Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og einn helsti sérfræðingur okkar í alþjóðamálum ætlar að velta upp áhrifum loftslagsbreytinga á alþjóðakerfið, kostnaðinum sem sumar þjóðir kunna að reyna að forðast þegar kemur að því að draga úr losun og fleira því tengt.
Tinna Traustadóttir, foreldri í mygluðum Fossvogsskóla, rökræðir við Skúla Helgason borgarfulltrúa og formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, viðbrögð borgarinnar við myglunni og hugmyndir um lausn fyrir börnin í skólanum.
Ásmundur Einar Daðason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mætast á tólfta tímanum, rökræða vinnumarkaðsúrræði ríkisstjórnarinnar, efnahagsstjórnina og fleira því tengt.
Í lokin heyrum við í Ara Trausta Guðmundssyni jarðfræðing og Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi en þeir verða báðir á vappinu við gosstöðvarnar í og við Fagradalsfjall á Reykjanesinu. Þeir munu lýsa því sem fyrir augu ber og spá eitthvað í spilin.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.