Aldrei fleiri kvartanir borist Sylvía Hall skrifar 17. mars 2021 18:41 Piers Morgan stendur við ummæli sín, þrátt fyrir að metfjöldi kvartana hafi borist. Getty/MWE/GC Images Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. Í þættinum sagðist þáttastjórnandinn Piers Morgan „ekki trúa orði“ af því sem Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sagði í viðtalinu en þar greindi hún meðal annars frá því að hún hefði verið í sjálfsvígshugleiðingum um tíma og að hún hafi upplifað rasisma í sinn garð, bæði af hálfu breskra fjölmiðla og innan konungsfjölskyldunnar sjálfrar. Þátturinn vakti hörð viðbrögð og sendi Markle sjálf inn kvörtun. Morgan hætti sem þáttastjórnandi í kjölfar þáttarins. Ofcom hefur haft eftirlit með bresku sjónvarpi frá árinu 2003, en fyrra kvörtunarmet hafði staðið frá árinu 2007 þar sem áhorfendur kvörtuðu undan rasisma í lokaþætti af Celebrity Big Brother. Kvartanir vegna þáttar Good Morning Britain eru nú orðnar 57.121, tólf þúsund fleiri en fyrra met. Til samanburðar bárust 4.398 kvartanir vegna viðtals Opruh við hjónin sem var sýnt á ITV þann 8. mars. Morgan, nú fyrrverandi þáttastjórnandi Good Morning Britain, sagði á Twitter í dag að það væru fleiri sem hefðu fagnað orðum hans en kvartað vegna þeirra. „Stór meirihluti Breta styður mig.“ Only 57,000? I’ve had more people than that come up & congratulate me in the street for what I said. The vast majority of Britons are right behind me. https://t.co/bVYbU1RcHA— Piers Morgan (@piersmorgan) March 17, 2021 Harry og Meghan Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38 Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid Sjá meira
Í þættinum sagðist þáttastjórnandinn Piers Morgan „ekki trúa orði“ af því sem Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sagði í viðtalinu en þar greindi hún meðal annars frá því að hún hefði verið í sjálfsvígshugleiðingum um tíma og að hún hafi upplifað rasisma í sinn garð, bæði af hálfu breskra fjölmiðla og innan konungsfjölskyldunnar sjálfrar. Þátturinn vakti hörð viðbrögð og sendi Markle sjálf inn kvörtun. Morgan hætti sem þáttastjórnandi í kjölfar þáttarins. Ofcom hefur haft eftirlit með bresku sjónvarpi frá árinu 2003, en fyrra kvörtunarmet hafði staðið frá árinu 2007 þar sem áhorfendur kvörtuðu undan rasisma í lokaþætti af Celebrity Big Brother. Kvartanir vegna þáttar Good Morning Britain eru nú orðnar 57.121, tólf þúsund fleiri en fyrra met. Til samanburðar bárust 4.398 kvartanir vegna viðtals Opruh við hjónin sem var sýnt á ITV þann 8. mars. Morgan, nú fyrrverandi þáttastjórnandi Good Morning Britain, sagði á Twitter í dag að það væru fleiri sem hefðu fagnað orðum hans en kvartað vegna þeirra. „Stór meirihluti Breta styður mig.“ Only 57,000? I’ve had more people than that come up & congratulate me in the street for what I said. The vast majority of Britons are right behind me. https://t.co/bVYbU1RcHA— Piers Morgan (@piersmorgan) March 17, 2021
Harry og Meghan Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38 Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid Sjá meira
Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38
Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein