Tónleikagestum boðið í aðra skimun á fimmtudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2021 18:49 Harpan, Harpa Vísir/Vilhelm Öllum gestum og starfsfólki á tónleikum í Hörpu á föstudaginn verður boðið í aðra skimun á fimmtudaginn. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis segir að skimunin sé varúðarráðstöfun og allir sem sóttu tónleika á föstudagskvöldið og störfuðu þar eru hvattir til að mæta. Viðkomandi eru einnig hvattir til að gæta vel að persónulegum smitvörnum og takmarka samskipti við aðra þar til niðurstaða liggur fyrir úr skimuninni á fimmtudaginn. Hægt er að skrá sig á Mínum síðum á heilsuveru.is og þar má finna sérstakan hnapp fyrir tónleikagesti undir „einkennasýnatöku“. Þeir sem ekki hafa rafræn skilríki eru beðnir að hafa samband við sína heilsugæslu eða Læknavaktina 1700. Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ hafa þurft að fara í sóttkví auk 28 gesta World Class í Laugum á föstudaginn og tíu starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu gestir World Class í sóttkví Tæplega 30 manns sem voru í líkamsrækt á föstudaginn hafa verið skikkaðir í sóttkví. 9. mars 2021 18:19 „Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári „Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 9. mars 2021 17:19 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis segir að skimunin sé varúðarráðstöfun og allir sem sóttu tónleika á föstudagskvöldið og störfuðu þar eru hvattir til að mæta. Viðkomandi eru einnig hvattir til að gæta vel að persónulegum smitvörnum og takmarka samskipti við aðra þar til niðurstaða liggur fyrir úr skimuninni á fimmtudaginn. Hægt er að skrá sig á Mínum síðum á heilsuveru.is og þar má finna sérstakan hnapp fyrir tónleikagesti undir „einkennasýnatöku“. Þeir sem ekki hafa rafræn skilríki eru beðnir að hafa samband við sína heilsugæslu eða Læknavaktina 1700. Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ hafa þurft að fara í sóttkví auk 28 gesta World Class í Laugum á föstudaginn og tíu starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu gestir World Class í sóttkví Tæplega 30 manns sem voru í líkamsrækt á föstudaginn hafa verið skikkaðir í sóttkví. 9. mars 2021 18:19 „Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári „Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 9. mars 2021 17:19 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Tæplega þrjátíu gestir World Class í sóttkví Tæplega 30 manns sem voru í líkamsrækt á föstudaginn hafa verið skikkaðir í sóttkví. 9. mars 2021 18:19
„Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári „Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 9. mars 2021 17:19
Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59
Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34
Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29