Bóluefni Pfizer virðist virka gegn brasilíska afbrigðinu Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2021 11:44 18.547 einstaklingar hafa ýmist lokið eða hafið bólusetningu hér á landi með bóluefni Pfizer og BioNTech. EPA Ný rannsókn bendir til að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 vinni gegn meira smitandi afbrigði kórónuveirunnar sem kennt hefur verið við Brasilíu. Niðurstöðurnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Þar segir að blóð sem tekið var úr bólusettum einstaklingum hafi óvirkjað breytta veiru sem bjó yfir sömu stökkbreytingum og finnast á broddprótíni afbrigðisins sem hefur verið nefnt P.1. Umræddar stökkbreytingar eru taldar gera veirunni kleift að smitast hraðar en flest önnur afbrigði. Pfizer, BioNTech og Texas-háskóli stóðu að baki rannsókninni og að sögn vísindamanna hefur bóluefnið álíka mikil áhrif á P.1 afbrigðið og önnur minna smitandi afbrigði veirunnar. Fregnunum ber að taka með þeim fyrirvara að ekki er um að ræða klíníska rannsókn sem gerð var á fólki heldur tilraun á rannsóknarstofu sem gefur þó vísbendingu um virkni bóluefnisins í mannslíkamanum. Virðist líka veita vernd gegn því breska og suður-afríska Niðurstöður fyrri rannsókna benda sömuleiðis til að bóluefni Pfizer og BioNTech óvirki afbrigði kórónuveirunnar sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku en þau virðast auk þess brasilíska vera meira smitandi en önnur. Pfizer hefur áður gefið út að fyrirtækið telji mjög líklegt að núverandi bóluefni sitt veiti vernd gegn suður-afríska afbrigðinu en niðurstöður hafa sýnt að það geti þó mögulega dregið úr magni mótefna sem verða til í kjölfar bólusetningar. Lyfjafyrirtækið hyggst annars vegar prófa nýja útgáfu bóluefnisins sem er þróað til höfuðs suður-afríska afbrigðinu og hins vegar að gefa einstaklingum þriðja skammtinn af núverandi bóluefni til að öðlast betri skilning á ónæmissvarinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að enginn hafi greinst með brasilíska afbrigði veirunnar hér landi en að einn hafi fundist með það suður-afríska. Þá höfðu níutíu greinst með breska afbrigðið á landamærunum og tuttugu innanlands. Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi greindist með breska afbrigðið á laugardag en umfangsmikil skimun fór í gang eftir að smitið kom upp. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Niðurstöðurnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Þar segir að blóð sem tekið var úr bólusettum einstaklingum hafi óvirkjað breytta veiru sem bjó yfir sömu stökkbreytingum og finnast á broddprótíni afbrigðisins sem hefur verið nefnt P.1. Umræddar stökkbreytingar eru taldar gera veirunni kleift að smitast hraðar en flest önnur afbrigði. Pfizer, BioNTech og Texas-háskóli stóðu að baki rannsókninni og að sögn vísindamanna hefur bóluefnið álíka mikil áhrif á P.1 afbrigðið og önnur minna smitandi afbrigði veirunnar. Fregnunum ber að taka með þeim fyrirvara að ekki er um að ræða klíníska rannsókn sem gerð var á fólki heldur tilraun á rannsóknarstofu sem gefur þó vísbendingu um virkni bóluefnisins í mannslíkamanum. Virðist líka veita vernd gegn því breska og suður-afríska Niðurstöður fyrri rannsókna benda sömuleiðis til að bóluefni Pfizer og BioNTech óvirki afbrigði kórónuveirunnar sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku en þau virðast auk þess brasilíska vera meira smitandi en önnur. Pfizer hefur áður gefið út að fyrirtækið telji mjög líklegt að núverandi bóluefni sitt veiti vernd gegn suður-afríska afbrigðinu en niðurstöður hafa sýnt að það geti þó mögulega dregið úr magni mótefna sem verða til í kjölfar bólusetningar. Lyfjafyrirtækið hyggst annars vegar prófa nýja útgáfu bóluefnisins sem er þróað til höfuðs suður-afríska afbrigðinu og hins vegar að gefa einstaklingum þriðja skammtinn af núverandi bóluefni til að öðlast betri skilning á ónæmissvarinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að enginn hafi greinst með brasilíska afbrigði veirunnar hér landi en að einn hafi fundist með það suður-afríska. Þá höfðu níutíu greinst með breska afbrigðið á landamærunum og tuttugu innanlands. Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi greindist með breska afbrigðið á laugardag en umfangsmikil skimun fór í gang eftir að smitið kom upp.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32