Arna Bára ætlar að borga upp 600 milljóna króna megavillu á tveimur árum Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2021 15:03 Arna Bára gerir það gott á Spáni. Arna Bára Karlsdóttir býr í 600 milljón króna megavillu á Spáni, hús sem er 1650 fermetrar. Arna hefur verið að gera góða hluti sem fyrirsæta en hún segist lengi hafa elskað erótískar myndatökur. „Hér er rækt, risasundlaug og allt saman. Ég er með þetta á kaupleigusamningi og borgaði slatta inn á þetta. Ég hef núna tvö ár til þess að borga alveg niður húsið. Það er planið að eignast þetta hús alfarið á tveimur árum,“ segir Arna í viðtali í Harmageddon í dag. Þessa daga stendur hún fyrir fimm daga fyrirsætuviðburði þar sem hún hefur boðið tíu konum til að koma heima til sín og þær verða myndaðar bak og fyrir. Fyrir vikið fái þær gott tækifæri og myndir þeirra birtist jafnvel í blöðum eins og Playboy, FHM, Maxim, Sports Illustrated og fleiri tímaritum. „Þetta eru ekki erótískar ljósmyndir heldur mjög klassí og flottar myndir. Þetta fyrirtæki sem ég er í samstarfi við er mjög high fashion eins og hægt er að sjá á heimasíðunni thetoptalentsearch.com,“ segir Arna. Hún segist hafa byrjað að auglýsa virðburðinn fyrir 24 klukkustundum og það séu tvö pláss eftir í dag. Hver fyrirsæta sem tekur þátt greiði þrjú þúsund dollara fyrir eða rúmlega 380 þúsund krónur. „Ég keypti þetta hús fyrir svona viðburði. Við ætlum að vera með þrjá til fjóra svona viðburði á ári. Svo er ég alveg með önnur fyrirtæki, er alveg með fimm önnur fyrirtæki og með fjórtán manns í vinnu líka. Við fjárfestum mikið í húsum og erum að kaupa og selja.“ Arna fer einnig yfir þær lýtaaðgerðir sem hún hefur farið í í viðtalinu við Frosta Logason í Hargageddon sem heyra má hér að neðan. Þar nefnir hún að hún hafi lengi verið alfarið á móti því að fá sér sílíkon í brjóstin, og það hafi ekki breyst hjá henni. Hins vegar hefði hún ákveðið að bregðast við á annan hátt þegar brjóstin minnkuðu við barnsburð, en Arna Bára er þriggja barna móðir. Hún hafi ákveðið að borða vel í nokkra mánuði og bæta á sig, koma fitunni á réttan stað eins og hún orðar það, og svo farið í fitusog. Arna er sjálf með yfir 170.000 fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Arna Bára Karlsdóttir (@theicelandicbeauty) Harmageddon Lýtalækningar Íslendingar erlendis Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira
„Hér er rækt, risasundlaug og allt saman. Ég er með þetta á kaupleigusamningi og borgaði slatta inn á þetta. Ég hef núna tvö ár til þess að borga alveg niður húsið. Það er planið að eignast þetta hús alfarið á tveimur árum,“ segir Arna í viðtali í Harmageddon í dag. Þessa daga stendur hún fyrir fimm daga fyrirsætuviðburði þar sem hún hefur boðið tíu konum til að koma heima til sín og þær verða myndaðar bak og fyrir. Fyrir vikið fái þær gott tækifæri og myndir þeirra birtist jafnvel í blöðum eins og Playboy, FHM, Maxim, Sports Illustrated og fleiri tímaritum. „Þetta eru ekki erótískar ljósmyndir heldur mjög klassí og flottar myndir. Þetta fyrirtæki sem ég er í samstarfi við er mjög high fashion eins og hægt er að sjá á heimasíðunni thetoptalentsearch.com,“ segir Arna. Hún segist hafa byrjað að auglýsa virðburðinn fyrir 24 klukkustundum og það séu tvö pláss eftir í dag. Hver fyrirsæta sem tekur þátt greiði þrjú þúsund dollara fyrir eða rúmlega 380 þúsund krónur. „Ég keypti þetta hús fyrir svona viðburði. Við ætlum að vera með þrjá til fjóra svona viðburði á ári. Svo er ég alveg með önnur fyrirtæki, er alveg með fimm önnur fyrirtæki og með fjórtán manns í vinnu líka. Við fjárfestum mikið í húsum og erum að kaupa og selja.“ Arna fer einnig yfir þær lýtaaðgerðir sem hún hefur farið í í viðtalinu við Frosta Logason í Hargageddon sem heyra má hér að neðan. Þar nefnir hún að hún hafi lengi verið alfarið á móti því að fá sér sílíkon í brjóstin, og það hafi ekki breyst hjá henni. Hins vegar hefði hún ákveðið að bregðast við á annan hátt þegar brjóstin minnkuðu við barnsburð, en Arna Bára er þriggja barna móðir. Hún hafi ákveðið að borða vel í nokkra mánuði og bæta á sig, koma fitunni á réttan stað eins og hún orðar það, og svo farið í fitusog. Arna er sjálf með yfir 170.000 fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Arna Bára Karlsdóttir (@theicelandicbeauty)
Harmageddon Lýtalækningar Íslendingar erlendis Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira