Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2021 06:57 Hæstu hitatölur dagsins verða á Austurlandi ef spár Veðurstofunnar ganga eftir. Vísir/Vilhelm Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en í staðaspánni segir að í dag sé spáð fimm til fimmtán stiga hita þar sem hlýjast verður austanlands. Spáin er svo aðeins önnur fyrir Snæfellsnesið þar sem Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Breiðafjörð sem gildir fram á nótt. Á viðvörunarvef stofnunarinnar segir: „Sunnan stormur 20 - 25 m/s á Snæfellsnesi. Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát.“ Á föstudag gefur hæðin síðan eftir. Þá sækir svalara loft úr vestri að landinu með skúrum en síðar éljum á vesturhluta landsins. „Áfram helst þó að mestu þurrt og hlýtt fyrir austan. Annars breytilegt veður um helgina, úrkomusamt á köflum og hitasveiflur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 8-15 m/s og dálítil rigning eða súld, en 15-23 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi fram á nótt. Skýjað, en þurrt að mestu á N- og A-landi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast austanlands. Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og súld eða rigning en að yfirleitt bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast austast. Á föstudag: Suðvestan 10-15 m/s og rigning í fyrstu, en síðar skúrir eða él. Heldur hægara og bjartviðri A-til og kólnandi veður. Á laugardag (vorjafndægur): Breytilegar áttir með slyddu eða rigningu í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Á sunnudag: Stífar sunnan- og suðvestanáttir með rigningu í fyrstu, en síðar skúrum eða éljum. Lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljum, en léttskýjað eystra. Víða vægt frost. Veður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Sjá meira
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en í staðaspánni segir að í dag sé spáð fimm til fimmtán stiga hita þar sem hlýjast verður austanlands. Spáin er svo aðeins önnur fyrir Snæfellsnesið þar sem Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Breiðafjörð sem gildir fram á nótt. Á viðvörunarvef stofnunarinnar segir: „Sunnan stormur 20 - 25 m/s á Snæfellsnesi. Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát.“ Á föstudag gefur hæðin síðan eftir. Þá sækir svalara loft úr vestri að landinu með skúrum en síðar éljum á vesturhluta landsins. „Áfram helst þó að mestu þurrt og hlýtt fyrir austan. Annars breytilegt veður um helgina, úrkomusamt á köflum og hitasveiflur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 8-15 m/s og dálítil rigning eða súld, en 15-23 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi fram á nótt. Skýjað, en þurrt að mestu á N- og A-landi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast austanlands. Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og súld eða rigning en að yfirleitt bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast austast. Á föstudag: Suðvestan 10-15 m/s og rigning í fyrstu, en síðar skúrir eða él. Heldur hægara og bjartviðri A-til og kólnandi veður. Á laugardag (vorjafndægur): Breytilegar áttir með slyddu eða rigningu í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Á sunnudag: Stífar sunnan- og suðvestanáttir með rigningu í fyrstu, en síðar skúrum eða éljum. Lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljum, en léttskýjað eystra. Víða vægt frost.
Veður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Sjá meira