Komu upp varaafli fyrir fjarskipti í Grindavík Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 20:33 Varaaflstöð við húsnæði björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík í rafmagnsleysi föstudaginn 5. mars 2021. Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur unnið með fleiri aðilum að því að koma varaafli á mikilvæga staði í bænum, þar á meðal fjarskiptainnviði, eftir að rafmagn fór af bænum um miðjan daginn. Rafmagn fór af öllum bænum klukkan 13:40 í dag. HS Veitur sögðu að rafmagn væri komið á helming bæjarins skömmu eftir klukkan sjö í kvöld en frekari fregnir hafa ekki borist af ástandi mála. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitin hafi verið kölluð út skömmu eftir að rafmagnið fór af bænum. Hún hafðist handa við að koma varafli á húsnæði björgunarsveitarinnar, sem hýsir meðal annars vettvangsstjórn og fulltrúa almannavarnardeildarinnar á svæðinu. Einnig var sjúkrabíllinn færður í húsnæði sveitarinnar. „Mikið átak hefur verið unnið í að efla varaafl á landinu eftir atburði undanfarinna fjórtán mánaða og hefur sérstök áhersla verið á að tryggja varaafl fyrir fjarskipainnviði. Því eru björgunarsveitir búnar að undirbúa þau verkefni vel og æfa reglulega, skamma stund tók að koma varafli á húsið og síðar var farið að vinna í því að tryggja varaafl fyrir mikilvæga fjarskiptainnviði á svæðinu í samstarfi við Neyðarlínuna,“ segir í tilkynningunni. Björgunarsveitarfólk kom einnig varaafli á dvalarheimili fyrir aldraða og verið er að undirbúa mögulega opnun fjöldahjálparstöðvar í Hópsskóla og hefur varafli einnig verið komið á skólann. Rafmagnsleysið kemur upp þegar grannt er enn fylgst með jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur á Reykjanesskaga. Vísindaráð almannavarna útilokar ekki að eldgos gæti hafist á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Grindavík Fjarskipti Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5. mars 2021 19:34 Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5. mars 2021 18:12 Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5. mars 2021 14:57 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Rafmagn fór af öllum bænum klukkan 13:40 í dag. HS Veitur sögðu að rafmagn væri komið á helming bæjarins skömmu eftir klukkan sjö í kvöld en frekari fregnir hafa ekki borist af ástandi mála. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitin hafi verið kölluð út skömmu eftir að rafmagnið fór af bænum. Hún hafðist handa við að koma varafli á húsnæði björgunarsveitarinnar, sem hýsir meðal annars vettvangsstjórn og fulltrúa almannavarnardeildarinnar á svæðinu. Einnig var sjúkrabíllinn færður í húsnæði sveitarinnar. „Mikið átak hefur verið unnið í að efla varaafl á landinu eftir atburði undanfarinna fjórtán mánaða og hefur sérstök áhersla verið á að tryggja varaafl fyrir fjarskipainnviði. Því eru björgunarsveitir búnar að undirbúa þau verkefni vel og æfa reglulega, skamma stund tók að koma varafli á húsið og síðar var farið að vinna í því að tryggja varaafl fyrir mikilvæga fjarskiptainnviði á svæðinu í samstarfi við Neyðarlínuna,“ segir í tilkynningunni. Björgunarsveitarfólk kom einnig varaafli á dvalarheimili fyrir aldraða og verið er að undirbúa mögulega opnun fjöldahjálparstöðvar í Hópsskóla og hefur varafli einnig verið komið á skólann. Rafmagnsleysið kemur upp þegar grannt er enn fylgst með jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur á Reykjanesskaga. Vísindaráð almannavarna útilokar ekki að eldgos gæti hafist á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis.
Grindavík Fjarskipti Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5. mars 2021 19:34 Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5. mars 2021 18:12 Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5. mars 2021 14:57 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5. mars 2021 19:34
Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5. mars 2021 18:12
Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5. mars 2021 14:57
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent