Enski boltinn

United vill fram­lengja við Sol­skjær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær er að fara framlengja við United.
Solskjær er að fara framlengja við United. Andy Rain/Getty

Manchester United vill, samkvæmt enska dagblaðinu Daily Mirror, framlengja samninginn við þjálfarann Ole Gunnar Solskjær.

Samkvæmt heimildum miðilsins eru samningaviðræðurnar á lokametrunum en Solskjær tók við liðinu í desember árið 2018 er hann tók við af Jose Mourinho.

Í sumar á Solskjær eitt ár eftir af samningi sínum við Rauðu djöflanna, það er að segja samningur Norðmannsins er nú til sumarsins 2022.

Daily Mirror segir stjórn félagsins ánægða með þá þróun sem hefur átt sér stað undir stjórn Solskjær og hann verður verðlaunaður með nýjum samningi.

Í fréttinni kemur ekki fram hversu langur nýi samningurinn verður en viðræðurnar eru sagðar á lokametrunum.

Manchester er nú í öðru sætinu, sautján stigum á eftir toppliði Manchester City, en City hefur þó leikið einum leik meira.

Þeir eru einnig í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þeir gerðu 1-1 jafntefli við AC Milan á Old Trafford í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×