Vígamenn sagðir hafa afhöfðað ung börn Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 15:24 Mikill fjöldi fólks hefur flúið heimili sín í norðurhluta Mósambík á undanförnum mánuðum og standa fjölmargir frammi fyrir hungursneyð. EPA/RICARDO FRANCO Hjálparsamtökin Save the Children segja vígamenn hafa afhöfðað börn í norðurhluta Mósambík. Það hafi þeir gert við allt að ellefu ára gömul börn. Þetta kemur fram í yfirlýsngu samtakanna sem byggir á viðtölum við fjölskyldur sem hafa flúið svæðið. Í skýrslunni segir að ástandið í héraðinu Cabo Delgado hafi farið mjög versnandi á undanförnu ári. Vígamenn geri sífellt fleiri árásir á þorp í héraðinu og fregnir hafi borist af grimmilegum morðum á börnum. Ein 28 ára gömul kona sem rætt var við sagði að tólf ára gamalt barn hennar hefði verið afhöfðað skammt frá þar sem hún var í felum með þrjú önnur börn sín. Það segir hún hafa gerst þegar vígamenn réðust á þorp hennar. Þeir hafi náð syni hennar þegar þau voru á flótta og myrt hann. Önnur kona segir vígamenn hafa ráðist á þorp hennar og myrt ellefu ára gamlan son hennar. Þá hafi hún og önnur börn hennar flúið til þorps föður hennar en nokkrum dögum síðar hafi vígamennirnir einnig ráðist á það. Í frétt BBC segir að 2.500 manns hafi fallið og um 700 þúsund hafi flúið heimili sín frá því vígamenn hófu árásir sínar í héraðinu árið 2017. Um er að ræða hryðjuverkasamtökin al-Shabab sem hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið. Það eru þó ekki samtökin í Sómalíu sem bera sama nafn og tengjast al-Qaeda. Chance Briggs, sem stýrir starfsemi Save the Children í Mósambík, segir starfsmenn samtakanna hafa brostið í grát vegna frásagna þeirra sem rætt var við. Þessi grimmilegu morð barna séu einstaklega ógeðfelldar. Hann segir mikla þörf á aðstoð fyrir fólk á svæðinu. Um það bil milljón manna standi frammi fyrir hungursneyði vegna átaka á svæðinu. Mósambík Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsngu samtakanna sem byggir á viðtölum við fjölskyldur sem hafa flúið svæðið. Í skýrslunni segir að ástandið í héraðinu Cabo Delgado hafi farið mjög versnandi á undanförnu ári. Vígamenn geri sífellt fleiri árásir á þorp í héraðinu og fregnir hafi borist af grimmilegum morðum á börnum. Ein 28 ára gömul kona sem rætt var við sagði að tólf ára gamalt barn hennar hefði verið afhöfðað skammt frá þar sem hún var í felum með þrjú önnur börn sín. Það segir hún hafa gerst þegar vígamenn réðust á þorp hennar. Þeir hafi náð syni hennar þegar þau voru á flótta og myrt hann. Önnur kona segir vígamenn hafa ráðist á þorp hennar og myrt ellefu ára gamlan son hennar. Þá hafi hún og önnur börn hennar flúið til þorps föður hennar en nokkrum dögum síðar hafi vígamennirnir einnig ráðist á það. Í frétt BBC segir að 2.500 manns hafi fallið og um 700 þúsund hafi flúið heimili sín frá því vígamenn hófu árásir sínar í héraðinu árið 2017. Um er að ræða hryðjuverkasamtökin al-Shabab sem hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið. Það eru þó ekki samtökin í Sómalíu sem bera sama nafn og tengjast al-Qaeda. Chance Briggs, sem stýrir starfsemi Save the Children í Mósambík, segir starfsmenn samtakanna hafa brostið í grát vegna frásagna þeirra sem rætt var við. Þessi grimmilegu morð barna séu einstaklega ógeðfelldar. Hann segir mikla þörf á aðstoð fyrir fólk á svæðinu. Um það bil milljón manna standi frammi fyrir hungursneyði vegna átaka á svæðinu.
Mósambík Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira