Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 19:02 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Lögreglan Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands. Af þeim nítján landamærasmitum sem greindust um helgina eru tíu skipverjar um borð á súrálsskipi sem lagði að bryggju á Reyðarfirði, en skipið kom frá Brasilíu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við RÚV í dag að gengið væri út frá því að um brasilíska afbrigði veirunnar væri að ræða í tilviki skipverjanna. Afbrigðið er talið meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en önnur afbrigði. Allt kapp er þó lagt á að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið. „Við erum með um sextíu manns núna sem við erum að sinna á Covid-19 göngudeildinni. Við vorum komin með þrjá í innlögn á smitsjúkdómadeild okkar A7 í morgun,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Farsóttanefnd Landspítalans fundaði í hádeginu í dag og ræddi þann möguleika að færa viðbúnaðarstig spítalans af óvissustigi yfir á hættustig, en óvissustig hefur verið frá því í nóvember. Verði spítalinn færður upp á hættustig verða breytingar gerðar á starfsemi hans til þess að auka þjónustu við Covid-sjúklinga. Páll segir spítalann viðhafa fyllstu smitgát í sinni starfsemi og verklagið muni ekki breytast. Almenningur þurfi þó að huga að smitvörnum sem aldrei fyrr. „Það er vissulega áhyggjuefni fyrir samfélagið. Varðandi Landspítala þá sýnum við fyllstu smitgát og höfum ákveðið verklag og það breytist ekki þó að um þessi afbrigði sé að ræða. Hins vegar má segja almennt um samfélagið að það er full ástæða fyrir fólk að huga sem aldrei fyrr að persónubundnum sóttvörnum.“ Viðtal við Pál í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands. Af þeim nítján landamærasmitum sem greindust um helgina eru tíu skipverjar um borð á súrálsskipi sem lagði að bryggju á Reyðarfirði, en skipið kom frá Brasilíu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við RÚV í dag að gengið væri út frá því að um brasilíska afbrigði veirunnar væri að ræða í tilviki skipverjanna. Afbrigðið er talið meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en önnur afbrigði. Allt kapp er þó lagt á að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið. „Við erum með um sextíu manns núna sem við erum að sinna á Covid-19 göngudeildinni. Við vorum komin með þrjá í innlögn á smitsjúkdómadeild okkar A7 í morgun,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Farsóttanefnd Landspítalans fundaði í hádeginu í dag og ræddi þann möguleika að færa viðbúnaðarstig spítalans af óvissustigi yfir á hættustig, en óvissustig hefur verið frá því í nóvember. Verði spítalinn færður upp á hættustig verða breytingar gerðar á starfsemi hans til þess að auka þjónustu við Covid-sjúklinga. Páll segir spítalann viðhafa fyllstu smitgát í sinni starfsemi og verklagið muni ekki breytast. Almenningur þurfi þó að huga að smitvörnum sem aldrei fyrr. „Það er vissulega áhyggjuefni fyrir samfélagið. Varðandi Landspítala þá sýnum við fyllstu smitgát og höfum ákveðið verklag og það breytist ekki þó að um þessi afbrigði sé að ræða. Hins vegar má segja almennt um samfélagið að það er full ástæða fyrir fólk að huga sem aldrei fyrr að persónubundnum sóttvörnum.“ Viðtal við Pál í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira