Chelsea á fleygiferð undir stjórn Tuchels Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2021 19:52 Leikmenn Chelsea hafa spilað vel undir stjórn Tuchels og fljúga upp töfluna. Glyn Kirk/Getty Chelsea vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur á Everton á heimavelli í kvöld en Chelsea liðið hefur verið á góðu skriði síðan að Þjóðverjinn Thomas Tuchel tók við liðinu. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og var með fyrirliðabandið er Everton reyndi að sækja enn einn útisigurinn á leiktíðinni. Chelsea réð ferðinni í kvöld og fyrsta markið kom eftir þrjátíu mínútur. Fyrirgjöf Marcus Alonso rataði á Kai Havertz sem stýrði boltanum í Ben Godfrey, varnarmann Everton, og í netið. 9 - Only Maurizio Sarri (12 games with Chelsea in 2018-19) and Frank Clark (11 games with Nottingham Forest in 1994-95) have begun their Premier League managerial careers with a longer unbeaten run than Chelsea’s Thomas Tuchel (currently P9 W6 D3). Blue. #CHEEVE pic.twitter.com/98OXKUgHXe— OptaJoe (@OptaJoe) March 8, 2021 Skömmu síðar varði Jordan Pickford svo frábærlega frá áður nefndum Alonso en Richarlison fékk besta færi Everton í fyrri hálfleiknum er skot hans fór framhjá. 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Þeir tvöfölduðu svo forystuna á 65. mínútu. Jordan Pickford gerðist þá brotlegur innan vítateigs er hann tók Kai Havertz niður í teignum. Jorginho fór á punktinn og skoraði. Chelsea fékk færin til þess að bæta við fleiri mörkum en Pickford varði vel frá bæði Werner og og N'Golo Kante. Lokatölur 2-0. FT Chelsea 2-0 EvertonA Ben Godfrey own goal and a Jorginho penalty earn impressive Chelsea the three points.#bbcfootball #CHEEVE— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2021 Chelsea er eftir sigurinn í fjórða sæti deildarinnar með 50 stig en liðið er fjórum stigum frá Man. United sem er í öðru sætinu. Everton er sæti neðar með 46 stig. Everton á þó leik til góða á Chelsea sem og fleiri lið. Enski boltinn
Chelsea vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur á Everton á heimavelli í kvöld en Chelsea liðið hefur verið á góðu skriði síðan að Þjóðverjinn Thomas Tuchel tók við liðinu. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og var með fyrirliðabandið er Everton reyndi að sækja enn einn útisigurinn á leiktíðinni. Chelsea réð ferðinni í kvöld og fyrsta markið kom eftir þrjátíu mínútur. Fyrirgjöf Marcus Alonso rataði á Kai Havertz sem stýrði boltanum í Ben Godfrey, varnarmann Everton, og í netið. 9 - Only Maurizio Sarri (12 games with Chelsea in 2018-19) and Frank Clark (11 games with Nottingham Forest in 1994-95) have begun their Premier League managerial careers with a longer unbeaten run than Chelsea’s Thomas Tuchel (currently P9 W6 D3). Blue. #CHEEVE pic.twitter.com/98OXKUgHXe— OptaJoe (@OptaJoe) March 8, 2021 Skömmu síðar varði Jordan Pickford svo frábærlega frá áður nefndum Alonso en Richarlison fékk besta færi Everton í fyrri hálfleiknum er skot hans fór framhjá. 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Þeir tvöfölduðu svo forystuna á 65. mínútu. Jordan Pickford gerðist þá brotlegur innan vítateigs er hann tók Kai Havertz niður í teignum. Jorginho fór á punktinn og skoraði. Chelsea fékk færin til þess að bæta við fleiri mörkum en Pickford varði vel frá bæði Werner og og N'Golo Kante. Lokatölur 2-0. FT Chelsea 2-0 EvertonA Ben Godfrey own goal and a Jorginho penalty earn impressive Chelsea the three points.#bbcfootball #CHEEVE— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2021 Chelsea er eftir sigurinn í fjórða sæti deildarinnar með 50 stig en liðið er fjórum stigum frá Man. United sem er í öðru sætinu. Everton er sæti neðar með 46 stig. Everton á þó leik til góða á Chelsea sem og fleiri lið.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti