Ár síðan samkomubann tók gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:56 Myndin er tekin á föstudagskvöldi síðasta vor þegar samkomubann hafði nýlega tekið gildi. Heldur fámennt var í bænum. Vísir/Vilhelm Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. Við öll minni mannamót þurfti síðan að tryggja að nánd milli manna væri að minnsta kosti tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og spritti væri gott. Háskólum og framhaldsskólum var lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla var áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem samkomubann var sett á og átti það að gilda í fjórar vikur. Samkomubannið var hins vegar strax hert viku síðar þegar í mesta lagi tuttugu manns máttu koma saman í sama rými. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað sem og um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir féll allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Framhaldið þekkjum við svo öll; síðan 16. mars 2020 hafa samkomutakmarkanir vegna faraldursins verið í gildi en misharðar þó. Mesti slakinn var gefinn síðasta sumar þegar 500 manns máttu koma saman þegar mest lét á tímabili. Þá var eins metra regla tekin upp. Svo kom þriðja bylgjan. Henni fylgdu hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til; í lok október tók tíu manna samkomubann gildi. Líkamsræktarstöðvum var lokað sem og sundlaugum, krám og skemmtistöðum. Í dag er 50 manna samkomubann í gildi, tveggja metra regla og grímuskylda. Þó mega allt að 200 manns koma saman á listviðburðum og íþróttaviðburðum en allir verða þá að sitja í merktum sætum. Hér fyrir neðan má nálgast umfjöllun Vísis þar sem stiklað er á stóru í sögu faraldursins hér á landi á síðasta ári. Umfjöllunin birtist á gamlársdag 2020. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Við öll minni mannamót þurfti síðan að tryggja að nánd milli manna væri að minnsta kosti tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og spritti væri gott. Háskólum og framhaldsskólum var lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla var áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem samkomubann var sett á og átti það að gilda í fjórar vikur. Samkomubannið var hins vegar strax hert viku síðar þegar í mesta lagi tuttugu manns máttu koma saman í sama rými. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað sem og um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir féll allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Framhaldið þekkjum við svo öll; síðan 16. mars 2020 hafa samkomutakmarkanir vegna faraldursins verið í gildi en misharðar þó. Mesti slakinn var gefinn síðasta sumar þegar 500 manns máttu koma saman þegar mest lét á tímabili. Þá var eins metra regla tekin upp. Svo kom þriðja bylgjan. Henni fylgdu hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til; í lok október tók tíu manna samkomubann gildi. Líkamsræktarstöðvum var lokað sem og sundlaugum, krám og skemmtistöðum. Í dag er 50 manna samkomubann í gildi, tveggja metra regla og grímuskylda. Þó mega allt að 200 manns koma saman á listviðburðum og íþróttaviðburðum en allir verða þá að sitja í merktum sætum. Hér fyrir neðan má nálgast umfjöllun Vísis þar sem stiklað er á stóru í sögu faraldursins hér á landi á síðasta ári. Umfjöllunin birtist á gamlársdag 2020.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira