eftir að rafmagnið fór af bænum. Hún hafðist handa við að koma varafli á húsnæði björgunarsveitarinnar, sem hýsir meðal annars vettvangsstjórn og fulltrúa almannavarnardeildarinnar á svæðinu. Einnig var sjúkrabíllinn færður í húsnæði sveitarinnar. „Mikið átak hefur verið unnið í að efla varaafl á landinu eftir atburði undanfarinna fjórtán mánaða og hefur sérstök áhersla verið á að tryggja varaafl fyrir fjarskipainnviði. Því eru björgunarsveitir búnar að undirbúa þau verkefni vel og æfa reglulega, skamma stund tók að koma varafli á húsið og síðar var farið að vinna í því að tryggja varaafl fyrir mikilvæga fjarskiptainnviði á svæðinu í samstarfi við Neyðarlínuna,“ segir í tilkynningunni. Björgunarsveitarfólk kom einnig varaafli á dvalarheimili fyrir aldraða og verið er að undirbúa mögulega opnun fjöldahjálparstöðvar í Hópsskóla og hefur varafli einnig verið komið á skólann. Rafmagnsleysið kemur upp þegar grannt er enn fylgst með jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur á Reykjanesskaga. Vísindaráð almannavarna útilokar ekki að eldgos gæti hafist á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Grindavík Fjarskipti Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5. mars 2021 19:34 Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5. mars 2021 18:12 Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5. mars 2021 14:57 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Rafmagn fór af öllum bænum klukkan 13:40 í dag. HS Veitur sögðu að rafmagn væri komið á helming bæjarins skömmu eftir klukkan sjö í kvöld en frekari fregnir hafa ekki borist af ástandi mála. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitin hafi verið kölluð út skömmu eftir að rafmagnið fór af bænum. Hún hafðist handa við að koma varafli á húsnæði björgunarsveitarinnar, sem hýsir meðal annars vettvangsstjórn og fulltrúa almannavarnardeildarinnar á svæðinu. Einnig var sjúkrabíllinn færður í húsnæði sveitarinnar. „Mikið átak hefur verið unnið í að efla varaafl á landinu eftir atburði undanfarinna fjórtán mánaða og hefur sérstök áhersla verið á að tryggja varaafl fyrir fjarskipainnviði. Því eru björgunarsveitir búnar að undirbúa þau verkefni vel og æfa reglulega, skamma stund tók að koma varafli á húsið og síðar var farið að vinna í því að tryggja varaafl fyrir mikilvæga fjarskiptainnviði á svæðinu í samstarfi við Neyðarlínuna,“ segir í tilkynningunni. Björgunarsveitarfólk kom einnig varaafli á dvalarheimili fyrir aldraða og verið er að undirbúa mögulega opnun fjöldahjálparstöðvar í Hópsskóla og hefur varafli einnig verið komið á skólann. Rafmagnsleysið kemur upp þegar grannt er enn fylgst með jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur á Reykjanesskaga. Vísindaráð almannavarna útilokar ekki að eldgos gæti hafist á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis.
Grindavík Fjarskipti Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5. mars 2021 19:34 Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5. mars 2021 18:12 Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5. mars 2021 14:57 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5. mars 2021 19:34
Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5. mars 2021 18:12
Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5. mars 2021 14:57