„Það var eiginlega talið að þetta væri í rénun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2021 22:58 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Egill Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að eldgosið sem nú er hafið við Fagradalsfjall hafi komið honum – og líklega öðrum bæjarbúum – á óvart. Í morgun hafi litið út fyrir að virknin væri í rénun. Hann segir að staðsetning gossins virðist jafnframt góð gagnvart Grindavík. Fannar brá sér austur fyrir fjall nú fyrir helgi og er því sjálfur ekki staddur í Grindavík en er á heimleið. Hann kveðst hafa verið í góðu sambandi við aðgerðastjórn og viðbragðsaðila í Grindavík. „Þetta virðist vera tiltölulega hóflegt gos og vel staðsett gagnvart Grindavík eins og útlit er núna. Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð,“ segir Fannar. „Menn eru rólegir, bjarminn sést frá bænum og staðsetningin eins og henni er lýst er mjög hagstæð fyrir okkur þannig að það virðist ekki vera nein hætta á ferðum eins og sakir standa, og kannski einna bestu.“ Þá telur hann að gosið hafi komið Grindvíkingum á óvart. „Þetta var frekar óvænt. Það var einhvern veginn þannig ástand þegar leið á daginn að þetta væri mjög ólíklegt að eitthvað myndi gerast og frekar rólegt yfir þannig að ég brá mér aðeins austur fyrir fjall eftir nokkrar vikur og þá gerist þetta,“ segir Fannar. „Við erum í sambandi við sérfræðinga Veðurstofunnar og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra klukkan tíu á hverjum einasta degi og það var eiginlega talið að þetta væri í rénun, allavega tímabundið, en aldrei að vita hvað myndi gerast. En þannig séð kom þetta á óvart.“ Uppfært klukkan 01:20 Fannar var kominn heim til Grindavíkur þegar Kristján Már Unnarsson ræddi við hann seinna um kvöldið. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Sjá meira
Fannar brá sér austur fyrir fjall nú fyrir helgi og er því sjálfur ekki staddur í Grindavík en er á heimleið. Hann kveðst hafa verið í góðu sambandi við aðgerðastjórn og viðbragðsaðila í Grindavík. „Þetta virðist vera tiltölulega hóflegt gos og vel staðsett gagnvart Grindavík eins og útlit er núna. Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð,“ segir Fannar. „Menn eru rólegir, bjarminn sést frá bænum og staðsetningin eins og henni er lýst er mjög hagstæð fyrir okkur þannig að það virðist ekki vera nein hætta á ferðum eins og sakir standa, og kannski einna bestu.“ Þá telur hann að gosið hafi komið Grindvíkingum á óvart. „Þetta var frekar óvænt. Það var einhvern veginn þannig ástand þegar leið á daginn að þetta væri mjög ólíklegt að eitthvað myndi gerast og frekar rólegt yfir þannig að ég brá mér aðeins austur fyrir fjall eftir nokkrar vikur og þá gerist þetta,“ segir Fannar. „Við erum í sambandi við sérfræðinga Veðurstofunnar og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra klukkan tíu á hverjum einasta degi og það var eiginlega talið að þetta væri í rénun, allavega tímabundið, en aldrei að vita hvað myndi gerast. En þannig séð kom þetta á óvart.“ Uppfært klukkan 01:20 Fannar var kominn heim til Grindavíkur þegar Kristján Már Unnarsson ræddi við hann seinna um kvöldið.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Sjá meira