Solskjær varði ákvörðun sína að hvíla Bruno í gær: Hann er manneskja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United ræðir hér við Bruno Fernandes. Getty/Matthew Peters Manchester United datt út úr enska bikarnum í gærkvöldi en margir gagnrýndi knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær fyrir það að nota ekki sinn besta mann á móti Leicester. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn detta úr enska bikarnum í gær og missa af undanúrslitaleik á móti Southampton. Athygli vakti að besti leikamaður United á tímabilinu var ekki í byrjunarliðinu í þessum úrslitaleik. Bruno Fernandes hefur verið frábær á þessu tímabili og oft gert útslagið í jöfnum leikjum. Stuðningsmenn Manchester United söknuðu þess að sjá hann ekki byrja þegar liðið var komið svona langt í enska bikarnum. Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk fyrir Leicester City og Youri Tielemans skoraði þriðja markið í 3-1 sigri á Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. Leicester er því komið í undanúrslitin í fyrsta sinn 1982 eða í 39 ár. Ole Gunnar Solskjaer defends substituting Donny van de Beek and Paul Pogba, and benching Bruno Fernandes after seventh knockout defeat in two years #mufc https://t.co/hGdQHJz3wz— Man United News (@ManUtdMEN) March 21, 2021 Solskjær sagði eftir leikinn að Bruno Fernandes hafi þurft á hvíld að halda og þess vegna hafi hann byrjað á bekknum. Bruno kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en þá var staðan 2-1 fyrir Leicester. Bruno Fernandes er með 23 mörk og 13 stoðsendingar í 45 leikjum með Manchester United í öllum keppnum á leiktíðinni. Að mati Solskjær var hinn 26 ára gamli Bruno búinn að spila of mikið af fótbolta þegar kom að leiknum í gær. "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Hann er manneskja og hann er búinn að spila leik á þriggja eða fjögurra daga fresti allt tímabilið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég veit að Bruno vill alltaf spila en stundum þar maður að taka erfiða ákvörðun sem er sú besta fyrir bæði hann og liðið,“ sagði Solskjær. Bruno Fernandes kom inn á fyrir Hollendinginn Donny van de Beek á 64. mínútu en tókst ekki að breyta gangi leiksins á síðustu 26 mínútunum. Enski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn detta úr enska bikarnum í gær og missa af undanúrslitaleik á móti Southampton. Athygli vakti að besti leikamaður United á tímabilinu var ekki í byrjunarliðinu í þessum úrslitaleik. Bruno Fernandes hefur verið frábær á þessu tímabili og oft gert útslagið í jöfnum leikjum. Stuðningsmenn Manchester United söknuðu þess að sjá hann ekki byrja þegar liðið var komið svona langt í enska bikarnum. Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk fyrir Leicester City og Youri Tielemans skoraði þriðja markið í 3-1 sigri á Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. Leicester er því komið í undanúrslitin í fyrsta sinn 1982 eða í 39 ár. Ole Gunnar Solskjaer defends substituting Donny van de Beek and Paul Pogba, and benching Bruno Fernandes after seventh knockout defeat in two years #mufc https://t.co/hGdQHJz3wz— Man United News (@ManUtdMEN) March 21, 2021 Solskjær sagði eftir leikinn að Bruno Fernandes hafi þurft á hvíld að halda og þess vegna hafi hann byrjað á bekknum. Bruno kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en þá var staðan 2-1 fyrir Leicester. Bruno Fernandes er með 23 mörk og 13 stoðsendingar í 45 leikjum með Manchester United í öllum keppnum á leiktíðinni. Að mati Solskjær var hinn 26 ára gamli Bruno búinn að spila of mikið af fótbolta þegar kom að leiknum í gær. "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Hann er manneskja og hann er búinn að spila leik á þriggja eða fjögurra daga fresti allt tímabilið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég veit að Bruno vill alltaf spila en stundum þar maður að taka erfiða ákvörðun sem er sú besta fyrir bæði hann og liðið,“ sagði Solskjær. Bruno Fernandes kom inn á fyrir Hollendinginn Donny van de Beek á 64. mínútu en tókst ekki að breyta gangi leiksins á síðustu 26 mínútunum.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira