Sjáðu þegar Pogba skaut United áfram og þrennuna sem sökkti Spurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 14:31 Eftir nokkurra vikna fjarveru sneri Paul Pogba aftur í lið Manchester United í gær og skoraði sigurmarkið gegn AC Milan. getty/Jonathan Moscrop Paul Pogba var hetja Manchester United gegn AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Ekki gekk jafn vel hjá Lundúnaliðunum Tottenham og Arsenal þótt síðarnefnda liðið hafi komist áfram. Pogba kom inn á sem varamaður í hálfleik í leik United og Milan á San Siro og var ekki lengi að láta að sér kveða. Á 48. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn með góðu skoti yfir Gianluigi Donnarumma í marki Milan. Fyrrverandi leikmaður United, Zlatan Ibrahimovic, komst næst því að jafna fyrir Milan en Dean Henderson varði skalla hans á 74. mínútu. United fór áfram, 2-1 samanlagt. Tottenham var í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dinamo Zagreb eftir 2-0 sigur í þeim fyrri fyrir viku. Króatíska liðið sneri hins vegar dæminu sér í vil á heimavelli í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo í 3-0 sigri. Sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Það sauð á José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, eftir leikinn og hann sakaði sína menn um vanmat og værukærð. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg góð færi tapaði Arsenal fyrir Olympiakos á heimavelli, 0-1. Youssef El Arabi skoraði eina mark leiksins. Þrátt fyrir tapið komst Arsenal áfram en liðið vann fyrri leikinn í Grikklandi með þremur mörkum gegn einu. Mörkin úr leikjum ensku liðanna í Evrópudeildinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ensku liðin í Evrópudeildinni Dregið var í átta liða og undanúrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. United mætir Granada í átta liða úrslitunum en Arsenal Slavia Prag. Svo gæti farið að United og Arsenal mættust í úrslitaleik keppninnar í Gdánsk í Póllandi 26. maí. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Pogba kom inn á sem varamaður í hálfleik í leik United og Milan á San Siro og var ekki lengi að láta að sér kveða. Á 48. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn með góðu skoti yfir Gianluigi Donnarumma í marki Milan. Fyrrverandi leikmaður United, Zlatan Ibrahimovic, komst næst því að jafna fyrir Milan en Dean Henderson varði skalla hans á 74. mínútu. United fór áfram, 2-1 samanlagt. Tottenham var í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dinamo Zagreb eftir 2-0 sigur í þeim fyrri fyrir viku. Króatíska liðið sneri hins vegar dæminu sér í vil á heimavelli í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo í 3-0 sigri. Sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Það sauð á José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, eftir leikinn og hann sakaði sína menn um vanmat og værukærð. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg góð færi tapaði Arsenal fyrir Olympiakos á heimavelli, 0-1. Youssef El Arabi skoraði eina mark leiksins. Þrátt fyrir tapið komst Arsenal áfram en liðið vann fyrri leikinn í Grikklandi með þremur mörkum gegn einu. Mörkin úr leikjum ensku liðanna í Evrópudeildinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ensku liðin í Evrópudeildinni Dregið var í átta liða og undanúrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. United mætir Granada í átta liða úrslitunum en Arsenal Slavia Prag. Svo gæti farið að United og Arsenal mættust í úrslitaleik keppninnar í Gdánsk í Póllandi 26. maí. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira