Magdeburg vann góðan fimm marka sigur þegar Fuchse Berlin kíkti í heimsók. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson tvö. Magdeburg í öðru sæti deildarinna með jafn mörg stig og Flensburg sem hefur spilað þrem leikjum minna.
Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen heimsótti Leipzig og vann góðan sjö marka sigur. Liðið nú í fjórða sæti með 30 stig.
Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk í naumum sigri Lemgo á útivelli gegn Ludwigshafen. Lemgo voru með þriggja marka forskot þegar lítið var eftir, en voru nánast búnir að kasta sigrinum frá sér. Ludwigshafen jafnaði metin, en gestirnir skoruðu seinasta mark leiksins og Lemgo lyftir sér upp í níunda sæti deildarinnar.