Karlrembunum fækkar enn í yfirmannahóp Ólympíuleikanna í Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 08:30 Hiroshi Sasaki og grínistinn Naomi Watanabe. Hiroshi ætlaði að vera svo sniðugur með að gera lítið úr henni vegna yfirstærðar hennar. Samsett/Getty/AP Hiroshi Sasaki, yfirmaður sköpunarteymis Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur sagt af sér aðeins nokkrum mánuðum fyrir leikana. Sasaki er annar yfirmaður í yfirmannahóp þessara Ólympíuleika sem þarf að segja af sér vegna mjög óheppilegra ummæla um konur. Hiroshi Sasaki var yfirmaður teymisins sem sér um að setja upp og skipuleggja bæði Setningar- og lokahátíð Ólympíuleikanna sem eiga að vera frá 23. júlí til 8. ágúst í sumar. Sasaki kom sér í sín vandræði með því að gera lítið úr uppistandaranum vinsæla Naomi Watanabe í hópspjalli á netinu. If sexism were an Olympic sport, #Tokyo2020 organizers would be raking in the goldTokyo Olympics creative director Hiroshi Sasaki resigns after suggesting celebrity Naomi Watanabe could perform as an Olympig. ffs. By @StephenWadeAP & @yurikageyama https://t.co/nCFMCAGhDS— Jules Boykoff (@JulesBoykoff) March 18, 2021 Sasaki sagði þar að Naomi Watanabe gæti tekið að sér hlutverk „Olympig“ eða Ólympíugríssins. Hann lagði það til að hún myndi mæta með grísaeyru á Setningarhátíðina. Naomi er í yfirstærð. Sasaki hefur beðið Naomi afsökunar á ummælum sínum sem og viðurkennt að þetta hafi verið mikil móðgun. Naomi Watanabe sjálf hefur ekki tjáð sig um málið opinberlega. Hin 33 ára gamla Watanabe er ein frægasti grínisti Japana en hún er þekkt fyrir að herma eftir frægu fólki sem og að berjast fyrir jákvæðri umræðu um mismunandi líkamsgerðir fólks. Hiroshi Sasaki, the head creative director for the opening and closing ceremonies at this year's Tokyo Olympics and Paralympics, has stepped down after making a derogatory comment about a woman, Kyodo News reported on Thursday. https://t.co/23YoJ07giY— Reuters Sports (@ReutersSports) March 17, 2021 Eins og áður sagði er Hiroshi Sasaki ekki fyrsta karlremban í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna sem þarf að segja af sér. Áður hafði forseti leikanna, Yoshiro Mori, sagt af sér eftir að hafa látið það út sér að konur töluðu of mikið og þess vegna tækju fundir með konur alltof langan tíma. Seiko Hashimoto tók við af honum en hún hefur lofað því að setja kynjajafnrétti í forgang á leikunum og bætti meðal annars við tólf konum í framkvæmdastjórn skipulagsnefndar leikanna. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Sasaki er annar yfirmaður í yfirmannahóp þessara Ólympíuleika sem þarf að segja af sér vegna mjög óheppilegra ummæla um konur. Hiroshi Sasaki var yfirmaður teymisins sem sér um að setja upp og skipuleggja bæði Setningar- og lokahátíð Ólympíuleikanna sem eiga að vera frá 23. júlí til 8. ágúst í sumar. Sasaki kom sér í sín vandræði með því að gera lítið úr uppistandaranum vinsæla Naomi Watanabe í hópspjalli á netinu. If sexism were an Olympic sport, #Tokyo2020 organizers would be raking in the goldTokyo Olympics creative director Hiroshi Sasaki resigns after suggesting celebrity Naomi Watanabe could perform as an Olympig. ffs. By @StephenWadeAP & @yurikageyama https://t.co/nCFMCAGhDS— Jules Boykoff (@JulesBoykoff) March 18, 2021 Sasaki sagði þar að Naomi Watanabe gæti tekið að sér hlutverk „Olympig“ eða Ólympíugríssins. Hann lagði það til að hún myndi mæta með grísaeyru á Setningarhátíðina. Naomi er í yfirstærð. Sasaki hefur beðið Naomi afsökunar á ummælum sínum sem og viðurkennt að þetta hafi verið mikil móðgun. Naomi Watanabe sjálf hefur ekki tjáð sig um málið opinberlega. Hin 33 ára gamla Watanabe er ein frægasti grínisti Japana en hún er þekkt fyrir að herma eftir frægu fólki sem og að berjast fyrir jákvæðri umræðu um mismunandi líkamsgerðir fólks. Hiroshi Sasaki, the head creative director for the opening and closing ceremonies at this year's Tokyo Olympics and Paralympics, has stepped down after making a derogatory comment about a woman, Kyodo News reported on Thursday. https://t.co/23YoJ07giY— Reuters Sports (@ReutersSports) March 17, 2021 Eins og áður sagði er Hiroshi Sasaki ekki fyrsta karlremban í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna sem þarf að segja af sér. Áður hafði forseti leikanna, Yoshiro Mori, sagt af sér eftir að hafa látið það út sér að konur töluðu of mikið og þess vegna tækju fundir með konur alltof langan tíma. Seiko Hashimoto tók við af honum en hún hefur lofað því að setja kynjajafnrétti í forgang á leikunum og bætti meðal annars við tólf konum í framkvæmdastjórn skipulagsnefndar leikanna.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira