Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 14:47 Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns. Samsett Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá eru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þykja „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. „Hnoðað saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“ Þorbjörg segir frá því í pistli sínum í dag að fyrir rúmum ellefu árum, árið 2009, hafi hún verið beitt kynferðisofbeldi. Gerandinn hafi verið Bandaríkjamaður, sem hefði átt að fara úr landi innan við sólarhring eftir að hann var handtekinn. Hún kærði manninn sem úrskurðaður hafi verið í gæsluvarðhald og síðar í farbann. „Þrír dagar voru í áætluð málslok þegar gerandinn kærði farbannið. Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardómari, fær málið á borð til sín en aðrir dómarar voru Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson,“ skrifar Þorbjörg. Jón Steinar hafi þá „hnoðað saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“, þar sem fram hafi komið að ekki væri rökstuddur grunur fyrir hendi um að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. „Jón Steinar og Ólafur Börkur (í óþökk Viðars) fella því farbannið úr gildi. Ólafur Börkur hafði þá áður með sératkvæði reynt að fá farbannið fellt úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrr en Jón Steinar var fenginn að borðinu.“ Lét sig hverfa átta dögum fyrir dómsuppkvaðningu Farbannið hafi þannig verið fellt úr gildi og gerandinn í kjölfarið farið úr landi, rétt áður en dómur var kveðinn upp. „Ofbeldismaðurinn er þarna orðinn þreyttur á því að hanga á einu dýrasta hóteli landsins og í líkamsræktarstöð á víxl og er fljótur að láta sig hverfa, enda aðeins þrír dagar í að aðalmeðferð ljúki og átta dagar í dómsuppkvaðningu. Átta dögum seinna er hann sakfelldur – en er þá á bak og burt og engin von um að fá hann framseldan. Eftir því sem ég kemst næst er einnig mjög ólíklegt að nokkuð um dóminn muni birtast á sakaskrá mannsins, sem er háttsettur í bandaríska hernum, en ég hef þó ekki getað fengið skýr svör þess efnis frá utanríkisráðuneytinu né bandaríska sendiráðinu,“ skrifar Þorbjörg. „Ég er ekki að vekja athygli á þessu máli í biturð eða reiði heldur til þess að benda á að kerfið okkar sannarlega virkaði þarna framan af – alveg þangað til að Jón ákvað að kippa því úr sambandi með því að bjóða manninum út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði Vísi „Nei“, þegar hún var spurð að því í gær hvort störf Jóns Steinars fyrir ráðuneytið myndu snúast að kynferðisbrotum eða heimilisofbeldisbrotum.Vísir/vilhelm Hvorki fyrsta né síðasta dæmið Þorbjörg rifjar svo upp í pistli sínum að maðurinn hafi áfrýjað dómnum til Hæstaréttar, sem þyngdi dóminn verulega. „[…] dómurinn var fjórfaldaður og hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sem hann hefur aldrei þurft að afplána.“ „Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars og af hverju hann er ekki undir neinum kringumstæðum maðurinn sem ætti að kalla til til þess að lagfæra réttarkerfið. Hann hefur ítrekað sýnt dómgreindarbrest sem er engum sæmandi, hvorki lögfræðingi né fyrrum hæstaréttardómara,“ skrifar Þorbjörg. Þá gagnrýnir hún Áslaugu Örnu fyrir að hafa ráðið Jón Steinar í umrætt verkefni. Þorbjörg telur að með því að velja svo umdeildan mann til starfa verði athyglin öll á honum og tillögur hans aldrei annað en harðlega gagnrýndar. Mælirinn orðið fullur Þetta er í fyrsta sinn sem Þorbjörg greinir frá kynferðisofbeldinu sem hún var beitt á opinberum vettvangi. „Ég hef svo sem ekki séð beina ástæðu til þess að segja frá þessu fyrr en nú. Auðvitað hefur mér oft verið misboðið, bæði vegna kerfisins og meðferð kynferðisbrotamála. En það má segja að núna hafi mælirinn orðið fullur,“ segir Þorbjörg í samtali við Vísi. Hún kveðst vona að ákvörðunin um ráðningu Jóns Steinars verði endurskoðuð. Áslaug Arna svaraði Vísi „Nei“, þegar hún var spurð að því í gær hvort störf Jóns Steinars fyrir ráðuneytið myndu snúa að kynferðisbrotum eða heimilisofbeldisbrotum. Hún nefndi jafnframt að efnahagsbrot væru einkum á meðal þess sem Jóni Steinari yrði falið að skoða. Jón Steinar sagði hins vegar í Reykjavík í síðdegis í gær að verkefnið sem honum hefði verið fengið tæki til allra brotaflokka. Viðtalið við Jón Steinar úr Reykjavík síðdegis má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni. Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Hefur mikilvægari hnöppum að hneppa en að munnhöggvast við „hörundsáran flokksgæðing“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“ og tilefni þeirra. Hann vill aukinheldur að fundurinn verði opinn öllum. 11. mars 2021 10:14 Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. 11. mars 2021 07:39 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá eru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þykja „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. „Hnoðað saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“ Þorbjörg segir frá því í pistli sínum í dag að fyrir rúmum ellefu árum, árið 2009, hafi hún verið beitt kynferðisofbeldi. Gerandinn hafi verið Bandaríkjamaður, sem hefði átt að fara úr landi innan við sólarhring eftir að hann var handtekinn. Hún kærði manninn sem úrskurðaður hafi verið í gæsluvarðhald og síðar í farbann. „Þrír dagar voru í áætluð málslok þegar gerandinn kærði farbannið. Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardómari, fær málið á borð til sín en aðrir dómarar voru Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson,“ skrifar Þorbjörg. Jón Steinar hafi þá „hnoðað saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“, þar sem fram hafi komið að ekki væri rökstuddur grunur fyrir hendi um að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. „Jón Steinar og Ólafur Börkur (í óþökk Viðars) fella því farbannið úr gildi. Ólafur Börkur hafði þá áður með sératkvæði reynt að fá farbannið fellt úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrr en Jón Steinar var fenginn að borðinu.“ Lét sig hverfa átta dögum fyrir dómsuppkvaðningu Farbannið hafi þannig verið fellt úr gildi og gerandinn í kjölfarið farið úr landi, rétt áður en dómur var kveðinn upp. „Ofbeldismaðurinn er þarna orðinn þreyttur á því að hanga á einu dýrasta hóteli landsins og í líkamsræktarstöð á víxl og er fljótur að láta sig hverfa, enda aðeins þrír dagar í að aðalmeðferð ljúki og átta dagar í dómsuppkvaðningu. Átta dögum seinna er hann sakfelldur – en er þá á bak og burt og engin von um að fá hann framseldan. Eftir því sem ég kemst næst er einnig mjög ólíklegt að nokkuð um dóminn muni birtast á sakaskrá mannsins, sem er háttsettur í bandaríska hernum, en ég hef þó ekki getað fengið skýr svör þess efnis frá utanríkisráðuneytinu né bandaríska sendiráðinu,“ skrifar Þorbjörg. „Ég er ekki að vekja athygli á þessu máli í biturð eða reiði heldur til þess að benda á að kerfið okkar sannarlega virkaði þarna framan af – alveg þangað til að Jón ákvað að kippa því úr sambandi með því að bjóða manninum út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði Vísi „Nei“, þegar hún var spurð að því í gær hvort störf Jóns Steinars fyrir ráðuneytið myndu snúast að kynferðisbrotum eða heimilisofbeldisbrotum.Vísir/vilhelm Hvorki fyrsta né síðasta dæmið Þorbjörg rifjar svo upp í pistli sínum að maðurinn hafi áfrýjað dómnum til Hæstaréttar, sem þyngdi dóminn verulega. „[…] dómurinn var fjórfaldaður og hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sem hann hefur aldrei þurft að afplána.“ „Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars og af hverju hann er ekki undir neinum kringumstæðum maðurinn sem ætti að kalla til til þess að lagfæra réttarkerfið. Hann hefur ítrekað sýnt dómgreindarbrest sem er engum sæmandi, hvorki lögfræðingi né fyrrum hæstaréttardómara,“ skrifar Þorbjörg. Þá gagnrýnir hún Áslaugu Örnu fyrir að hafa ráðið Jón Steinar í umrætt verkefni. Þorbjörg telur að með því að velja svo umdeildan mann til starfa verði athyglin öll á honum og tillögur hans aldrei annað en harðlega gagnrýndar. Mælirinn orðið fullur Þetta er í fyrsta sinn sem Þorbjörg greinir frá kynferðisofbeldinu sem hún var beitt á opinberum vettvangi. „Ég hef svo sem ekki séð beina ástæðu til þess að segja frá þessu fyrr en nú. Auðvitað hefur mér oft verið misboðið, bæði vegna kerfisins og meðferð kynferðisbrotamála. En það má segja að núna hafi mælirinn orðið fullur,“ segir Þorbjörg í samtali við Vísi. Hún kveðst vona að ákvörðunin um ráðningu Jóns Steinars verði endurskoðuð. Áslaug Arna svaraði Vísi „Nei“, þegar hún var spurð að því í gær hvort störf Jóns Steinars fyrir ráðuneytið myndu snúa að kynferðisbrotum eða heimilisofbeldisbrotum. Hún nefndi jafnframt að efnahagsbrot væru einkum á meðal þess sem Jóni Steinari yrði falið að skoða. Jón Steinar sagði hins vegar í Reykjavík í síðdegis í gær að verkefnið sem honum hefði verið fengið tæki til allra brotaflokka. Viðtalið við Jón Steinar úr Reykjavík síðdegis má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni.
Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Hefur mikilvægari hnöppum að hneppa en að munnhöggvast við „hörundsáran flokksgæðing“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“ og tilefni þeirra. Hann vill aukinheldur að fundurinn verði opinn öllum. 11. mars 2021 10:14 Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. 11. mars 2021 07:39 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01
Hefur mikilvægari hnöppum að hneppa en að munnhöggvast við „hörundsáran flokksgæðing“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“ og tilefni þeirra. Hann vill aukinheldur að fundurinn verði opinn öllum. 11. mars 2021 10:14
Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. 11. mars 2021 07:39
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent