Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 22:37 Viðtal Opruh við hjónin hefur vakið mikla athygli. Getty/Harpo Productions Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. Meghan var ómyrk í máli þegar hún talaði um andrúmsloftið sem ríkti innan konungsfjölskyldunnar, þá sérstaklega í kringum hana, sem fór að hennar sögn versnandi eftir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi aldrei beitt sér gegn óvægnum og rasískum umfjöllunum um hana í bresku pressunni og að á tímapunkti hafi hún verið í sjálfsvígshugleiðingum. Ummæli þeirra hjóna um umræður innan fjölskyldunnar um mögulegan húðlit Archie, sonar þeirra, hafa vakið mikla reiði. Meghan, sem er af blönduðum uppruna, segir meðlimi konungsfjölskyldunnar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því hversu dökkur hann gæti verið og „hvernig það myndi líta út“ þegar hún gekk með Archie. „Harry sagði mér frá þessu. Þetta voru samræður sem fjölskyldan átti við hann,“ sagði Meghan, sem neitaði að gefa upp hverjir áttu hlut að máli. „Það væri mjög skaðlegt fyrir þau.“ Í viðtali við CBS í morgun sagði Oprah að Harry hefði ekki gefið upp hverjir hefðu átt þessar samræður. Hann vildi samt að það kæmi skýrt fram að hvorki amma hans, Elísabet drottning, né afi hans Filippus hafi verið meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessu. „Hann sagði mér ekki hverjir það voru en hann vildi að ég vissi, og ef ég fengi tækifæri til þess að deila því, að það voru hvorki amma hans né afi sem tóku þátt í þeim umræðum.“ WATCH: @Oprah says “it was not his grandmother nor his grandfather” that were a part of the conversations about Prince Harry & Meghan's baby's skin color. #OprahMeghanHarry pic.twitter.com/LpPLmkUEFR— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 8, 2021 Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Meghan var ómyrk í máli þegar hún talaði um andrúmsloftið sem ríkti innan konungsfjölskyldunnar, þá sérstaklega í kringum hana, sem fór að hennar sögn versnandi eftir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi aldrei beitt sér gegn óvægnum og rasískum umfjöllunum um hana í bresku pressunni og að á tímapunkti hafi hún verið í sjálfsvígshugleiðingum. Ummæli þeirra hjóna um umræður innan fjölskyldunnar um mögulegan húðlit Archie, sonar þeirra, hafa vakið mikla reiði. Meghan, sem er af blönduðum uppruna, segir meðlimi konungsfjölskyldunnar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því hversu dökkur hann gæti verið og „hvernig það myndi líta út“ þegar hún gekk með Archie. „Harry sagði mér frá þessu. Þetta voru samræður sem fjölskyldan átti við hann,“ sagði Meghan, sem neitaði að gefa upp hverjir áttu hlut að máli. „Það væri mjög skaðlegt fyrir þau.“ Í viðtali við CBS í morgun sagði Oprah að Harry hefði ekki gefið upp hverjir hefðu átt þessar samræður. Hann vildi samt að það kæmi skýrt fram að hvorki amma hans, Elísabet drottning, né afi hans Filippus hafi verið meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessu. „Hann sagði mér ekki hverjir það voru en hann vildi að ég vissi, og ef ég fengi tækifæri til þess að deila því, að það voru hvorki amma hans né afi sem tóku þátt í þeim umræðum.“ WATCH: @Oprah says “it was not his grandmother nor his grandfather” that were a part of the conversations about Prince Harry & Meghan's baby's skin color. #OprahMeghanHarry pic.twitter.com/LpPLmkUEFR— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 8, 2021
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira