Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 08:54 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vilja stoppa í götin. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. Um er að ræða minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þar sem lagt er til að börn fari líka í sýnatöku á landamærum auk þess sem fólk frá ákveðnum áhættusvæðum verði skyldað til að dvelja í farsóttarhúsi við komuna. „Við erum að reyna að stoppa í þessi göt á landamærunum eins og við getum,“ sagði Svandís í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur nú yfir fundur formanna ríkisstjórnarflokkanna með Þórólfi áður en ráðherrarnir hefja fund sinn klukkan hálf tíu. Þórólfur hafði orð á því á upplýsingafundi Almannavarna í gær að það væri staðreynd að fólk væri að brjóta sóttkví hér á landi. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá slíkum brotum seint í gær en um var að ræða fólk sem naut sín á skíðum og átti bókað flug heim daginn fyrir seinni skimun. Fimm greindust með kórónuveirusmit á sunnudag og voru þrír utan sóttkvíar. Vegna smita um helgina eru á þriðja hundrað manns í sóttkví. Þórólfur sagðist á upplýsingafundinum í gær ljóst að grípa þyrfti til hertra aðgerða ef ljóst þætti að veiran væri farin að dreifa sér. Hann sagði þó ekki skipta öllu máli hvort það yrði gert í dag (í gær) eða á morgun (í dag). Þjóðhagsspá spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02 Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. 22. mars 2021 18:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Um er að ræða minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þar sem lagt er til að börn fari líka í sýnatöku á landamærum auk þess sem fólk frá ákveðnum áhættusvæðum verði skyldað til að dvelja í farsóttarhúsi við komuna. „Við erum að reyna að stoppa í þessi göt á landamærunum eins og við getum,“ sagði Svandís í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur nú yfir fundur formanna ríkisstjórnarflokkanna með Þórólfi áður en ráðherrarnir hefja fund sinn klukkan hálf tíu. Þórólfur hafði orð á því á upplýsingafundi Almannavarna í gær að það væri staðreynd að fólk væri að brjóta sóttkví hér á landi. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá slíkum brotum seint í gær en um var að ræða fólk sem naut sín á skíðum og átti bókað flug heim daginn fyrir seinni skimun. Fimm greindust með kórónuveirusmit á sunnudag og voru þrír utan sóttkvíar. Vegna smita um helgina eru á þriðja hundrað manns í sóttkví. Þórólfur sagðist á upplýsingafundinum í gær ljóst að grípa þyrfti til hertra aðgerða ef ljóst þætti að veiran væri farin að dreifa sér. Hann sagði þó ekki skipta öllu máli hvort það yrði gert í dag (í gær) eða á morgun (í dag). Þjóðhagsspá spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02 Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. 22. mars 2021 18:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01
Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02
Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. 22. mars 2021 18:15