Um 1300 manns skráðir í skimun Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 10:58 Búast má við svipuðu álagi á heilsugæslunni í dag vegna skimana fyrir kórónuveirunni og var í þeim bylgjum faraldursins sem gengið hafa yfir síðasta árið. Vísir/Vilhelm Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar á meðal eru að öllum líkindum flestir ef ekki allir þeirra 800 gesta sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara, í Hörpu á föstudagskvöld. Á laugardag greindist starfsmaður Landspítalans með veiruna en hann hafði sótt umrædda tónleika kvöldið áður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir þann fjölda sem von er á í dag í sýnatöku heldur meiri en undanfarna daga. Álagið sé hins vegar viðráðanlegt og svolítið svipað og í þeim bylgjum smita sem gengið hafa yfir í faraldrinum hingað til. „Þannig að við ráðum vel við þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands. Sá smitaði sem starfar á Landspítalanum vinnur á göngudeild lyflækninga A3. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Starfsmaðurinn hafði ekki fengið bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild hefðu fengið bólusetningu. Þá hefðu ekki allir starfsmenn deildarinnar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkum á því að starfsfólk getið borið smit í sjúklinga. Aðspurð hvort borist hefði beiðni til heilsugæslunnar um að bólusetja fleiri starfsmenn spítalans í ljósi smitsins sem kom upp um helgina segir Ragnheiður: „Við höfum ekki fengið þá beiðni, nei, en munum alveg skoða það ef það kæmi til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Harpa Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Þar á meðal eru að öllum líkindum flestir ef ekki allir þeirra 800 gesta sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara, í Hörpu á föstudagskvöld. Á laugardag greindist starfsmaður Landspítalans með veiruna en hann hafði sótt umrædda tónleika kvöldið áður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir þann fjölda sem von er á í dag í sýnatöku heldur meiri en undanfarna daga. Álagið sé hins vegar viðráðanlegt og svolítið svipað og í þeim bylgjum smita sem gengið hafa yfir í faraldrinum hingað til. „Þannig að við ráðum vel við þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands. Sá smitaði sem starfar á Landspítalanum vinnur á göngudeild lyflækninga A3. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Starfsmaðurinn hafði ekki fengið bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild hefðu fengið bólusetningu. Þá hefðu ekki allir starfsmenn deildarinnar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkum á því að starfsfólk getið borið smit í sjúklinga. Aðspurð hvort borist hefði beiðni til heilsugæslunnar um að bólusetja fleiri starfsmenn spítalans í ljósi smitsins sem kom upp um helgina segir Ragnheiður: „Við höfum ekki fengið þá beiðni, nei, en munum alveg skoða það ef það kæmi til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Harpa Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira