Var nauðgað á unglingsárunum þegar hún vann hjá Disney Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 16:23 Söngkonan Demi Lovato Getty/Focus on Sport Söngkonan Demi Lovato segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var fimmtán ára gömul. Þá hafi hún verið að vinna hjá Disney og þekkti hún manninn. Þetta segir Lovato í heimildarmyndinni Dance With the Devil sem frumsýnd var vestanhafs í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um nauðgunina. „Ég missti meydóminn í nauðgun. Ég reyndi að hringja í þá manneskju mánuði síðar og taka stjórnina en það eina sem gerðist var að mér leið bara verr,“ sagði Lovato, samkvæmt frétt Sky News. Hún segist hafa sannfært sjálfa sig um að nauðgunin hefði verið henni að kenna. Lovato opinberaði ekki hver viðkomandi væri en sagðist hafa átt í sambandi við hann á þessum tíma og að hún hafi ítrekað þurft að hitta hann í kjölfarið. Þá segir Lovato að aftur hafi verið brotið á henni mörgum árum seinna. Sjá einnig: Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Lovato hefur glímt við átröskun, tvíhverfu og fíknivandamál á undanförnum árum en þegar fyrsta stikla heimildarþáttanna var gefin út í síðasta mánuði kom fram að Lovato hefði verið nærri dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Síðan þá hefur hún fengið þrjú heilablóðföll, hjartaáfall og heilaskaða. Í myndinni sjálfri segir hún að fíkniefnasali sinn hafi nauðgað sér og skilið sig eftir nær dauða en lífi, eftir að hún tók þennan of stóra skammt á heimili sínu í Los Angeles. Sjá einnig: Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig - „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“ Hún segir báðar árásirnar hafa reynst sér erfiðar og hún hafi kennt sjálfri sér um þær. Það og kristin trú hennar hafi gert henni erfitt að takast á við það að fyrri nauðgunin hefði í raun verið nauðgun. Eftir þá nauðgun byrjaði hún að þjást af átröskun. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Í frétt TMZ segir að fyrri nauðgunin sem Lovato sagði frá hafi átt sér stað um það leyti sem hún vann við tökur á Camp Rock myndunum og þáttunum Sonny With a Chance. Dance With the Devil verður birt á Youtube þann 23. mars. Disney Kynferðisofbeldi Hollywood Fíkn Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Þetta segir Lovato í heimildarmyndinni Dance With the Devil sem frumsýnd var vestanhafs í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um nauðgunina. „Ég missti meydóminn í nauðgun. Ég reyndi að hringja í þá manneskju mánuði síðar og taka stjórnina en það eina sem gerðist var að mér leið bara verr,“ sagði Lovato, samkvæmt frétt Sky News. Hún segist hafa sannfært sjálfa sig um að nauðgunin hefði verið henni að kenna. Lovato opinberaði ekki hver viðkomandi væri en sagðist hafa átt í sambandi við hann á þessum tíma og að hún hafi ítrekað þurft að hitta hann í kjölfarið. Þá segir Lovato að aftur hafi verið brotið á henni mörgum árum seinna. Sjá einnig: Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Lovato hefur glímt við átröskun, tvíhverfu og fíknivandamál á undanförnum árum en þegar fyrsta stikla heimildarþáttanna var gefin út í síðasta mánuði kom fram að Lovato hefði verið nærri dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Síðan þá hefur hún fengið þrjú heilablóðföll, hjartaáfall og heilaskaða. Í myndinni sjálfri segir hún að fíkniefnasali sinn hafi nauðgað sér og skilið sig eftir nær dauða en lífi, eftir að hún tók þennan of stóra skammt á heimili sínu í Los Angeles. Sjá einnig: Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig - „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“ Hún segir báðar árásirnar hafa reynst sér erfiðar og hún hafi kennt sjálfri sér um þær. Það og kristin trú hennar hafi gert henni erfitt að takast á við það að fyrri nauðgunin hefði í raun verið nauðgun. Eftir þá nauðgun byrjaði hún að þjást af átröskun. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Í frétt TMZ segir að fyrri nauðgunin sem Lovato sagði frá hafi átt sér stað um það leyti sem hún vann við tökur á Camp Rock myndunum og þáttunum Sonny With a Chance. Dance With the Devil verður birt á Youtube þann 23. mars.
Disney Kynferðisofbeldi Hollywood Fíkn Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira