„Þetta er ekki lægð, þetta er hrun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 13:30 Liverpool er í miklum mótbyr þessa dagana. getty/Phil Noble Gary Neville segir að lið Liverpool sé hörmulegt að öllu leyti um þessar mundir og það hafi tapað öllu sem gerði það svo gott. Liverpool laut í lægra haldi fyrir Fulham, 0-1, í gær en þetta var sjötta tap liðsins á heimavelli í röð. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Liverpool. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool hefur verið algjörlega frábært og náð ótrúlegum hæðum og fyrir nokkrum vikum sagði ég að það væri eðlilegt að liðið dalaði aðeins og ég myndi fara varlega í að gagnrýna það,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þetta er fjórða árið og við gátum aldrei gert þetta á fjórða ári hjá United. Þá kom alltaf lægð en við lentum samt í 2. eða 3. sæti. Þetta er hrun, algjört hrun. Þeir eru hræðilegir að öllu leyti. Ég veit ekki hvað þetta er.“ Neville hefur trú á að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nái að snúa gengi Rauða hersins við en segir að það verði ekki auðvelt þar sem Evrópumótið fari fram í sumar og lykilmenn Liverpool fái því litla hvíld fyrir næsta tímabil. „Þeir eru ekkert að fara á taugum. Klopp hefur reynsluna og þekkinguna og veit að hann þarf bara að klára þetta tímabil. Svo þarf hann að berja í brestina. En svo hugsarðu um EM og leikmennirnir hans fá ekki mikla hvíld. En þeir þurfa að safna liði, standa saman og vonast til að þetta hafi ekki varanleg áhrif á sjálfstraustið. Þeir unnu Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, þetta er enn sami hópur,“ sagði Neville. „Í fótbolta er þetta aldrei eins slæmt og það virðist vera. Við svekkjum okkur alltaf og kveljum sjálfa okkur þegar við gerum mistök og þeir gera það núna. En þú afrekaðir ekki það sem þú gerðir án þess að vera með frábæra leikmenn og frábært lið. Þú kemst ekki í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni án þess að vera með stórkostlegt lið. En þetta er furðulegt.“ Næsti leikur Liverpool er gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Liverpool vann fyrri leik liðanna, sem var heimaleikur Leipzig, með tveimur mörkum gegn engu og er því í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslitin. Enski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30 Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
Liverpool laut í lægra haldi fyrir Fulham, 0-1, í gær en þetta var sjötta tap liðsins á heimavelli í röð. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Liverpool. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool hefur verið algjörlega frábært og náð ótrúlegum hæðum og fyrir nokkrum vikum sagði ég að það væri eðlilegt að liðið dalaði aðeins og ég myndi fara varlega í að gagnrýna það,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þetta er fjórða árið og við gátum aldrei gert þetta á fjórða ári hjá United. Þá kom alltaf lægð en við lentum samt í 2. eða 3. sæti. Þetta er hrun, algjört hrun. Þeir eru hræðilegir að öllu leyti. Ég veit ekki hvað þetta er.“ Neville hefur trú á að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nái að snúa gengi Rauða hersins við en segir að það verði ekki auðvelt þar sem Evrópumótið fari fram í sumar og lykilmenn Liverpool fái því litla hvíld fyrir næsta tímabil. „Þeir eru ekkert að fara á taugum. Klopp hefur reynsluna og þekkinguna og veit að hann þarf bara að klára þetta tímabil. Svo þarf hann að berja í brestina. En svo hugsarðu um EM og leikmennirnir hans fá ekki mikla hvíld. En þeir þurfa að safna liði, standa saman og vonast til að þetta hafi ekki varanleg áhrif á sjálfstraustið. Þeir unnu Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, þetta er enn sami hópur,“ sagði Neville. „Í fótbolta er þetta aldrei eins slæmt og það virðist vera. Við svekkjum okkur alltaf og kveljum sjálfa okkur þegar við gerum mistök og þeir gera það núna. En þú afrekaðir ekki það sem þú gerðir án þess að vera með frábæra leikmenn og frábært lið. Þú kemst ekki í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni án þess að vera með stórkostlegt lið. En þetta er furðulegt.“ Næsti leikur Liverpool er gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Liverpool vann fyrri leik liðanna, sem var heimaleikur Leipzig, með tveimur mörkum gegn engu og er því í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslitin.
Enski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30 Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30
Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56