Zlatan er í sænska hópnum sem mætir Georgíu, Kósóvó og Eistlandi í undankeppni HM 2022 síðar í þessum mánuði.
TRUPPEN!
— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) March 16, 2021
Här är spelarna som representerar Sverige i matcherna mot Georgien, Kosovo och Estland!
Búist er við því að Zlatan spili svo með sænska landsliðinu á EM í sumar. Þar eru Svíar í riðli með Spánverjum, Pólverjum og Slóvökum.
Zlatan var hógvær að vanda þegar hann tilkynnti um að hann hefði tekið landsliðsskóna af hillunni. „Endurkoma guðs,“ skrifaði sá sænski á Twitter.
The return of the God @svenskfotboll pic.twitter.com/hQThIdWRY0
— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) March 16, 2021
Zlatan lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í Frakklandi 2016. Hann hefur leikið 116 landsleiki og skorað í þeim 62 mörk. Hann er markahæsti leikmaður í sögu sænska landsliðsins.
Zlatan, sem er 39 ára, hefur leikið vel með Milan á tímabilinu og skorað sextán mörk í öllum keppnum.