Var nauðgað á unglingsárunum þegar hún vann hjá Disney Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 16:23 Söngkonan Demi Lovato Getty/Focus on Sport Söngkonan Demi Lovato segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var fimmtán ára gömul. Þá hafi hún verið að vinna hjá Disney og þekkti hún manninn. Þetta segir Lovato í heimildarmyndinni Dance With the Devil sem frumsýnd var vestanhafs í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um nauðgunina. „Ég missti meydóminn í nauðgun. Ég reyndi að hringja í þá manneskju mánuði síðar og taka stjórnina en það eina sem gerðist var að mér leið bara verr,“ sagði Lovato, samkvæmt frétt Sky News. Hún segist hafa sannfært sjálfa sig um að nauðgunin hefði verið henni að kenna. Lovato opinberaði ekki hver viðkomandi væri en sagðist hafa átt í sambandi við hann á þessum tíma og að hún hafi ítrekað þurft að hitta hann í kjölfarið. Þá segir Lovato að aftur hafi verið brotið á henni mörgum árum seinna. Sjá einnig: Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Lovato hefur glímt við átröskun, tvíhverfu og fíknivandamál á undanförnum árum en þegar fyrsta stikla heimildarþáttanna var gefin út í síðasta mánuði kom fram að Lovato hefði verið nærri dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Síðan þá hefur hún fengið þrjú heilablóðföll, hjartaáfall og heilaskaða. Í myndinni sjálfri segir hún að fíkniefnasali sinn hafi nauðgað sér og skilið sig eftir nær dauða en lífi, eftir að hún tók þennan of stóra skammt á heimili sínu í Los Angeles. Sjá einnig: Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig - „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“ Hún segir báðar árásirnar hafa reynst sér erfiðar og hún hafi kennt sjálfri sér um þær. Það og kristin trú hennar hafi gert henni erfitt að takast á við það að fyrri nauðgunin hefði í raun verið nauðgun. Eftir þá nauðgun byrjaði hún að þjást af átröskun. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Í frétt TMZ segir að fyrri nauðgunin sem Lovato sagði frá hafi átt sér stað um það leyti sem hún vann við tökur á Camp Rock myndunum og þáttunum Sonny With a Chance. Dance With the Devil verður birt á Youtube þann 23. mars. Disney Kynferðisofbeldi Hollywood Fíkn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Þetta segir Lovato í heimildarmyndinni Dance With the Devil sem frumsýnd var vestanhafs í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um nauðgunina. „Ég missti meydóminn í nauðgun. Ég reyndi að hringja í þá manneskju mánuði síðar og taka stjórnina en það eina sem gerðist var að mér leið bara verr,“ sagði Lovato, samkvæmt frétt Sky News. Hún segist hafa sannfært sjálfa sig um að nauðgunin hefði verið henni að kenna. Lovato opinberaði ekki hver viðkomandi væri en sagðist hafa átt í sambandi við hann á þessum tíma og að hún hafi ítrekað þurft að hitta hann í kjölfarið. Þá segir Lovato að aftur hafi verið brotið á henni mörgum árum seinna. Sjá einnig: Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Lovato hefur glímt við átröskun, tvíhverfu og fíknivandamál á undanförnum árum en þegar fyrsta stikla heimildarþáttanna var gefin út í síðasta mánuði kom fram að Lovato hefði verið nærri dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Síðan þá hefur hún fengið þrjú heilablóðföll, hjartaáfall og heilaskaða. Í myndinni sjálfri segir hún að fíkniefnasali sinn hafi nauðgað sér og skilið sig eftir nær dauða en lífi, eftir að hún tók þennan of stóra skammt á heimili sínu í Los Angeles. Sjá einnig: Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig - „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“ Hún segir báðar árásirnar hafa reynst sér erfiðar og hún hafi kennt sjálfri sér um þær. Það og kristin trú hennar hafi gert henni erfitt að takast á við það að fyrri nauðgunin hefði í raun verið nauðgun. Eftir þá nauðgun byrjaði hún að þjást af átröskun. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Í frétt TMZ segir að fyrri nauðgunin sem Lovato sagði frá hafi átt sér stað um það leyti sem hún vann við tökur á Camp Rock myndunum og þáttunum Sonny With a Chance. Dance With the Devil verður birt á Youtube þann 23. mars.
Disney Kynferðisofbeldi Hollywood Fíkn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira