Þátttaka í ákvarðanatöku og á opinberum vettvangi meginþema CSW-fundar Heimsljós 19. mars 2021 12:41 Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) hófst á mánudag. Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir taka þátt í fundinum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra áréttaði mikilvægi jafnar þátttöku kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi í hringborðsumræðum á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir. Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) hófst á mánudag og stendur hann til 26. mars næstkomandi. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 fer hann að þessu sinni að mestu fram í fjarfundarformi. Meginþemað er þátttaka kvenna á opinberum vettvangi og við ákvarðanatöku. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók þátt í hringborðsumræðum ráðherra á opnunardegi fundarins fyrr í vikunni um leiðir til að auka þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. Hann lagði áherslu á að jöfn þátttaka kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi væri mikilvæg opnu samfélagi þar sem vel ígrunduð ákvarðanataka taki mið af reynslu og sjónarmiðum kvenna og karla. „Við verðum að hafa í huga að jafnrétti kynjanna er til hagsbóta fyrir alla og leiðir til aukinnar hagsældar fyrir samfélagið í heild,“ sagði ráðherra í máli sínu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn í gær og vakti í ræðu sinni sérstaka athygli á mikilvægi þess að standa vörð um framfarir og áunna sigra á sviði jafnréttismála. Á heimsvísu eru konur um fjórðungur kjörinna fulltrúa og eru einnig í minnihluta við stjórn atvinnulífsins. Orsakir þessa eru margþættar en sjónarmið jafnréttis við ákvarðanatöku haldast í hendur við þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. UN Women leggur ríka áherslu á valdeflingu kvenna og vinnur með ríkjum að stefnumótun og lagabreytingum og stuðlar að aukinni þátttöku kvenna í friðarferlum og uppbyggingu. UN Women er jafnframt ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu. Fundur kvennanefndarinnar er nú haldinn í 65. sinn. Í tengslum við fundinn er haldin ráðstefna sem telst í venjulegu árferði til fjölsóttustu viðburða Sameinuðu þjóðanna. Viðburðir í almennri dagskrá eru á þriðja hundrað en samhliða henni standa frjáls félagasamtök fyrir viðburðum í sérstakri dagskrá. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á fót árið 1946 sem ein af undirnefndum efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) um eflingu borgara-, stjórnmála- og félagslegra réttinda kvenna. Nefndin telst í dag vera einn helsti vettvangur milliríkjasamstarfs í heiminum sem beinir sjónum að kynjajafnrétti og bættri stöðu kvenna og sitja 45 ríki í stjórn nefndarinnar hverju sinni. UN Women starfar í umboði kvennanefndarinnar og fer með stjórnsýslu hennar. Erindi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra má lesa hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra áréttaði mikilvægi jafnar þátttöku kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi í hringborðsumræðum á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir. Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) hófst á mánudag og stendur hann til 26. mars næstkomandi. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 fer hann að þessu sinni að mestu fram í fjarfundarformi. Meginþemað er þátttaka kvenna á opinberum vettvangi og við ákvarðanatöku. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók þátt í hringborðsumræðum ráðherra á opnunardegi fundarins fyrr í vikunni um leiðir til að auka þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. Hann lagði áherslu á að jöfn þátttaka kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi væri mikilvæg opnu samfélagi þar sem vel ígrunduð ákvarðanataka taki mið af reynslu og sjónarmiðum kvenna og karla. „Við verðum að hafa í huga að jafnrétti kynjanna er til hagsbóta fyrir alla og leiðir til aukinnar hagsældar fyrir samfélagið í heild,“ sagði ráðherra í máli sínu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn í gær og vakti í ræðu sinni sérstaka athygli á mikilvægi þess að standa vörð um framfarir og áunna sigra á sviði jafnréttismála. Á heimsvísu eru konur um fjórðungur kjörinna fulltrúa og eru einnig í minnihluta við stjórn atvinnulífsins. Orsakir þessa eru margþættar en sjónarmið jafnréttis við ákvarðanatöku haldast í hendur við þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. UN Women leggur ríka áherslu á valdeflingu kvenna og vinnur með ríkjum að stefnumótun og lagabreytingum og stuðlar að aukinni þátttöku kvenna í friðarferlum og uppbyggingu. UN Women er jafnframt ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu. Fundur kvennanefndarinnar er nú haldinn í 65. sinn. Í tengslum við fundinn er haldin ráðstefna sem telst í venjulegu árferði til fjölsóttustu viðburða Sameinuðu þjóðanna. Viðburðir í almennri dagskrá eru á þriðja hundrað en samhliða henni standa frjáls félagasamtök fyrir viðburðum í sérstakri dagskrá. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á fót árið 1946 sem ein af undirnefndum efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) um eflingu borgara-, stjórnmála- og félagslegra réttinda kvenna. Nefndin telst í dag vera einn helsti vettvangur milliríkjasamstarfs í heiminum sem beinir sjónum að kynjajafnrétti og bættri stöðu kvenna og sitja 45 ríki í stjórn nefndarinnar hverju sinni. UN Women starfar í umboði kvennanefndarinnar og fer með stjórnsýslu hennar. Erindi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra má lesa hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent