Les tuttugu stiga hita af mælinum í Hallormsstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2021 16:30 Friðrik birti þessa mynd af sér í sólinni á Hallormsstað í september. Hann nefndi í færslu þennan dag að hann hefði þurft að skafa bílinn um morguninn og svo verið kominn í sólbað eftir hádegið. Íbúi í Múlaþingi vekur athygli á því að hitamælirinn í garði hans sýni tuttugu gráður í dag. Veðurstofan spáði töluverðum hita á Austurlandi í dag og sú spá hefur ræst og gott betur. „Það er varla að ég þori að setja þetta á prent en hitamælirinn í Fjósakambi sýnir 20 gráður í augnablikinu. Og þá er einmitt fökking þungskýjað,“ segir Friðrik Indriðason blaðamaður hjá Austurfrétt í færslu á Facebook. Friðrik fluttist búferlum frá höfuðborgarsvæðinu austur á Fljótsdalshérað í ágúst síðastliðnum og býr í mikilli skjólsæld í götunni Fjósakambi við gamla Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Mesti hiti á landinu það sem af er degi sem Veðurstofa hefur mælt er 17,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Friðrik vekur athygli á því að hitinn er einatt meiri í skóginum þar sem háu trén búa til algjöran pott. Friðrik Indriðason kann vel að meta veðursældina á Austfjörðum. „Ég hef orðið var við það að tölurnar á mælunum hjá mér og nágrannanum sýna yfirleitt fimm til átta stigum hærri hita en mælirinn á Egilsstaðaflugvelli. Mælarnir okkar geta varlað báðir verið bilaðir,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Gráðurnar eru tuttugu í dag en því miður engin sól. „Þetta er góður sumardagur, eins og ég man þá í Reykjavík,“ segir Friðrik og hlær. Hann var nýmættur austur í ágúst þegar hitamet voru slegin í fádæma veðurblíðu á svæðinu. „Hitamælirinn minn er í skugga og hann sýndi einn dagin 31 gráðu. Mér datt ekki í hug að segja frá því, það myndi enginn trúa því. En ég gat ekki verið í sólbaði úti í garði, því ég bara brann,“ segir Friðrik. Hitamælirinn sem Friðrik les af reglulega og deilir með vinum sínum sem margir hverjir eru grænir af öfund, annars staðar á landinu. Hér sýndi mælirinn nítján stig um miðjan október. Í dag sitji hann inni á heimili sínu við Fjósakamb með stofudyrnar galopnar út í garð sökum hitans. „Það er alveg magnað í miðjum mars. Ég átti eftir að sjá það í Reykjavík með stofuhurðina galopna um miðjan mars,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Honum leiðist greinilega ekki veðursældin fyrir austan og hvað þá í skóginum. „Í nóvember var ekki bara appelsínugulviðvörun heldur óvissustig. Þá gat ég verið í smók úti í garði undir þakskegginu,“ segir Friðrik og hrósar happi yfir veðrinu. Hiti hefur mælst 17,5 gráða á Fárskrúðsfirði í dag og sömuleiðis 17 gráður við Hvaldalsá. Meira að segja á hálendinu, á Þórdalsheiði og Eyjabökkum, mælist hitinn allt að 13-14 gráður. Múlaþing Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57 Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Það er varla að ég þori að setja þetta á prent en hitamælirinn í Fjósakambi sýnir 20 gráður í augnablikinu. Og þá er einmitt fökking þungskýjað,“ segir Friðrik Indriðason blaðamaður hjá Austurfrétt í færslu á Facebook. Friðrik fluttist búferlum frá höfuðborgarsvæðinu austur á Fljótsdalshérað í ágúst síðastliðnum og býr í mikilli skjólsæld í götunni Fjósakambi við gamla Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Mesti hiti á landinu það sem af er degi sem Veðurstofa hefur mælt er 17,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Friðrik vekur athygli á því að hitinn er einatt meiri í skóginum þar sem háu trén búa til algjöran pott. Friðrik Indriðason kann vel að meta veðursældina á Austfjörðum. „Ég hef orðið var við það að tölurnar á mælunum hjá mér og nágrannanum sýna yfirleitt fimm til átta stigum hærri hita en mælirinn á Egilsstaðaflugvelli. Mælarnir okkar geta varlað báðir verið bilaðir,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Gráðurnar eru tuttugu í dag en því miður engin sól. „Þetta er góður sumardagur, eins og ég man þá í Reykjavík,“ segir Friðrik og hlær. Hann var nýmættur austur í ágúst þegar hitamet voru slegin í fádæma veðurblíðu á svæðinu. „Hitamælirinn minn er í skugga og hann sýndi einn dagin 31 gráðu. Mér datt ekki í hug að segja frá því, það myndi enginn trúa því. En ég gat ekki verið í sólbaði úti í garði, því ég bara brann,“ segir Friðrik. Hitamælirinn sem Friðrik les af reglulega og deilir með vinum sínum sem margir hverjir eru grænir af öfund, annars staðar á landinu. Hér sýndi mælirinn nítján stig um miðjan október. Í dag sitji hann inni á heimili sínu við Fjósakamb með stofudyrnar galopnar út í garð sökum hitans. „Það er alveg magnað í miðjum mars. Ég átti eftir að sjá það í Reykjavík með stofuhurðina galopna um miðjan mars,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Honum leiðist greinilega ekki veðursældin fyrir austan og hvað þá í skóginum. „Í nóvember var ekki bara appelsínugulviðvörun heldur óvissustig. Þá gat ég verið í smók úti í garði undir þakskegginu,“ segir Friðrik og hrósar happi yfir veðrinu. Hiti hefur mælst 17,5 gráða á Fárskrúðsfirði í dag og sömuleiðis 17 gráður við Hvaldalsá. Meira að segja á hálendinu, á Þórdalsheiði og Eyjabökkum, mælist hitinn allt að 13-14 gráður.
Múlaþing Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57 Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57
Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22