Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. mars 2021 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. Tveir greindust með veiruna innanlands um helgina. Þeir tengjast báðir einstaklingi sem kom til landsins í lok febrúar og greindist jákvæður í seinni landamæraskimun 4. mars. Sá var með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. Báðir sem greindust um helgina eru jafnframt með breska afbrigðið, samkvæmt niðurstöðum úr raðgreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þeir sem greindust í gær séu þannig líklega með breska afbrigðið. Annar þeirra er starfsmaður Hagkaups í Garðabæ, líkt og greint var frá í morgun. Niðurstöður úr raðgreiningu ættu að liggja fyrir í kvöld. „Þeir tveir sem greindust í gær utan sóttkvíar tengjast tilfelli sem greindist um helgina, þannig að þetta er sami hópurinn getum við sagt,“ segir Þórólfur. Hann er ekki með nákvæma tölu yfir það hversu margir hafa verið útsettir fyrir smiti vegna þessa. „En þetta er fljótt að vinda upp á sig og við ætlum að reyna að taka fast á þessu á þann máta að setja fleiri en færri í sóttkví og fá fólk í sýnatöku og svo framvegis. Þannig að við reynum að taka þetta eins alvarlega og hart á þessu eins og mögulegt er.“ Ánægjulegt að hægt sé að rekja smitin saman Þá hefur komið fram að annar þeirra sem greindist um helgina, sem starfar á Landspítala, fór á tónleika í Hörpu á föstudag. Allir sem voru á tónleikunum voru boðaðir í sýnatöku í gær en ekkert sýni hefur reynst jákvætt hingað til. Ekki heldur úr skimun á spítalanum. Alls voru fimmtán hundruð sýni greind í gær. „Og það greindust tveir. Það eru ekki margir, það er bara lágt hlutfall sem betur fer. En við vitum ekki hvað gerist. Við vitum að meðgöngutími sýkingarinnar er töluvert langur þannig að það getur tekið nokkra daga, það þyrfti ekki að koma á óvart að fleiri myndu greinast í dag eða á morgun og næstu daga sem hefðu smitast um síðustu helgi til dæmis,“ segir Þórólfur. „En við getum allavega rakið öll þessi smit saman, það er ánægjulegt. Ef við hefðum verið að finna fólk án nokkurrar tengingar, það hefði verið öllu alvarlegra.“ Óráðlegt að slaka mikið á Inntur eftir því hvort hann sé byrjaður að íhuga að herða á aðgerðum innanlands vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi segir Þórólfur svo ekki vera. Í það minnsta „ekkert alvarlega“. Þær aðgerðir sem nú eru í gildi gilda til 17. mars. „Ég þarf að skila minnisblaði núna í vikunni og auðvitað munu þessir atburðir marka mínar tillögur, hvernig það verður svo nákvæmlega er ég ekki tilbúinn að segja núna. Og það fer eftir því hvort eitthvað greinist í dag og á morgun. En mér sýnist nú á öllu að maður geti svosem sagt að það sé ekki ráðlegt að fara að slaka mikið á með þetta í farteskinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar. 9. mars 2021 10:42 Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. 8. mars 2021 19:59 „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Tveir greindust með veiruna innanlands um helgina. Þeir tengjast báðir einstaklingi sem kom til landsins í lok febrúar og greindist jákvæður í seinni landamæraskimun 4. mars. Sá var með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. Báðir sem greindust um helgina eru jafnframt með breska afbrigðið, samkvæmt niðurstöðum úr raðgreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þeir sem greindust í gær séu þannig líklega með breska afbrigðið. Annar þeirra er starfsmaður Hagkaups í Garðabæ, líkt og greint var frá í morgun. Niðurstöður úr raðgreiningu ættu að liggja fyrir í kvöld. „Þeir tveir sem greindust í gær utan sóttkvíar tengjast tilfelli sem greindist um helgina, þannig að þetta er sami hópurinn getum við sagt,“ segir Þórólfur. Hann er ekki með nákvæma tölu yfir það hversu margir hafa verið útsettir fyrir smiti vegna þessa. „En þetta er fljótt að vinda upp á sig og við ætlum að reyna að taka fast á þessu á þann máta að setja fleiri en færri í sóttkví og fá fólk í sýnatöku og svo framvegis. Þannig að við reynum að taka þetta eins alvarlega og hart á þessu eins og mögulegt er.“ Ánægjulegt að hægt sé að rekja smitin saman Þá hefur komið fram að annar þeirra sem greindist um helgina, sem starfar á Landspítala, fór á tónleika í Hörpu á föstudag. Allir sem voru á tónleikunum voru boðaðir í sýnatöku í gær en ekkert sýni hefur reynst jákvætt hingað til. Ekki heldur úr skimun á spítalanum. Alls voru fimmtán hundruð sýni greind í gær. „Og það greindust tveir. Það eru ekki margir, það er bara lágt hlutfall sem betur fer. En við vitum ekki hvað gerist. Við vitum að meðgöngutími sýkingarinnar er töluvert langur þannig að það getur tekið nokkra daga, það þyrfti ekki að koma á óvart að fleiri myndu greinast í dag eða á morgun og næstu daga sem hefðu smitast um síðustu helgi til dæmis,“ segir Þórólfur. „En við getum allavega rakið öll þessi smit saman, það er ánægjulegt. Ef við hefðum verið að finna fólk án nokkurrar tengingar, það hefði verið öllu alvarlegra.“ Óráðlegt að slaka mikið á Inntur eftir því hvort hann sé byrjaður að íhuga að herða á aðgerðum innanlands vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi segir Þórólfur svo ekki vera. Í það minnsta „ekkert alvarlega“. Þær aðgerðir sem nú eru í gildi gilda til 17. mars. „Ég þarf að skila minnisblaði núna í vikunni og auðvitað munu þessir atburðir marka mínar tillögur, hvernig það verður svo nákvæmlega er ég ekki tilbúinn að segja núna. Og það fer eftir því hvort eitthvað greinist í dag og á morgun. En mér sýnist nú á öllu að maður geti svosem sagt að það sé ekki ráðlegt að fara að slaka mikið á með þetta í farteskinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar. 9. mars 2021 10:42 Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. 8. mars 2021 19:59 „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Tveir greindust innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar. 9. mars 2021 10:42
Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. 8. mars 2021 19:59
„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26