Almannavarnir sendu óvart SMS-skilaboð til íbúa á höfuðborgarsvæðinu Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 17:58 Fólk er áfram varað við því að vera nálægt Keili. Vísir/Vilhelm SMS-skilaboð frá almannavörnum sem voru ætluð vegfarendum í námunda við Keili og Fagradalsfjall dreifðust um of stórt svæði og voru meðal annars send í símtæki í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Í skilaboðunum var ítrekað að enn væri varhugavert að vera nálægt Keili og Fagradalsfjalli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum sem biðla til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna á svæðinu. Gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika heldur áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls og er mesta skjálftavirknin á Reykjanesskaga áfram bundin við Fagradalsfjall. RÚV greinir frá því að íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hafi fengið SMS um að þeir væru á lokuðu svæði og um leið vísað á upplýsingasíðu um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Líklegasta gossvæðið færst nær Fagradalsfjalli Fram kom á fundi vísindaráðs almannavarna í gær að nýjustu gögn bendi til að líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hafi færst eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Alls hafa tíu jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð mælst á Reykjanesskaga síðustu tvo sólarhringa, flestir þeirra í námunda við Fagradalsfjall. Stórum skjálftum hefur fækkað nokkuð og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil og skjálftarnir mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum, sagði í samtali við fréttastofu í gær að gögn bendi til að kvikugangurinn væri um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Þá er talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30 Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum sem biðla til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna á svæðinu. Gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika heldur áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls og er mesta skjálftavirknin á Reykjanesskaga áfram bundin við Fagradalsfjall. RÚV greinir frá því að íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hafi fengið SMS um að þeir væru á lokuðu svæði og um leið vísað á upplýsingasíðu um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Líklegasta gossvæðið færst nær Fagradalsfjalli Fram kom á fundi vísindaráðs almannavarna í gær að nýjustu gögn bendi til að líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hafi færst eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Alls hafa tíu jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð mælst á Reykjanesskaga síðustu tvo sólarhringa, flestir þeirra í námunda við Fagradalsfjall. Stórum skjálftum hefur fækkað nokkuð og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil og skjálftarnir mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum, sagði í samtali við fréttastofu í gær að gögn bendi til að kvikugangurinn væri um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Þá er talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30 Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30
Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16