Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 18:55 Sérsveitarmenn rýma svæðið við gosstöðvarnar nú síðdegis. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. Nágrenni eldgossins í Geldingadal var rýmt klukkan 17 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. Jóhann K. Jóhansson fréttamaður var á vettvangi á Suðurnesjum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi við Sigurð Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurnesjum. Rýming var enn í gangi þegar kvöldfréttir hófust um klukkan 18:30. Sigurður sagði að svo virtist sem gengið hefði nokkuð vel að rýma svæðið. Þá hefði lögregla búist við því að fleiri yrðu á svæðinu þegar rýming hæfist. Mikið öngþveiti varð á Suðurstrandarvegi í dag, sem opnaður var í aðra áttina í gær til að auðvelda aðkomu göngufólks á svæðinu. Bílaröðin sem myndaðist eftir því sem leið á daginn var líkast til lengri en gönguleiðin frá Suðurstrandarvegi að gosstöðvunum. Inntur eftir því hvort gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir til að bæta ástandið sagði Sigurður að rýnt yrði í stöðuna og fundað. „Þetta gekk ekki upp, það var alltof mikil aðsókn miðað við skipulagið,“ sagði Sigurður. Skipulagið yrði með öðrum hætti á morgun. Þá yrði að koma í ljós hvort svæðið yrði yfir höfuð opið á morgun. „Það er óvíst,“ sagði Sigurður. Viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar við Sigurð og umfjöllun Jóhanns frá gosstöðvunum í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Nágrenni eldgossins í Geldingadal var rýmt klukkan 17 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. Jóhann K. Jóhansson fréttamaður var á vettvangi á Suðurnesjum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi við Sigurð Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurnesjum. Rýming var enn í gangi þegar kvöldfréttir hófust um klukkan 18:30. Sigurður sagði að svo virtist sem gengið hefði nokkuð vel að rýma svæðið. Þá hefði lögregla búist við því að fleiri yrðu á svæðinu þegar rýming hæfist. Mikið öngþveiti varð á Suðurstrandarvegi í dag, sem opnaður var í aðra áttina í gær til að auðvelda aðkomu göngufólks á svæðinu. Bílaröðin sem myndaðist eftir því sem leið á daginn var líkast til lengri en gönguleiðin frá Suðurstrandarvegi að gosstöðvunum. Inntur eftir því hvort gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir til að bæta ástandið sagði Sigurður að rýnt yrði í stöðuna og fundað. „Þetta gekk ekki upp, það var alltof mikil aðsókn miðað við skipulagið,“ sagði Sigurður. Skipulagið yrði með öðrum hætti á morgun. Þá yrði að koma í ljós hvort svæðið yrði yfir höfuð opið á morgun. „Það er óvíst,“ sagði Sigurður. Viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar við Sigurð og umfjöllun Jóhanns frá gosstöðvunum í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08
Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29
Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10