„Reiður og vonsvikinn“ Ronaldo svaraði gagnrýnisröddunum með fullkominni þrennu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2021 11:31 Cristiano Ronaldo skoraði sína 57. þrennu á ferlinum í gær. ap/Alessandro Tocco Eftir erfiða daga í kjölfar þess að Juventus féll úr leik í Meistaradeild Evrópu skoraði Cristiano Ronaldo þrennu þegar ítölsku meistararnir sigruðu Cagliari, 1-3, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að Juventus komst ekki áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku, þrátt fyrir 3-2 sigur á Porto. Ronaldo var sérstaklega gagnrýndur fyrir furðulega tilburði í varnarveggnum í öðru marki Porto. Giovanni Cobolli, fyrrverandi forseti Juventus, sagði meðal annars að það hefðu verið stór mistök hjá félaginu að kaupa Ronaldo fyrir þremur árum. Ronaldo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar á Sardiníu í gær og skoraði fullkomna þrennu, eitt mark með hægri fæti, eitt með þeim vinstri og eitt með skalla, á aðeins 22 mínútum í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu reis Ronaldo hæst í vítateig Cagliari og skallaði hornspyrnu Juans Cuadrado í netið. Á 25. mínútu skoraði Portúgalinn annað mark sitt úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ronaldo skoraði svo þriðja markið með föstu vinstri fótar skoti á 32. mínútu. Í kjölfarið hljóp hann að myndavélunum og benti á eyrað á sér til að sýna að hann hefði hlustað á gagnrýnisraddirnar. Giovanni Simeone lagaði stöðuna fyrir Cagliari á 61. mínútu en sigur Juventus var aldrei í hættu. Juventus er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 55 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter. Klippa: Cagliari 1-3 Juventus Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, var að vonum ánægður með hvernig Ronaldo og félagar svöruðu vonbrigðunum gegn Porto. „Hann var reiður og vonsvikinn, ekki bara fyrir sína hönd heldur einnig hönd liðsins því hann er hluti af því og það var erfitt fyrir alla að kyngja því að detta út úr Meistaradeildinni,“ sagði Pirlo eftir leik. „Hann spilaði frábærlega og sýndi hversu ótrúlegur sigurvegari hann er, lét verkin tala inni á vellinum.“ Klippa: Viðtal við Andrea Pirlo Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var hans 57. á ferlinum. Hann hefur skorað þrjá þrennur fyrir Juventus, gerði eina fyrir Manchester United, 44 fyrir Real Madrid og níu með portúgalska landsliðinu. Ronaldo er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur með 23 mörk. Romelu Lukaku, framherji Inter, er næstmarkahæstur með nítján mörk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01 Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að Juventus komst ekki áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku, þrátt fyrir 3-2 sigur á Porto. Ronaldo var sérstaklega gagnrýndur fyrir furðulega tilburði í varnarveggnum í öðru marki Porto. Giovanni Cobolli, fyrrverandi forseti Juventus, sagði meðal annars að það hefðu verið stór mistök hjá félaginu að kaupa Ronaldo fyrir þremur árum. Ronaldo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar á Sardiníu í gær og skoraði fullkomna þrennu, eitt mark með hægri fæti, eitt með þeim vinstri og eitt með skalla, á aðeins 22 mínútum í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu reis Ronaldo hæst í vítateig Cagliari og skallaði hornspyrnu Juans Cuadrado í netið. Á 25. mínútu skoraði Portúgalinn annað mark sitt úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ronaldo skoraði svo þriðja markið með föstu vinstri fótar skoti á 32. mínútu. Í kjölfarið hljóp hann að myndavélunum og benti á eyrað á sér til að sýna að hann hefði hlustað á gagnrýnisraddirnar. Giovanni Simeone lagaði stöðuna fyrir Cagliari á 61. mínútu en sigur Juventus var aldrei í hættu. Juventus er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 55 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter. Klippa: Cagliari 1-3 Juventus Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, var að vonum ánægður með hvernig Ronaldo og félagar svöruðu vonbrigðunum gegn Porto. „Hann var reiður og vonsvikinn, ekki bara fyrir sína hönd heldur einnig hönd liðsins því hann er hluti af því og það var erfitt fyrir alla að kyngja því að detta út úr Meistaradeildinni,“ sagði Pirlo eftir leik. „Hann spilaði frábærlega og sýndi hversu ótrúlegur sigurvegari hann er, lét verkin tala inni á vellinum.“ Klippa: Viðtal við Andrea Pirlo Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var hans 57. á ferlinum. Hann hefur skorað þrjá þrennur fyrir Juventus, gerði eina fyrir Manchester United, 44 fyrir Real Madrid og níu með portúgalska landsliðinu. Ronaldo er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur með 23 mörk. Romelu Lukaku, framherji Inter, er næstmarkahæstur með nítján mörk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01 Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01
Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55