Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2021 11:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. Um er að ræða leikmenn sem hafa leikið mikið með landsliðinu að undanförnu og voru í lykilhlutverki í undankeppninni. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni. Íslenska liðið komst í lokakeppnina sem eitt þeirra liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Íslendingar unnu sex af níu leikjum sínum og töpuðu þremur. Íslandi var svo dæmdur 3-0 sigur í lokaleiknum gegn Armeníu. Willum Þór Willumsson, miðjumaður Willum Þór skorar í 3-0 sigri Íslands á Lúxemborg í fyrsta leik undankeppninnar.vísir/bára Lék alla níu leiki Íslands í undankeppninni og skoraði þrjú mörk. Hefur venjulega leikið vinstra megin á þriggja manna miðju með U-21 árs landsliðinu. Willum lék sinn fyrsta og eina A-landsleik gegn Eistlandi í janúar 2019. Eftir frábært tímabil með Breiðabliki 2018 þar sem hann var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar keypti BATE Borisov Willum. Hann varð hvít-rússneskur bikarmeistari með liðinu í fyrra. Yngri bróðir Willums, Brynjólfur Andersen, er einnig í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. Hann lék átta leiki og skoraði eitt mark í undankeppninni. Klippa: Mörk Willums Þórs með U-21 árs landsliðinu Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji Mark Sveins Arons úr vítaspyrnu tryggði Íslandi sigur á Írlandi í Víkinni.vísir/vilhelm Markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fimm mörk. Sveinn Aron skoraði meðal annars sigurmörk Íslands í heimaleikjunum gegn Írlandi og Svíþjóð. Þá skoraði hann einnig í 1-2 sigrinum á Írum á útivelli en með honum tryggðu Íslendingar sér EM-sætið. Sveinn Aron, sem er stór og sterkur framherji með öflugan vinstri fót, hefur alls leikið fimmtán leiki fyrir U-21 árs landsliðið og skorað sex mörk. Hann var valinn í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi síðasta haust en kom ekki við sögu í leiknum. Sveinn Aron er á láni hjá OB í Danmörku frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Spezia en hefur fengið fá tækifæri með OB í vetur. Sveinn Aron hefur einnig leikið með báðum Kópavogsliðunum, HK og Breiðabliki, Val og á láni hjá Ravenna á Ítalíu. Klippa: Mörk Sveins Arons með U-21 árs landsliðinu Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Jón Dagur hefur leikið fyrir íslenska landsliðið í öllum aldursflokkum, alls 47 leiki.vísir/vilhelm Líkt og Willum og Sveinn Aron er Jón Dagur fæddur 1998 og úr Kópavoginum. Fór ungur til Fulham en var lánaður til Vendsyssel tímabilið 2018-19. Hann gekk í raðir AGF 2019. Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá liðinu og fengið lof fyrir frammistöðu sína. Landsliðsþjálfarasonurinn lék sjö af níu leikjum Íslands í undankeppni EM og skoraði tvö mörk. Jón Dagur hefur einnig verið með annan fótinn í A-landsliðinu og leikið sex leiki fyrir það og skorað eitt mark. Hann verður fyrirliði íslenska liðsins á EM. Klippa: Mörk Jóns Dags fyrir U-21 árs landsliðið Alex Þór Hauksson, miðjumaður Ísland - Lúxemborg, U21 karla, EM 21 riðlakeppni. Knattspyrna, fótbolti.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Álftnesingurinn lék átta leiki í undankeppninni og er íslenska liðinu gríðarlega mikilvægur. Leikur jafnan aftastur á miðjunni og gegnir stóru hlutverki bæði í vörn og sókn. Alex var keyptur til sænska B-deildarliðsins Öster í vetur eftir að hafa verið lykilmaður hjá Stjörnunni í fjögur tímabil. Hefur leikið 72 leiki í efstu deild og varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018. Alex var fyrirliði Stjörnunnar í fyrra þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Alex hefur leikið þrjá vináttulandsleiki með A-landsliðinu, einn árið 2019 og tvo 2020. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Patrik Sigurður Gunnarsson stendur milli stanganna hjá íslenska liðinu á EM.GETTY/HARRY MURPHY Lék átta af níu leikjum Íslands í undankeppninni og hélt marki sínu þrisvar sinnum hreinu. Patrik er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Brentford á Englandi. Hann hefur leikið einn leik fyrir aðallið félagsins. Patrik er nú á láni hjá Silkeborg sem er í toppbaráttunni í dönsku B-deildinni. Þar áður lék hann með Viborg í sömu deild. Patrik var valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki þess í janúar í fyrra en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Um er að ræða leikmenn sem hafa leikið mikið með landsliðinu að undanförnu og voru í lykilhlutverki í undankeppninni. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni. Íslenska liðið komst í lokakeppnina sem eitt þeirra liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Íslendingar unnu sex af níu leikjum sínum og töpuðu þremur. Íslandi var svo dæmdur 3-0 sigur í lokaleiknum gegn Armeníu. Willum Þór Willumsson, miðjumaður Willum Þór skorar í 3-0 sigri Íslands á Lúxemborg í fyrsta leik undankeppninnar.vísir/bára Lék alla níu leiki Íslands í undankeppninni og skoraði þrjú mörk. Hefur venjulega leikið vinstra megin á þriggja manna miðju með U-21 árs landsliðinu. Willum lék sinn fyrsta og eina A-landsleik gegn Eistlandi í janúar 2019. Eftir frábært tímabil með Breiðabliki 2018 þar sem hann var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar keypti BATE Borisov Willum. Hann varð hvít-rússneskur bikarmeistari með liðinu í fyrra. Yngri bróðir Willums, Brynjólfur Andersen, er einnig í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. Hann lék átta leiki og skoraði eitt mark í undankeppninni. Klippa: Mörk Willums Þórs með U-21 árs landsliðinu Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji Mark Sveins Arons úr vítaspyrnu tryggði Íslandi sigur á Írlandi í Víkinni.vísir/vilhelm Markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fimm mörk. Sveinn Aron skoraði meðal annars sigurmörk Íslands í heimaleikjunum gegn Írlandi og Svíþjóð. Þá skoraði hann einnig í 1-2 sigrinum á Írum á útivelli en með honum tryggðu Íslendingar sér EM-sætið. Sveinn Aron, sem er stór og sterkur framherji með öflugan vinstri fót, hefur alls leikið fimmtán leiki fyrir U-21 árs landsliðið og skorað sex mörk. Hann var valinn í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi síðasta haust en kom ekki við sögu í leiknum. Sveinn Aron er á láni hjá OB í Danmörku frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Spezia en hefur fengið fá tækifæri með OB í vetur. Sveinn Aron hefur einnig leikið með báðum Kópavogsliðunum, HK og Breiðabliki, Val og á láni hjá Ravenna á Ítalíu. Klippa: Mörk Sveins Arons með U-21 árs landsliðinu Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Jón Dagur hefur leikið fyrir íslenska landsliðið í öllum aldursflokkum, alls 47 leiki.vísir/vilhelm Líkt og Willum og Sveinn Aron er Jón Dagur fæddur 1998 og úr Kópavoginum. Fór ungur til Fulham en var lánaður til Vendsyssel tímabilið 2018-19. Hann gekk í raðir AGF 2019. Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá liðinu og fengið lof fyrir frammistöðu sína. Landsliðsþjálfarasonurinn lék sjö af níu leikjum Íslands í undankeppni EM og skoraði tvö mörk. Jón Dagur hefur einnig verið með annan fótinn í A-landsliðinu og leikið sex leiki fyrir það og skorað eitt mark. Hann verður fyrirliði íslenska liðsins á EM. Klippa: Mörk Jóns Dags fyrir U-21 árs landsliðið Alex Þór Hauksson, miðjumaður Ísland - Lúxemborg, U21 karla, EM 21 riðlakeppni. Knattspyrna, fótbolti.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Álftnesingurinn lék átta leiki í undankeppninni og er íslenska liðinu gríðarlega mikilvægur. Leikur jafnan aftastur á miðjunni og gegnir stóru hlutverki bæði í vörn og sókn. Alex var keyptur til sænska B-deildarliðsins Öster í vetur eftir að hafa verið lykilmaður hjá Stjörnunni í fjögur tímabil. Hefur leikið 72 leiki í efstu deild og varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018. Alex var fyrirliði Stjörnunnar í fyrra þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Alex hefur leikið þrjá vináttulandsleiki með A-landsliðinu, einn árið 2019 og tvo 2020. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Patrik Sigurður Gunnarsson stendur milli stanganna hjá íslenska liðinu á EM.GETTY/HARRY MURPHY Lék átta af níu leikjum Íslands í undankeppninni og hélt marki sínu þrisvar sinnum hreinu. Patrik er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Brentford á Englandi. Hann hefur leikið einn leik fyrir aðallið félagsins. Patrik er nú á láni hjá Silkeborg sem er í toppbaráttunni í dönsku B-deildinni. Þar áður lék hann með Viborg í sömu deild. Patrik var valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki þess í janúar í fyrra en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira