Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2021 14:42 Blaðamannaverðlaunin verða afhent eftir viku. Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. Þá er Nadine einnig tilnefnd í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir að afhjúpa umfangsmikli og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Sunna Karen Sigurþórsdóttir er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Verðlaunin verða afhent í næstu viku. Hér má sjá tilnefningarnar í heild: Umfjöllun ársins Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson, RÚV. Fyrir fjölbreytta, aðgengilega og upplýsandi umfjöllun af erlendum vettvangi sem vakið hefur athygli í þáttunum Heimskviðum. Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarnanum. Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, DV. Fyrir áhrifamikið viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur þar sem lýst er alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir, Stundinni. Fyrir viðtal við fjórar ungar íslenskar konur sem eiga rætur að rekja til Asíu og lýsa kynferðislegum kynþáttafordómum í sinn garð allt frá grunnskólaaldri. Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson þar sem hann ræðir um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð. Rannsóknarblaðamennska ársins Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán Drengsson, RÚV. Fyrir fréttaskýringarþátt um afdrif tveggja gámaflutningaskipa sem Eimskip seldi í gegnum millilið til niðurrifs í Indlandi þvert á evrópsk lög. Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Stundinni. Fyrir fréttaflutning um plastmengun í Krýsuvík vegna moltudreifingar umhverfisfyrirtækisins Terra sem Samtök atvinnulífsins valdi umhverfisfyrirtæki ársins 2020. Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir að afhjúpa umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Blaðamannaverðlaun ársins Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, RÚV. Fyrir umfjöllun um atvinnuleysi þar sem tekið var á sálrænum, félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum þess í skugga heimsfaraldurs COVID-19. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV. Fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum. Fjölmiðlar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Þá er Nadine einnig tilnefnd í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir að afhjúpa umfangsmikli og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Sunna Karen Sigurþórsdóttir er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Verðlaunin verða afhent í næstu viku. Hér má sjá tilnefningarnar í heild: Umfjöllun ársins Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson, RÚV. Fyrir fjölbreytta, aðgengilega og upplýsandi umfjöllun af erlendum vettvangi sem vakið hefur athygli í þáttunum Heimskviðum. Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarnanum. Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, DV. Fyrir áhrifamikið viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur þar sem lýst er alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir, Stundinni. Fyrir viðtal við fjórar ungar íslenskar konur sem eiga rætur að rekja til Asíu og lýsa kynferðislegum kynþáttafordómum í sinn garð allt frá grunnskólaaldri. Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson þar sem hann ræðir um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð. Rannsóknarblaðamennska ársins Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán Drengsson, RÚV. Fyrir fréttaskýringarþátt um afdrif tveggja gámaflutningaskipa sem Eimskip seldi í gegnum millilið til niðurrifs í Indlandi þvert á evrópsk lög. Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Stundinni. Fyrir fréttaflutning um plastmengun í Krýsuvík vegna moltudreifingar umhverfisfyrirtækisins Terra sem Samtök atvinnulífsins valdi umhverfisfyrirtæki ársins 2020. Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir að afhjúpa umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Blaðamannaverðlaun ársins Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, RÚV. Fyrir umfjöllun um atvinnuleysi þar sem tekið var á sálrænum, félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum þess í skugga heimsfaraldurs COVID-19. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV. Fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum.
Fjölmiðlar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent